Ferill 630. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 1399  —  630. mál.




Breytingartillaga



við frv. til l. um breyt. á l. nr. 99/1993, um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, með síðari breytingum.

Frá Sigríði Jóhannesdóttur.



    Við frumvarpið bætist ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
    Í tólf mánuði eftir gildistöku laga þessara er dreifingaraðilum garð- og gróðurhúsaafurða, í heildsölu og smásölu, óheimilt að hækka álagningu sína, þóknun eða umsýslugjald, hvort sem um er að ræða ákveðna upphæð á einingu eða magn eða tiltekið álagningarhlutfall.     
    Samkeppnisstofnun skal hafa eftirlit með framkvæmd þessa ákvæðis.