Skýrsla umboðsmanns Alþingis 2001

Fimmtudaginn 07. nóvember 2002, kl. 11:09:27 (1175)

2002-11-07 11:09:27# 128. lþ. 25.1 fundur 228#B skýrsla umboðsmanns Alþingis 2001# (munnl. skýrsla), HBl (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 25. fundur, 128. lþ.

[11:09]

Halldór Blöndal (um fundarstjórn):

Herra forseti. Mér finnst sjálfsagt að eftirleiðis verði vakin athygli hv. þingmanna á því í tölvupósti þegar sérstök mál eru sett á ákveðna daga samkvæmt starfsáætlun og er þá auðvelt fyrir þingmenn að óska eftir því að fá gögn hjá starfsmönnum þingsins ef svo ber undir. En hér er fylgt starfsvenju og ég hygg að farið hafi verið að öllu leyti eftir því sem um var rætt á fundi forseta með formönnum þingflokka.