Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 127. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 264  —  127. mál.




Svar



félagsmálaráðherra við fyrirspurn Margrétar Frímannsdóttur um húsaleigu og húsaleigubætur.

     1.      Hver er heildarfjöldi leigjenda skipt eftir kjördæmum,
                  a.      á almennum markaði,
                  b.      á vegum sveitarfélaga,
                  c.      á vegum félagasamtaka?
    Ekki liggja fyrir upplýsingar um heildarfjölda leigjenda eftir kjördæmum. Þau gögn sem ná til heildaryfirlits eru í fórum Hagstofu Íslands og byggjast á húsaleigukönnun í mars 1999. Niðurstöður könnunar Hagstofu eru ekki sundurliðaðar eftir kjördæmum. Í neyslukönnun Hagstofunnar fengust upplýsingar um fjárhæð leigu og stærð leigumarkaðarins 1995. Í húsaleigukönnun Hagstofunnar árið 1999 er talið að hlutfall leigjenda hafi þá verið á bilinu 15–17%. Samkvæmt neyslukönnun Hagstofunnar 1995 var hlutfall leiguíbúða 19%.
    Líklegt er talið að 17% íbúða í Reykjavík séu leiguíbúðir og því lætur nærri að fjöldi þeirra sé rúmlega 7.500 íbúðir. Upplýsingar gefa til kynna að félagslegar leiguíbúðir í Reykjavík séu um 2.900 og því líklegt að almennar leiguíbúðir séu 4.600 talsins. Heildarfjöldi húsaleigubótaþega í Reykjavík í maí 2002 var samtals 2.806. Miðað við þær forsendur fá rúmlega 37% leigjenda í Reykjavík húsaleigubætur.
    Helstu niðurstöður úr könnun Hagstofunnar 1999 eru m.a.:
–    Tæplega 50% leigjenda leigðu hjá einkaaðilum, þriðjungur hjá opinberum aðilum og félagasamtökum og 15% hjá skyldmönnum eða vinafólki.
–    Samkvæmt húsaleigukönnuninni búa 66% leigjenda á höfuðborgarsvæðinu og 34% utan höfuðborgarsvæðisins. Leigjendur í kaupstöðum utan höfuðborgarsvæðisins eru 18% en í dreifbýli 16%. Íbúar á höfuðborgarsvæðinu eru samkvæmt þjóðskrá 1. desember 1998 um 61% af öllum íbúum landsins en 39% búa annars staðar. Hlutfall leigjenda á höfuðborgarsvæðinu er því heldur hærra en hlutfall íbúa á svæðinu í heild.
–    Nokkur munur var á eigendum leiguhúsnæðis á höfuðborgarsvæði og í öðrum landshlutum. Á höfuðborgarsvæðinu eru 55% íbúða á leigumarkaði í eigu einkaaðila en samsvarandi hlutfall úti á landi voru 39%. Íbúðir í eigu opinberra aðila og félagasamtaka voru hlutfallslega fleiri úti á landi (46%) en á höfuðborgarsvæðinu (23%).
–    Húsaleigubætur voru greiddar til 27% þeirra sem tóku þátt í könnuninni og námu að meðaltali 10.415 kr. á mánuði fyrir skatta.

     2.      Hve margir leigjendur fengu greiddar húsaleigubætur á árinu 2001 og það sem af er 2002, sundurliðað eftir kjördæmum og stærð húsnæðis, og hverjar eru meðaltekjur leigjenda sem fá húsaleigubætur,
                  a.      á almennum markaði,
                  b.      á vegum sveitarfélaga,
                  c.      á vegum félagasamtaka?
    Samráðsnefnd ríkis og sveitarfélaga um húsaleigubætur safnar árlega með sérstakri könnun í maímánuði upplýsingum frá sveitarfélögum um leigjendur sem fá greiddar húsaleigubætur. Meðfylgjandi eru upplýsingar úr könnunum samráðsnefndarinnar árin 2001 og 2002. Ekki er mögulegt að svara öllum liðum fyrirspurnarinnar.

