Vextir verðtryggðra bankalána

Mánudaginn 04. nóvember 2002, kl. 15:17:13 (986)

2002-11-04 15:17:13# 128. lþ. 21.1 fundur 206#B vextir verðtryggðra bankalána# (óundirbúin fsp.), SJS
[prenta uppsett í dálka] 21. fundur, 128. lþ.

[15:17]

Steingrímur J. Sigfússon:

Herra forseti. Á milli mánaðanna nóvember og desember í fyrra, fyrir rétt tæpu ári, lækkuðu almennir vextir verðtryggðra skuldabréfalána að viðbættu 3,5% álagi úr 11,3% í 11,2. Þeir standa núna í 11. Þeir hafa lækkað um heil 0,2% á tæpu ári á sama tíma og orðið hefur almenn vaxtalækkun upp á 4--5%. Það er þetta sem ég er sérstaklega að vekja athygli á og ég held að þau skörpu skil sem verða við fimm ára mörkin hver bönkunum er heimilt að verðtryggja lán, veki athyglina á þeirri sérkennilegu staðreynd í íslenska viðskiptaheiminum að við drögnumst með verðtryggingu fjárskuldbindinga í miklu ríkari mæli en eiginlega nokkrir aðrir og það er á grundvelli stjórnvaldsákvarðana, það er ekki heimilt að verðtryggja lán til skemmri tíma, og mér finnst kominn tími til t.d. að athuga þau mörk, að færa þessi fimm ára viðmið niður í tíu ár eða eitthvað í þeim dúr.