Verndun hafs og stranda

Þriðjudaginn 12. nóvember 2002, kl. 14:45:26 (1298)

2002-11-12 14:45:26# 128. lþ. 27.6 fundur 240. mál: #A verndun hafs og stranda# (heildarlög) frv., umhvrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 27. fundur, 128. lþ.

[14:45]

Umhverfisráðherra (Siv Friðleifsdóttir) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég tel ekki um neitt vandamál að ræða. Umhvrn. kemur að þessum málum að nokkuð miklu leyti, t.d. gagnvart laxeldi og þorskeldi. Hvað laxeldið varðar er það þannig að Hollustuvernd ríkisins, sem verður Umhverfisstofnun frá og með næstu áramótum, gefur út starfsleyfi. Hér er því ekki um einhverja eftirlitslausa starfsemi að ræða sem stofnanir okkar hafa engan aðgang að, alls ekki. Ég tel að þessi mál séu í eðlilegum farvegi og þurfi engra sérstakra breytinga við. Ég tel eðlilegt að menn ræði þennan flöt sem hv. þm. kemur fram með í umhvn.