Val kvenna við fæðingar

Miðvikudaginn 16. október 2002, kl. 14:16:51 (590)

2002-10-16 14:16:51# 128. lþ. 12.3 fundur 69. mál: #A val kvenna við fæðingar# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., SI
[prenta uppsett í dálka] 12. fundur, 128. lþ.

[14:16]

Sigríður Ingvarsdóttir:

Herra forseti. Það er jákvætt og gott að konur geti haft val um fæðingaraðstæður. Ég vil þó leggja sérstaka áherslu á að öryggið þarf alltaf að vera í fyrirrúmi, öryggi barns og móður. Það er svo margt sem upp á getur komið við barnsburð, svo margt sem er ófyrirsjáanlegt sem bregðast þarf við með skjótum og faglegum hætti. Það þekki ég af eigin raun.

Ég vil fyrst og fremst hvetja hæstv. heilbrrh. til að stuðla að því að sem flestar konur geti fætt í sinni heimabyggð, að þær aðstæður séu til staðar á hinum ýmsu sjúkrahúsum úti á landi að konur þurfi ekki að ferðast um langan veg við misjafnar aðstæður til þess að fæða börn.