Örnefnastofnun Íslands

Fimmtudaginn 28. nóvember 2002, kl. 15:34:10 (1885)

2002-11-28 15:34:10# 128. lþ. 39.4 fundur 358. mál: #A Örnefnastofnun Íslands# (afnám stjórnar) frv., Frsm. GunnB
[prenta uppsett í dálka] 39. fundur, 128. lþ.

[15:34]

Frsm. menntmn. (Gunnar Birgisson):

Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir nál. um frv. til laga um breytingu á lögum nr. 14/1998, um Örnefnastofnun Íslands.

Með frv. er lagt til að stjórn Örnefnastofnunar verði lögð niður jafnframt því sem valdsvið og hlutverk forstöðumanns verður gert skýrara en í gildandi lögum.

Ástæður þessara breytinga má rekja til nál. nefndar á vegum fjmrn. um ábyrgð, valdsvið og stjórnunarumboð forstöðumanna frá október 2000. Þar kom fram að stjórnsýsluleg staða, hlutverk stjórna og staða forstöðumanna væri oft óskýr og af því leiddi að óljóst væri hver bæri ábyrgð á rekstri viðkomandi stofnunar. Því var lagt til í nál. að stjórnum ríkisstofnana yrði fækkað og þær aðeins nýttar þar sem sérstök ástæða væri til að gera stjórn stofnunar sjálfstæðari en almennar reglur ríkisrekstrarins gæfu tilefni til.

Nefndin leggur til að frv. verði samþykkt óbreytt.

Undir nál. rita Gunnar Birgisson, formaður og framsögumaður, Ólafur Örn Haraldsson, Sigríður Ingvarsdóttir, Kolbrún Halldórsdóttir og Arnbjörg Sveinsdóttir.