Ferill 385. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 1328  —  385. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á lagaákvæðum er varða samgönguáætlun o.fl.

Frá Guðmundi Hallvarðssyni.



     1.      Við 23. gr. Í stað orðanna „3. tölul. 20. gr. og 4. mgr. 24. gr.“ komi: og 3. tölul. 20. gr.
     2.      Við bætist ný grein, er verði 24. gr., og orðist svo:
                   Eftirfarandi breytingar verða á 22. gr. laganna:
                  a.      2. málsl. 1. mgr. fellur brott.
                  b.      Í stað orðsins „hafnaáætlun“ í 3. mgr. kemur: samgönguáætlun.
                  c.      Í stað orðsins „hafnaáætlunar“ í 3. mgr. kemur: samgönguáætlunar.
     3.      Við bætist ný grein, er verði 25. gr., og orðist svo:
                  24. gr. laganna orðast svo:
                  Siglingastofnun Íslands vinnur tillögu að áætlun um hafnarframkvæmdir með kostnaðarþátttöku ríkissjóðs, sbr. lög um samgönguáætlun.
                  Við undirbúning þessarar tillögugerðar ber Siglingastofnun Íslands að hafa samráð og samstarf við viðkomandi hafnarstjórn og hafnaráð.
                  Við tillögugerðina og forgangsröðun framkvæmda skal leggja til grundvallar mat sem taki mið af hagkvæmni framkvæmdarinnar, þörf fyrir hana og þýðingu fyrir byggðarlagið.
     4.      Við bætist ný grein, er verði 26. gr., og orðist svo:
                  Kaflafyrirsögn IV. kafla laganna orðast svo: Um samgönguáætlun.