Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 78. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 78  —  78. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðisráðherra um úrræði fyrir ungt hreyfihamlað fólk.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.


     1.      Hvað hyggst ráðherra gera til að leysa vanda ungs fólks sem hefur hlotið varanlegan heilaskaða og mikla hreyfihömlun og þarfnast hjúkrunarrýmis?
     2.      Hvað eru margir í þessum hópi, sbr. 1. lið, hvar eru þeir vistaðir nú og hver eru varanleg úrræði sem þeir þurfa á að halda?
     3.      Telur ráðherra það forsvaranlegt að þetta fólk festist á endurhæfingar- eða öldrunardeildum?
     4.      Hve mikið kostar að leysa vanda þessa fólks með sérhæfðu hjúkrunarheimili og hver er kostnaður nú við vistun þessara einstaklinga?
     5.      Hve margir framangreindra einstaklinga, sbr. 2. lið, eru í umsjá aðstandenda og fá þeir nægjanlega hjúkrunar- og heimilisaðstoð?