Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 337. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 367  —  337. mál.
Frumvarp til lagaum úrvinnslugjald.

(Lagt fyrir Alþingi á 128. löggjafarþingi 2002–2003.)I. KAFLI
Markmið og skilgreiningar.
1. gr.
Markmið.

    Markmið laga þessara er að skapa hagræn skilyrði fyrir endurnotkun og endurnýtingu úrgangs í þeim tilgangi að draga úr magni úrgangs sem fer til endanlegrar förgunar og tryggja viðeigandi förgun spilliefna.

2. gr.


Skilgreiningar.


     Í lögum þessum er merking orða og orðasambanda sem hér segir:
     1.      Endurnotkun: endurtekin notkun úrgangs í óbreyttri mynd.
     2.      Endurnýting: hvers konar nýting úrgangs, önnur en endurnotkun, þ.m.t. endurvinnsla og orkuvinnsla.
     3.      Endurnýtingarstöð: staður og aðstaða þar sem endurnýting úrgangs fer fram.
     4.      Förgun úrgangs: aðgerð eða ferli þegar úrgangi er umbreytt og/eða komið fyrir varanlega, svo sem urðun og sorpbrennsla.
     5.      Móttökustöð: staður og aðstaða þar sem tekið er við úrgangi til geymslu til lengri eða skemmri tíma, til umhleðslu, flokkunar eða annarrar meðhöndlunar. Þaðan fer úrgangurinn til förgunar, endurnýtingar, endurnotkunar eða honum er fargað á staðnum. Undir móttökustöð falla flokkunarmiðstöðvar og förgunarstaðir.
     6.      Söfnunarstöð (gámastöð): staður og aðstaða þar sem tekið er við úrgangi frá almenningi og/eða smærri fyrirtækjum. Þaðan fer hann til endurnotkunar og endurnýtingar eða er fluttur til móttökustöðva.
     7.      Úrgangur: hvers kyns efni eða hlutir sem einstaklingar eða lögaðilar ákveða að losa sig við eða er gert að losa sig við á tiltekinn hátt og falla undir lög þessi.
     8.      Úrvinnsla úrgangs: söfnun, geymsla, böggun, flokkun, flutningur, endurnotkun, endurnýting, pökkun og förgun úrgangs.

II. KAFLI
Úrvinnslugjald og ráðstöfun þess.
3. gr.
Almennt um gjaldtöku.

    Til að stuðla að úrvinnslu úrgangs skal leggja úrvinnslugjald á vörur, eftir því sem nánar er kveðið á um í lögum þessum. Leggja skal úrvinnslugjald á vörur hvort sem þær eru fluttar inn til landsins eða framleiddar hér á landi.
    Úrvinnslugjald skal standa undir kostnaði við meðferð flokkaðs úrgangs á söfnunarstöð, flutning hans frá söfnunarstöð til móttökustöðvar eða endurnýtingarstöðvar enda hafi verið greitt úrvinnslugjald af vörunum. Þá skal gjaldið standa undir endurnýtingu úrgangsins og förgun hans eftir því sem við á. Jafnframt skal gjaldið standa undir kostnaði við förgun þess úrgangs sem blandast hefur vöru sem greitt hefur verið úrvinnslugjald af, enda sé blöndunin hluti af eðlilegri notkun vörunnar. Úrvinnslugjald skal standa undir kostnaði vegna greiðslu skilagjalda og vegna starfsemi Úrvinnslusjóðs.

4. gr.
Fjárhæð úrvinnslugjalds.

    Fjárhæð úrvinnslugjalds skal taka mið af áætlun um kostnað við úrvinnslu úrgangs, sbr. 2. mgr. 3. gr. Vöruflokkum skal skipt í uppgjörsflokka og skal tekjum hvers uppgjörsflokks eingöngu varið til að mæta gjöldum þess flokks. Hver uppgjörsflokkur er fjárhagslega sjálfstæður.
    Umhverfisráðherra leggur að fenginni tillögu stjórnar Úrvinnslusjóðs fram tillögu til fjármálaráðherra um breytingar á fjárhæðum úrvinnslugjalds, álagningu skilagjalds og nýjar gjaldskyldar vörur eftir því sem við á. Fjármálaráðherra flytur frumvarp á Alþingi um fjárhæðir úrvinnslugjalds og skilagjalds.
    

