Dreifmenntun í Vesturbyggð

Miðvikudaginn 13. nóvember 2002, kl. 14:16:11 (1355)

2002-11-13 14:16:11# 128. lþ. 29.4 fundur 267. mál: #A dreifmenntun í Vesturbyggð# fsp. (til munnl.) frá menntmrh., menntmrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 29. fundur, 128. lþ.

[14:16]

Menntamálaráðherra (Tómas Ingi Olrich):

Herra forseti. Ég vil þakka þá umræðu sem hér hefur orðið um dreifmenntun og er sammála þeim sem hér hafa tjáð sig um þetta mál. Hér er um að ræða grundvallaratriði fyrir hinar dreifðu byggðir. Þessi tækni veitir okkur mikla möguleika til að byggja upp aðgengi að námi sem víðast um landið.

Ég vil einnig taka það fram að innan ráðuneytisins þessa dagana er verið að tryggja gagnaflutninga, þ.e. að símenntunarmiðstöðvar, framhaldsskólar og útstöðvar símenntunarmiðstöðvanna geti búið við sama verð í gagnaflutningum. Það er einnig grundvallaratriði í þessum efnum.