Sjálfseignarstofnanir sem stunda atvinnurekstur

Fimmtudaginn 30. janúar 2003, kl. 16:55:36 (3273)

2003-01-30 16:55:36# 128. lþ. 69.9 fundur 520. mál: #A sjálfseignarstofnanir sem stunda atvinnurekstur# (ársreikningar) frv., viðskrh. (flutningsræða)
[prenta uppsett í dálka] 69. fundur, 128. lþ.

[16:55]

Viðskiptaráðherra (Valgerður Sverrisdóttir):

Hæstv. forseti. Ég mæli fyrir frv. til laga um breytingu á lögum nr. 33/1999, um sjálfseignarstofnanir sem stunda atvinnurekstur.

Með frv. þessu, sem lagt er fram samtímis þremur öðrum frv. á sviði félagaréttar er m.a. gert ráð fyrir vissum breytingum sem snerta ákvæði um ársreikninga vegna þróunar í löggjöf um ársreikninga. Breytingarnar eru svipaðar og í hinum frv.

Verði frv. óbreytt að lögum er ekki gert ráð fyrir að það hafi áhrif á útgjöld ríkissjóðs.

Hæstv. forseti. Ég mælist til þess að þessu frv. verði að lokinni þessari umræðu vísað til 2. umr. og hv. efh.- og viðskn.