Ferill 505. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 1447  —  505. mál.




Frumvarp til laga



um breytingu á lögum um eldi og heilbrigði sláturdýra, slátrun, vinnslu, heilbrigðisskoðun og gæðamat á sláturafurðum, nr. 96/1997, með síðari breytingum.

(Eftir 2. umr., 30. apríl.)


1. gr.

    2. málsl. 2. mgr. 11. gr. laganna orðast svo: Eftirlitsgjald þetta miðast við raunkostnað og skal vera 2,10 kr. fyrir hvert kíló kindakjöts, 3,00 kr. fyrir hvert kíló svínakjöts, 2,20 kr. fyrir hvert kíló nautgripakjöts, 2,90 kr. fyrir hvert kíló hrossakjöts og 6,50 kr. fyrir hvert kíló alifuglakjöts.

2. gr.

    Lög þessi öðlast gildi 1. júní 2002.