Fjölgun fjárnáma og gjaldþrota

Mánudaginn 04. nóvember 2002, kl. 15:08:00 (979)

2002-11-04 15:08:00# 128. lþ. 21.1 fundur 205#B fjölgun fjárnáma og gjaldþrota# (óundirbúin fsp.), KVM
[prenta uppsett í dálka] 21. fundur, 128. lþ.

[15:08]

Karl V. Matthíasson:

Herra forseti. Þessar tölur sem ég gat um áðan eru fengnar hjá Lánstrausti, fyrirtæki sem hefur skrá yfir gjaldþrota einstaklinga og þá sem hafa lent í árangurslausu fjárnámi. Ég tel fulla ástæðu til þess, herra forseti, að ríkisstjórnin hugi að þessum fjölda manna sem orðinn er. Þetta eru orðnar nokkrar þúsundir manna, eða a.m.k. nokkur hundruð manna, sem hafa orðið fyrir því að verða fyrir árangurslausu fjárnámi. Einnig hafa margir orðið gjaldþrota og því fylgja mjög miklar þjáningar. Í kringum þá sem hafa orðið fyrir fjárnámi er líka fullt af fólki sem hefur kannski skrifað upp á lán og annað og er í hinum mestu vandræðum. Við þurfum að íhuga hvort ekki sé hægt að semja einhverjar betri reglur sem gilda á lánamarkaðnum.