Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 308. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 333  —  308. mál.




Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um tekjutengingu barnabóta.

Frá Páli Magnússyni.



    Hyggst ríkisstjórnin taka upp barnakort, ótekjutengdar barnabætur, fyrir eldri börn en sjö ára, sbr. það markmið í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 28. maí 1999 að dregið verði úr tekjutengingu í barnabótakerfinu, t.d. með útgáfu sérstakra barnakorta eða öðrum sambærilegum aðgerðum?


Skriflegt svar óskast.