Húsnæðismál

Föstudaginn 13. desember 2002, kl. 11:02:41 (2738)

2002-12-13 11:02:41# 128. lþ. 57.7 fundur 370. mál: #A húsnæðismál# (niðurfelling skulda) frv. 163/2002, PHB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 57. fundur, 128. lþ.

[11:02]

Pétur H. Blöndal:

Herra forseti. Ég er á móti því að leiðrétta með lögum fjármálamistök sem ákveðnir einstaklingar hafa gert og gefa jafnframt fordæmi fyrir slíkum leiðréttingum á mistökum annarra vegna jafnræðisreglunnar. Það er ný stefna að láta fólk ekki bera ábyrgð á gerðum sínum.

Þá set ég spurningarmerki við það að Ríkisendurskoðun verði látin gefa umsögn um slíka umsókn því að hver á þá að endurskoða þann gerning? Ég segi nei.