Tafla 2.1    Fjöldi húsaleigubótaþega á almennum markaði og í félagslegum leiguíbúðum sundurliðað eftir kjördæmum í maí 2001.
Almennar íbúðir Félagslegar íbúðir     
Kjördæmi Bótaþegar % Bótaþegar % Samtals %
Reykjavík 1.368 56 880 41 2.248 49
Reykjanes 338 14 477 22 815 18
Vesturland 76 3 88 4 164 4
Vestfirðir 56 2 90 4 146 3
Norðurland vestra 74 3 125 6 199 4
Norðurland eystra 319 13 226 10 545 12
Austurland 91 4 130 6 221 5
Suðurland 119 5 154 7 273 6
Samtals 2.441 100,0 2.170 100,0 4.611 100,0


Tafla 2.2    Fjöldi húsaleigubótaþega á almennum markaði og í félagslegum leiguíbúðum sundurliðað eftir kjördæmum í maí 2002.
Almennar íbúðir      Félagslegar íbúðir
Kjördæmi Bótaþegar % Bótaþegar % Samtals %
Reykjavík 1.768 53 1.038 39 2.806 47
Reykjanes 449 15 608 22 1.057 18
Vesturland 111 3 122 5 233 4
Vestfirðir 77 2 146 5 223 4
Norðurland vestra 86 3 179 7 265 4
Norðurland eystra 445 13 273 10 718 12
Austurland 144 4 159 6 303 5
Suðurland 229 7 160 6 389 6
Samtals 3.309 100,0 2.685 100,0 5.994 100,0


Tafla 2.3    Skipting bótaþega eftir stærð húsnæðis í maí 2001 og í maí 2002.
2001 2002
Samtals bótaþegar % Samtals bótaþegar %
1 herbergi engar upplýsingar 844 14
2 herbergi 1.834 46 2.529 43
3 herbergi 1.375 34 1.658 28
4 herbergi 635 16 733 13
5 herbergi 131 3 103 2
6 herbergi 15 0 20 0
Samtals 3.990 100,0 5.887 100,0


Tafla 2.4    Skipting bótaþega árið 2001 í almennum og félagslegum íbúðum eftir tekjum heimilis.
Almennar íbúðir Félagslegar íbúði r Íbúðir samtals
Árstekjur heimilis Bótaþegar % Bótaþegar % Bótaþegar %
Minna en 800 þús. kr. 836 35 757 34 1.593 35
800–1.100 þús. kr. 366 15 439 20 805 18
1.100– 1.400 þús. kr. 244 10 293 13 537 12
1.400– 1.700 þús. kr. 447 19 321 15 768 17
1.700– 2.000 þús. kr. 166 7 131 6 297 6
2.000– 2.300 þús. kr. 173 7 103 5 276 6
2.300– 2.600 þús. kr. 75 3 61 3 136 3
Meira en 2.600 þús. kr. 80 3 80 4 160 3
Samtals 2.387 100,0 2.185 100,0 4.572 100,0


Tafla 2.5    Skipting bótaþega árið 2002 í almennum og félagslegum íbúðum eftir tekjum heimilis.
Almennar íbúðir Félagslegar íbúðir Íbúðir samtals
Árstekjur heimilis Bótaþegar % Bótaþegar % Bótaþegar %
Minna en 800 þús. kr. 1.151 36 859 32 2.010 34
800–1.100 þús. kr. 477 15 470 17 947 16
1.100– 1.400 þús. kr. 349 11 427 16 776 13
1.400– 1.700 þús. kr. 466 14 358 13 824 14
1.700– 2.000 þús. kr. 242 7 215 8 457 8
2.000– 2.300 þús. kr. 276 9 140 5 416 7
2.300– 2.600 þús. kr. 123 4 83 3 206 3
Meira en 2.600 þús. kr. 145 4 141 5 286 5
Samtals 3.228 100,0 2.693 100,0 5.922 100,0


     3.      Hvert er meðaltal greiddrar húsaleigu fyrir tveggja til fimm herbergja íbúðir í tíu stærstu sveitarfélögum landsins,
                  a.      á almennum markaði,
                  b.      á vegum sveitarfélaga,
                  c.      á vegum félagasamtaka?

