Erfðabreyttar lífverur

Miðvikudaginn 20. nóvember 2002, kl. 14:04:17 (1649)

2002-11-20 14:04:17# 128. lþ. 34.2 fundur 301. mál: #A erfðabreyttar lífverur# fsp. (til munnl.) frá landbrh., ÞBack
[prenta uppsett í dálka] 34. fundur, 128. lþ.

[14:04]

Þuríður Backman:

Herra forseti. Ég þakka fyrirspyrjanda fyrir að koma með þessa fyrirspurn um erfðabreyttar lífverur.

Það er ljóst að við erum langt á eftir hvað varðar löggjöf og reglugerðir um notkun á erfðabreyttum lífverum, hvort heldur það er í dýrafóður, sáðvörur eða til manneldis. Því tel ég að við þurfum að leggja kröftuga vinnu í þessa undirstöðulöggjöf okkar varðandi erfðabreyttar lífverur. Nú eru miklar sviptingar í gangi. Það er mikil framleiðsla á þessu sviði og á að vera lágmarkskrafa að við a.m.k. vitum hvort sú vara sem við notum er erfðabreytt eða ekki.