Félagamerki

Þriðjudaginn 10. desember 2002, kl. 22:35:07 (2432)

2002-12-10 22:35:07# 128. lþ. 50.28 fundur 346. mál: #A félagamerki# (heildarlög, EES-reglur) frv. 155/2002, Frsm. HjÁ
[prenta uppsett í dálka] 50. fundur, 128. lþ.

[22:35]

Frsm. iðnn. (Hjálmar Árnason):

Herra forseti. Ég mæli fyrir nál. um frv. til laga um félagamerki.

Verði frv. samþykkt leysir það af hólmi lög um almenn gæðamerki sem eru allt frá árinu 1935. Því var talið nauðsynlegt að endurskoða réttarreglur á þessu sviði í heild sinni, m.a. með tilliti til lagasamræmingar sem hefur átt sér stað í Evrópusambandinu.

Eftir að hafa farið yfir umsagnir og hlýtt á gesti komst nefndin að þeirri niðurstöðu að rétt væri að mæla með samþykkt frv., þó með örlítilli breytingu. Nefndin leggur til að tilvísun 2. gr. frv. til refsiákvæða í lögum um vörumerki verði felld niður en þess í stað verði tekið upp sérstakt refsiákvæði í frv. Þetta er gert til að tryggja skýrleika refsiheimildarinnar og refsinæmi.

Nefndin leggur því til að frv. verði samþykkt með breytingum um þetta eins og getið er um á þskj. 623.

Undir nál. rita hv. þm. Hjálmar Árnason, Guðjón Guðmundsson, Ísólfur Gylfi Pálmason, Pétur Blöndal, Kjartan Ólafsson, Bryndís Hlöðversdóttir og Árni Steinar Jóhannsson.