Stjórn fiskveiða

Föstudaginn 13. desember 2002, kl. 11:07:14 (2742)

2002-12-13 11:07:14# 128. lþ. 57.9 fundur 244. mál: #A stjórn fiskveiða# (flutningur aflaheimilda milli ára) frv. 130/2002, SvanJ (um atkvæðagreiðslu)
[prenta uppsett í dálka] 57. fundur, 128. lþ.

[11:07]

Svanfríður Jónasdóttir (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Þetta frv. er fyrst og fremst innlegg í byggðakvótaæfingar hæstv. ríkisstjórnar. Þær æfingar ganga efnislega gegn þeirri stefnu sem Samfylkingin hefur í sjávarútvegsmálum og Samfylkingin hefur ekki tekið ábyrgð á þeim byggðakvótum eða pottum sem ríkisstjórnin bætir nú við ótt og títt. Þó að málið sé fyrst og fremst tæknilegt, herra forseti, lítum við svo á að það sé allt og í heild sinni á ábyrgð ríkisstjórnarinnar og sitjum þess vegna hjá.