Framhald þingfundar

Mánudaginn 10. mars 2003, kl. 23:56:35 (4676)

2003-03-10 23:56:35# 128. lþ. 94.93 fundur 483#B framhald þingfundar# (um fundarstjórn), EKG
[prenta uppsett í dálka] 94. fundur, 128. lþ.

[23:56]

Einar K. Guðfinnsson:

Virðulegi forseti. Það er rétt sem hér hefur komið fram. Þingið hefur verið ansi afkastamikið í dag. En það mun náttúrlega ekki vaxa svona afkastamiklu og öflugu þingi í augum að bæta við sig fáeinum málum, m.a. málum sem fullkomin sátt er um. Hér stendur til að mæla fyrir málum sem er samkomulag um, málum sem ég geri ekki ráð fyrir að kalli á mikla umræðu.

Það er alvanalegt, sérstaklega þegar líða tekur að seinni hluta þings, að við tölum aðeins inn í nóttina. Ég sé nú ekkert að því að við gerum það núna. Þetta eru mál sem við þurfum að koma áfram eins og gengur í þingstörfunum og ekkert að því. Ég held að virðing Alþingis muni síst af öllu rýrna, öðru nær. Ég held að afgreiðslan verði til marks um að þetta er öflugt þing, að hér starfa öflugir þingmenn sem vilja greiða fyrir málum eins og hér hefur verið gert í dag. Ég tel fullkomlega eðlilegt að við höldum áfram enn um sinn og tökum fyrir þau mál sem eru á dagskránni. Það hefur auðvitað legið fyrir í allan dag hvaða mál eru á dagskrá. Þau hafa verið á dagskrá þingsins allan daginn og mönnum er auðvitað ljóst að hverju forusta þingsins hefur stefnt.