Fjárlög 2003

Fimmtudaginn 28. nóvember 2002, kl. 14:36:59 (1871)

2002-11-28 14:36:59# 128. lþ. 39.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2003# frv., GE (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 39. fundur, 128. lþ.

[14:36]

Gísli S. Einarsson:

Virðulegur forseti. Hér er á ferðinni tillaga um að bæta almenna löggæslu í landinu. Til fjárln. komu fulltrúar fjölmargra sveitarfélaga sem kvörtuðu mjög yfir skorti á almennri löggæslu í sveitarfélögunum. Áberandi umræða hefur verið um vöntun á almennri löggæslu í Reykjavík. Við vekjum athygli á þessu alvarlega máli því að almenn löggæsla hefur dregist saman um sem nemur 30% á undanförnum árum. Dregið hefur verið úr framlögum um 30%. Þess vegna bendum við á þessa tillögu og vísum sérstaklega til þeirrar beiðni sem liggur fyrir frá sveitarfélögunum.