Fjárlög 2003

Föstudaginn 04. október 2002, kl. 18:36:05 (245)

2002-10-04 18:36:05# 128. lþ. 4.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2003# frv., fjmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 4. fundur, 128. lþ.

[18:36]

Fjármálaráðherra (Geir H. Haarde) (andsvar):

Herra forseti. Ef spurningin er sú til mín hvað nákvæmlega við ætlum að greiða niður af erlendum skuldum ríkissjóðs á næsta ári eins og mér heyrðist þingmaðurinn vera að spyrja þá höfum við áskilið okkur rétt til þess að sú ákvörðun á næsta ári fari eftir markaðsaðstæðum, gjaldeyrisstöðu Seðlabankans og öðru slíku, hvort niðurgreiðslur slíkra lána verða innan lands eða erlendis. Við höfum ekki ákveðið það. Það fer eftir aðstæðum og það verður að ráðast eins og eðlilegt er í tengslum við þá lánastýringu ríkissjóðs sem ég fór yfir áðan. Þessari spurningu er því ekki hægt að svara. En ég treysti því að eiga góðan bandamann í að borga niður skuldirnar í hv. þm. sem er svo mjög áhugasamur um það.

En varðandi skuldir annarra aðila í útlöndum, fyrirtækja, fjármálastofnana o.s.frv. þá verður hann að snúa sér þangað með það. Ég get ekki svarað fyrir það.