5. gr.
Úrvinnslugjald á ökutæki.

    Skráður eigandi gjaldskylds ökutækis skal á hverju gjaldtímabili greiða úrvinnslugjald að fjárhæð 520 kr. fyrir hvert gjaldskylt ökutæki sitt skv. 2. mgr. 1. gr. laga nr. 39/1988, um bifreiðagjald. Gjalddagar úrvinnslugjalds á ökutæki eru 1. janúar ár hvert vegna gjaldtímabilsins 1. janúar–30. júní og 1. júlí ár hvert vegna gjaldtímabilsins 1. júlí–31. desember. Gjaldið skal innheimt með bifreiðagjaldi og fer um greiðsluskyldu, gjalddaga, eindaga, álagningu, innheimtu gjaldsins og kæruheimild samkvæmt lögum um bifreiðagjald.
    Bifreiðar sem eru undanþegnar bifreiðagjaldi skv. 4. gr. laga um bifreiðagjald eru gjaldskyldar samkvæmt lögum þessum. Gjaldskylda fellur niður þegar liðin eru 15 ár frá skráningu ökutækis hér á landi.
    

6. gr.
Skilagjald á ökutæki.

    Endurgreiða skal skilagjald, 10.000 kr., hverjum þeim sem afhendir gjaldskylt ökutæki til móttökustöðvar til endanlegrar endurnýtingar eða förgunar, enda hafi ökutækið verið afskráð og úrvinnslugjald greitt a.m.k. einu sinni af viðkomandi ökutæki.
    Umhverfisráðherra setur í reglugerð ákvæði um fyrirkomulag greiðslu til móttökustöðvar.


7. gr.
Skilagjald á drykkjarvöruumbúðir.

    Endurgreiða skal neytendum skilagjaldshluta úrvinnslugjalds, 9 kr. með virðisaukaskatti á hverja umbúðaeiningu, sbr. viðauka III, við móttöku á notuðum úrvinnslugjaldsskyldum drykkjarvöruumbúðum.

8. gr.
Úrvinnslugjald á aðrar vörur.

    Úrvinnslugjald skal leggja á eftirtalda vöruflokka, eins og nánar er kveðið á um í viðaukum með lögum þessum:
     1.      Umbúðir: heyrúlluplast, sbr. viðauka I, samsettar pappaumbúðir fyrir drykkjarvörur, sbr. viðauka II, einnota drykkjarvöruumbúðir með skilagjaldi úr áli, stáli, gleri og plastefnum, sbr. viðauka III.
     2.      Olíuvörur: sbr. viðauka IV.
     3.      Lífræn leysiefni og klórbundin efnasambönd: lífræn leysiefni, sbr. viðauka V, halógeneruð efnasambönd, sbr. viðauka VI, ísósýanöt og pólýúretön, sbr. viðauka VII .
     4.      Málning og litarefni: málning, sbr. viðauka VIII, prentlitir, sbr. viðauka IX.
     5.      Rafhlöður og rafgeymar: rafhlöður og rafgeymar aðrir en blýsýrurafgeymar, sbr. viðauka X, blýsýrurafgeymar, sbr. viðauka XI.
     6.      Vörur í ljósmyndaiðnaði: sbr. viðauka XII.
     7.      Kvikasilfursvörur: sbr. viðauka XIII.
     8.      Varnarefni: sbr. viðauka XIV.
     9.      Kælimiðlar: sbr. viðauka XV.
     10.      Hjólbarðar: sbr. viðauka XVI.
    Við flokkun til gjaldskyldu samkvæmt lögum þessum skal fylgt flokkunarreglum tollalaga.
    Fyrirtækjum og atvinnugreinum er heimilt að semja sín á milli um ráðstafanir til að tryggja úrvinnslu úrgangs vegna svartolíu enda þjóni það markmiðum laganna. Svartolía er þá undanþegin gjaldtöku samkvæmt lögum þessum, enda hefur stjórn Úrvinnslusjóðs staðfest samninginn, sbr. 3. mgr. 17. gr., og tilkynnt það tollstjóra.
    

