Afstaða ríkisstjórnarinnar til Íraksdeilunnar

Mánudaginn 03. mars 2003, kl. 15:08:58 (4244)

2003-03-03 15:08:58# 128. lþ. 86.1 fundur 452#B afstaða ríkisstjórnarinnar til Íraksdeilunnar# (óundirbúin fsp.), forsrh.
[prenta uppsett í dálka] 86. fundur, 128. lþ.

[15:08]

Forsætisráðherra (Davíð Oddsson):

Herra forseti. Ég held að það yrði talið ábyrgðarleysi af hálfu íslenskra yfirvalda ef þeim bærust fréttir um það að hætta á hryðjuverkum hefði aukist og ekki verið brugðist við með viðeigandi hætti. Það er það sem íslensk yfirvöld gera í samráði við bandarísk yfirvöld vegna viðveru varnarliðs á Keflavíkurflugvelli og flugumferðar hér á landi.