Ferill 37. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 1347  —  37. mál.
Nefndarálitum till. um þál. um heilsuvernd í framhaldsskólum.

Frá heilbrigðis- og trygginganefnd.    Nefndin hefur fjallað um málið. Tillaga þessi var send út til umsagnar á 126. þingi og bárust þá umsagnir frá Félagi íslenskra framhaldsskóla, Stéttarfélagi íslenskra félagsráðgjafa, tóbaksvarnanefnd, dómsmálaráðuneyti, Barnageðlæknafélagi Íslands, Félagi íslenskra heimilislækna, Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands, landlæknisembættinu, Rauða krossi Íslands, Ungmennafélagi Íslands, áfengis- og vímuvarnaráði, Stéttarfélagi sálfræðinga á Íslandi, Tryggingastofnun ríkisins, Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga, Félagi náms- og starfsráðgjafa, menntamálaráðuneyti og Félagi íslenskra sjúkraþjálfara.
    Nefndin tekur undir efnisatriði tillögugreinarinnar sem og þau sjónarmið sem fram koma í greinargerð með henni. Nefndin telur eðlilegt að efni tillögunnar verði skoðað samhliða tillögu um unglingamóttöku og getnaðarvarnir, 317. mál, tillögu um mótun heildarstefnu um uppbyggingu og rekstur meðferðarstofnana, 233. mál, og tillögu um átraskanir, 337. mál. Nefndin telur að þeirri stefnumótun sem gerð er tillaga um að ráðist verði í megi finna stað í starfi á vegum heilbrigðisráðherra um þróun og skipulag verkefna heilsugæslunnar og leggur því til að tillögunni verði vísað til ríkisstjórnarinnar.
    Ólafur Örn Haraldsson, Einar Oddur Kristjánsson og Lára Margrét Ragnarsdóttir voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 18. apríl 2002.Jónína Bjartmarz,


form., frsm.


Ásta Möller.


Katrín Fjeldsted.Ásta R. Jóhannesdóttir.


Margrét Frímannsdóttir.


Þuríður Backman.
Prentað upp.