Fjárlög 2003

Miðvikudaginn 27. nóvember 2002, kl. 11:25:41 (1742)

2002-11-27 11:25:41# 128. lþ. 37.4 fundur 1. mál: #A fjárlög 2003# frv., Frsm. meiri hluta ÓÖH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 37. fundur, 128. lþ.

[11:25]

Frsm. meiri hluta fjárln. (Ólafur Örn Haraldsson) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ríkisendurskoðun hefur komið með margvíslegar ábendingar til fjárln. Ég rakti þær í framsöguræðu minni. Ég tel að þær séu allar þess efnis að við eigum að ræða þær. Ég undanskil þá ekki þær ábendingar sem hafa komið fram um fjárlögin. Ég átti hins vegar ekki við þessi atriði þegar ég nefndi hér samstarf fjárln. og fagnefnda. Ég get því miður ekki á þeirri einu mínútu sem ég hef hér til ráðstöfunar gert grein fyrir þeim orðum mínum en ég er tilbúinn að skýra það nánar í ræðu minni síðar við umræðuna.

Hvað vá varðar vil ég endurtaka að ég nefndi áðan nokkrar tölur um breytt atvinnuástand og hvers mætti vænta. Ég tel að þessar breytingar á atvinnuástandi séu ekki miklar en að við eigum strax að bregðast við með þeim hætti sem ég gerði að umtalsefni áðan.