Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 252. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 256  —  252. mál.




Fyrirspurn



til samgönguráðherra um fjárhagslega stöðu fyrirtækja í ferðaþjónustu.

Frá Jóni Bjarnasyni.



     1.      Er til yfirlit yfir fjárhagsstöðu fyrirtækja í ferðaþjónustu, þ.m.t. aðila sem bjóða upp á gistingu og afþreyingu fyrir ferðamenn? Ef svo er, hvernig er fjárhagsstaða fyrirtækjanna, sundurliðað eftir landsvæðum og greinum ferðaþjónustunnar?
     2.      Mun ráðherra beita sér fyrir því að gerð verði vönduð úttekt á þessum málum?
     3.      Kemur til greina að ríkisvaldið beiti sér fyrir endurfjármögnun og skuldbreytingum í ferðaþjónustunni til að styrkja atvinnugreinina?