    Meðfylgjandi upplýsingar um leigugreiðslur ná aðeins til þeirra leigjenda sem fá húsaleigubætur. Samráðsnefndin hefur áætlað að um þriðjungur leigjenda fái húsaleigubætur. Könnun Hagstofunnar 1999 gaf til kynna að hlutfallið væri 27% en áætlað er að hlutfallið í Reykjavík árið 2002 sé um 37%. Fyrirliggjandi gögn gefa ekki kost á að sundurliða leigugreiðslur eftir almennum leiguíbúðum og félagslegum leiguíbúðum. Tölur um leiguverð eru því meðaltal leigu þeirra leigjenda sem fá húsaleigubætur.

Tafla 3.1    Meðalleiga árið 2001, kr.
1 herb. 2 herb. 3 herb. 4 herb. 5 herb. 6 herb.
Reykjavík engar upplýsingar 32.110 38.611 45.357 46.499 51.812
Kópavogsbær engar upplýsingar 17.359 29.622 36.438 37.550 51.950
Seltjarnarnes engar upplýsingar 36.027 39.377 49.596 0 0
Garðabær engar upplýsingar 39.120 43.089 44.255 85.000 0
Hafnarfjörður engar upplýsingar 36.000 46.000 42.000 55.000 0
Mosfellsbær engar upplýsingar 40.822 40.289 38.000 0 0
Reykjanesbær engar upplýsingar 27.926 31.950 35.350 36.526 0
Akraneskaupstaður engar upplýsingar 24.927 29.790 35.165 28.312 0
Akureyrarkaupstaður engar upplýsingar 31.014 31.432 34.185 43.728 0
Vestmannaeyjabær engar upplýsingar 20.762 30.424 41.083 0 42.000
Sveitarfélagið Árborg engar upplýsingar 27.822 29.857 34.980 0 0


Tafla 3.1    Meðalleiga árið 2002, kr.
1 herb. 2 herb. 3 herb. 4 herb. 5 herb. 6 herb.
Reykjavík 23.179 34.760 43.616 50.481 46.363 53.177
Kópavogsbær 29.080 36.497 44.187 47.195 67.775 0
Seltjarnarnes 28.130 37.854 43.790 56.330 0 0
Garðabær 22.000 42.000 47.000 49.000 47.000 0
Hafnarfjörður 0 32.444 40.981 47.440 46.858 57.988
Mosfellsbær 0 33.774 36.727 46.959 51.010 0
Reykjanesbær 24.000 29.000 38.000 42.000 40.000 48.000
Akraneskaupstaður 0 35.070 36.763 46.971 17.468 0
Akureyrarkaupstaður 22.450 29.875 35.351 42.115 48.236 54.000
Vestmannaeyjabær 19.858 23.261 33.877 37.273 0 47.000
Sveitarfélagið Árborg 26.283 32.578 37.011 40.630 39.236 0


     4.      Hefur ráðherra látið kanna sérstaklega í hve miklum mæli svokallaðar „svartar greiðslur“ tíðkast á leigumarkaði? Ef svo er, hver er niðurstaða þeirrar könnunar? Ef ekki, mun ráðherra beita sér fyrir því að hún verði gerð og þá hvenær?
    Félagsmálaráðherra hefur ekki látið kanna „svartar greiðslur“ á leigumarkaði enda mun mjög torvelt að fá áreiðanlegar niðurstöður.