Ársreikningar

Mánudaginn 10. mars 2003, kl. 11:21:09 (4575)

2003-03-10 11:21:09# 128. lþ. 93.17 fundur 427. mál: #A ársreikningar# (EES-reglur) frv. 56/2003, Frsm. EKG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 93. fundur, 128. lþ.

[11:21]

Frsm. efh.- og viðskn. (Einar K. Guðfinnsson) (andsvar):

Virðulegi forseti. Í framhaldi af ósk hv. 5. þm. Reykv. vil ég segja að ég tel sjálfgefið að við förum yfir þessi mál milli 2. og 3. umr. Gert er ráð fyrir að haldnir verði fundir í efh.- og viðskn. á miðvikudaginn kemur vegna þess að þá er gert ráð fyrir tómi fyrir nefndarfund. Ég tel sjálfgefið að við förum yfir málið. Ég er alveg sammála hv. þm. um að hraða beri þessari vinnu eins og kostur er.

Menn meta það mismunandi hversu hratt er hægt er hægt að fara í þessi mál. Annars vegar að mati fyrrverandi formanns reikningsskilaráðsins og hins vegar að mati fulltrúa ráðuneytisins. Ég get ekki sett mig í neitt dómarasæti í þeim efnum en er sammála því að við eigum að hraða þessari vinnu eins og kostur er til að lög um ársreikninga verði eins góð og hægt er.