Skýrsla um starfslok forstjóra Landssímans

Mánudaginn 04. nóvember 2002, kl. 15:29:43 (996)

2002-11-04 15:29:43# 128. lþ. 21.1 fundur 208#B skýrsla um starfslok forstjóra Landssímans# (óundirbúin fsp.), samgrh.
[prenta uppsett í dálka] 21. fundur, 128. lþ.

[15:29]

Samgönguráðherra (Sturla Böðvarsson):

Hæstv. forseti. Það er auðvitað fjarri öllu lagi að samgrh. hafi verið nauðbeygður til einhverra hluta. Ég hef unnið að þessu máli eins og öðrum í samræmi við það efni sem verið er að fjalla um. Ég legg áherslu á að það er á valdi stjórnarinnar að fara með þetta mál, og það er að sjálfsögðu fullkomlega eðlilegt að hv. þm. leiti eftir þeim upplýsingum sem þingmenn geta fengið í gegnum Ríkisendurskoðun og eðlilegt er. Að sjálfsögðu er ekki gerð nokkur minnsta athugasemd við það og ég hvet hv. þm. að fara þær leiðir sem eðlilegt er að fara, en stjórn Símans fer með þetta mál og það er í hennar höndum og ég treysti henni til þess að fara með það. Hún hefur ekkert að fela.