Samvinnufélög

Fimmtudaginn 30. janúar 2003, kl. 16:54:17 (3272)

2003-01-30 16:54:17# 128. lþ. 69.8 fundur 519. mál: #A samvinnufélög# (ársreikningar, afskráning félaga) frv., viðskrh. (flutningsræða)
[prenta uppsett í dálka] 69. fundur, 128. lþ.

[16:54]

Viðskiptaráðherra (Valgerður Sverrisdóttir):

Hæstv. forseti. Ég mæli fyrir frv. til laga um breytingu á lögum nr. 22/1991, um samvinnufélög, með síðari breytingum.

Með frv. þessu sem lagt er fram samtímis þremur öðrum frv. á sviði félagaréttar er gert ráð fyrir vissum breytingum sem snerta ákvæði um ársreikninga vegna þróunar í löggjöf um ársreikninga. Einnig er gerð tillaga um möguleika á einfaldri afskráningu samvinnufélaga að frumkvæði samvinnufélagaskrár og þá til samræmis við ákvæði í hlutafélagalöggjöf um einfalda afskráningu hlutafélaga og einkahlutafélaga. Gert er ráð fyrir að þetta ákvæði gæti haft einhver áhrif varðandi afskráningu smærri samvinnufélaga, t.d. pöntunarfélaga sem hætt hafa starfsemi sinni. Verði frv. óbreytt að lögum er ekki gert ráð fyrir að það hafi áhrif á útgjöld ríkissjóðs.

Ég mælist til þess, hæstv. forseti, að þessu frv. verði að lokinni þessari umræðu vísað til 2. umr. og hv. efh.- og viðskn.