Samvinnufélög

Mánudaginn 10. mars 2003, kl. 10:34:14 (4561)

2003-03-10 10:34:14# 128. lþ. 93.5 fundur 519. mál: #A samvinnufélög# (ársreikningar, afskráning félaga) frv. 45/2003, Frsm. EKG
[prenta uppsett í dálka] 93. fundur, 128. lþ.

[10:34]

Frsm. efh.- og viðskn. (Einar K. Guðfinnsson):

Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir nefndaráliti um frv. til laga um breytingu á lögum nr. 22/1991, um samvinnufélög, með síðari breytingum.

Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar sem snerta ákvæði um ársreikninga, vegna þróunar í löggjöf um ársreikninga. Einnig er í frumvarpinu gerð tillaga um möguleika á einfaldri afskráningu samvinnufélaga að frumkvæði samvinnufélagaskrár og þá til samræmis við ákvæði í hlutafélagalöggjöf um einfalda afskráningu hlutafélaga og einkahlutafélaga.

Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.

Undir þetta nefndarálit skrifa hv. formaður og frsm., Einar K. Guðfinnsson, og aðrir hv. þm. Kristinn H. Gunnarsson, Árni R. Árnason, Hjálmar Árnason, Adolf H. Berndsen, Jóhanna Sigurðardóttir, Össur Skarphéðinsson og Ögmundur Jónasson.