Fjárlög 2003

Miðvikudaginn 27. nóvember 2002, kl. 14:23:54 (1768)

2002-11-27 14:23:54# 128. lþ. 37.4 fundur 1. mál: #A fjárlög 2003# frv., SvH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 37. fundur, 128. lþ.

[14:23]

Sverrir Hermannsson (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. ætlar ekki að hætta að halda ræður sínar. Þess vegna verð ég að grípa m.a. til þess ráðs að hætta sjálfur hér á þingi.

Hann minntist á að velferðin væri að aukast hjá öllum. Hún er ekki að aukast hjá eldri borgurum og öryrkjum. Meira að segja þegar öryrkjum voru dæmdar bætur greip ríkisstjórnin til þess að setja lög og skerða þær aftur.

Það er líka hægt að rifja það upp að því var lýst yfir að nýtt fasteignamat mundi ekki hafa áhrif á eignarskatta. Þetta er rangt. Þetta reyndust ósannindi. Þeir sem erfiðast eiga, aldraðir borgarar, kannski með dýrar eignir, finna sárlega fyrir þessu.