Þjóðminjalög

Þriðjudaginn 26. nóvember 2002, kl. 15:39:00 (1725)

2002-11-26 15:39:00# 128. lþ. 36.3 fundur 382. mál: #A þjóðminjalög# (verkaskipting, minjaverðir o.fl.) frv., menntmrh.
[prenta uppsett í dálka] 36. fundur, 128. lþ.

[15:39]

Menntamálaráðherra (Tómas Ingi Olrich):

Herra forseti. Ég þakka fyrir þær umræður sem orðið hafa um frv. og í ljósi þeirra umræðna geri ég mér vonir um að það muni eiga að greiða leið í gegnum hæstv. menntmn. Ég held að öll efni standi til þess og mér heyrist viðbrögðin hafa verið í þeim dúr.