Álverksmiðja í Reyðarfirði

Mánudaginn 03. mars 2003, kl. 15:44:32 (4269)

2003-03-03 15:44:32# 128. lþ. 86.6 fundur 509. mál: #A álverksmiðja í Reyðarfirði# frv. 12/2003, JB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 86. fundur, 128. lþ.

[15:44]

Jón Bjarnason:

Herra forseti. Kárahnjúkavirkjun og fyrirhugað álver á Reyðarfirði valda gríðarlegum náttúruspjöllum. Fjárfesting upp á hundruð milljarða kr. sem þeim fylgja passar engan veginn inn í íslenskt efnahags- og atvinnulíf. Það að binda 70--80% af virkjaðri orku Íslendinga í framleiðslu á einu hráefni, áli, er fráleit stefna í atvinnumálum.

Virðulegi forseti. Framkvæmdin sem hér er verið að greiða atkvæði um passar á engan hátt inn í okkar litla efnahags- og atvinnulíf og inn í íslenska, fallega og dýrmæta náttúru. Ég segi því nei.