Póstþjónusta

Þriðjudaginn 10. desember 2002, kl. 23:45:03 (2448)

2002-12-10 23:45:03# 128. lþ. 50.21 fundur 257. mál: #A póstþjónusta# (EES-reglur) frv. 136/2002, Frsm. meiri hluta GHall
[prenta uppsett í dálka] 50. fundur, 128. lþ.

[23:45]

Frsm. meiri hluta samgn. (Guðmundur Hallvarðsson):

Herra forseti. Ég vildi aðeins geta þess að mér varð aðeins á. Hér hefur orðið smáprentvilla í nál. meiri hluta samgn. þar sem ártal brenglaðist í prentun. Ég vildi geta þess sérstaklega að í stað 1. janúar 2001 á auðvitað að standa 1. janúar 2003. Þá mundi setningin hljóða svo:

,,Með frumvarpinu er m.a. lagt til að þyngdarmörk og verðmörk bréfa sem falla undir einkarétt ríkisins verði lækkuð í tveimur þrepum. Lagt er til að 1. janúar 2003 lækki þyngdarmörkin úr 250 g í 100 g og verðmörkin úr fimm sinnum lægsta burðargjald í þrisvar sinnum lægsta burðargjald.``

Ég vildi bara taka þetta fram að gefnu tilefni, herra forseti.