Hlutafélög

Mánudaginn 10. mars 2003, kl. 10:36:49 (4564)

2003-03-10 10:36:49# 128. lþ. 93.8 fundur 522. mál: #A hlutafélög# (ársreikningar, samlagshlutafélög) frv. 39/2003, Frsm. EKG
[prenta uppsett í dálka] 93. fundur, 128. lþ.

[10:36]

Frsm. efh.- og viðskn. (Einar K. Guðfinnsson):

Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir nefndaráliti um frv. til laga um breytingu á lögum nr. 2/1995, um hlutafélög, með síðari breytingum.

Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar sem snerta ákvæði um ársreikninga, vegna þróunar í löggjöf um ársreikninga, en auk þess er lagt til að ákvæði um samlagshlutafélög verði færð úr lögum um einkahlutafélög í lög um hlutafélög.

Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.

Hv. nefndarmenn úr efh.- og viðskn. undirrita nefndarálitið eins og rakið er í nefndaráliti.