Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 41. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 41  —  41. mál.




Frumvarp til laga



um breytingu á lögum nr. 96/1995, um gjald af áfengi og tóbaki.

Flm.: Steingrímur J. Sigfússon, Kolbrún Halldórsdóttir, Þuríður Backman.



1. gr.

    1. málsl. 7. gr. laganna orðast svo: Af innheimtu áfengisgjaldi þeirra sem eru gjaldskyldir skv. 1. mgr. 2. gr. skal 1% renna í Forvarnasjóð. Á tímabilinu 1. nóvember til 31. desember árið 2002 skal þetta hlutfall vera 2% og síðan 4% frá og með 1. janúar árið 2003.

2. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Greinargerð.


    Frumvarp þetta er flutt sem fylgifrumvarp með tillögu til þingsályktunar um eflingu félagslegs forvarnastarfs. Hækkun þess hluta áfengisgjalds sem rennur til Forvarnasjóðs er ætluð til að standa straum af kostnaði við sérstakt átak í þeim efnum. Áætlað er að hækkunin skili um 10 millj. kr. viðbótartekjum á tveimur síðustu mánuðum ársins 2002 og um 180 millj. kr. á ári eftir það. Um frekari rökstuðning vísast í greinargerð með áðurnefndri tillögu til þingsályktunar um eflingu félagslegs forvarnastarfs.