III. KAFLI
Gjaldskyldir aðilar, álagning gjalds, uppgjörstímabil, gjalddagar,
skýrslur, álag, dráttarvextir, kæruheimild og kærufrestur.

9. gr.
Gjaldskyldir aðilar.
    

    Skylda til að greiða úrvinnslugjald samkvæmt lögum þessum, sbr. þó 5. gr., hvílir á eftirtöldum aðilum:
1.    Öllum sem flytja til landsins gjaldskyldar vörur samkvæmt lögum þessum til endursölu og eru skráðir á vörugjaldsskrá, sbr. 2. mgr. 4. gr. laga nr. 97/1987, um vörugjald, með síðari breytingum.
2.    Öllum sem flytja til landsins gjaldskyldar vörur samkvæmt lögum þessum til eigin nota.
3.    Öllum sem framleiða gjaldskyldar vörur samkvæmt lögum þessum innan lands.
    Gjaldskyldan tekur til allra framleiðenda og innflytjenda, svo sem einstaklinga, félaga, sjóða og stofnana, sveitarfélaga og stofnana þeirra, ríkissjóðs, ríkisstofnana, erlendra verktaka og annarra aðila sem flytja inn eða framleiða umræddar vörur.
    Aðilar sem eru gjaldskyldir skv. 1. mgr., aðrir en þeir sem flytja vörur til landsins til eigin nota, skulu ótilkvaddir og eigi síðar en 15 dögum áður en vörugjaldsskyld starfsemi hefst tilkynna atvinnurekstur sinn eða starfsemi til skráningar hjá skattstjóra þar sem aðili hefur lögheimili. Breytingar sem verða á starfsemi eftir að skráning hefur farið fram skal tilkynna skattstjóra eigi síðar en 15 dögum eftir að breyting varð.
    Að svo miklu leyti sem ekki er á annan veg kveðið á um í lögum þessum skulu ákvæði laga nr. 97/1987, um vörugjald, eiga við um álagningu, innheimtu, tilkynningarskyldu, kærur, eftirlit og aðra framkvæmd gjaldtöku samkvæmt lögum þessum.

10. gr.
Álagning gjalds.
    

    Tollstjórar skulu annast álagningu og innheimtu gjalds af gjaldskyldum innfluttum vörum og skal það innheimt með aðflutningsgjöldum. Skattstjórar annast álagningu gjalds vegna innlendrar framleiðslu sem tollstjórar innheimta. Fjármálaráðherra getur ákveðið að fela einstökum skattstjórum að annast eftirlit, framkvæmd og álagningu gjalds í öðrum skattumdæmum. Ríkisskattstjóri annast álagningu úrvinnslugjalds af ökutækjum.
         

11. gr.
Uppgjörstímabil, gjalddagar og greiðslufrestur.
    

    Hvert uppgjörstímabil vegna innlendrar framleiðslu á gjaldskyldum vörum, sbr. 3. tölul. 1. mgr. 9. gr., er tveir mánuðir, janúar og febrúar, mars og apríl, maí og júní, júlí og ágúst, september og október, nóvember og desember. Gjalddagi hvers uppgjörstímabils er 28. dagur annars mánaðar eftir lok þess.
    Innlendir framleiðendur skulu eigi síðar en á gjalddaga hvers uppgjörstímabils ótilkvaddir greiða innheimtumanni ríkissjóðs úrvinnslugjald af gjaldskyldum vörum sem voru seldar eða afhentar á tímabilinu.
    Hvert uppgjörstímabil vegna innfluttrar vöru, sbr. 1. tölul. 1. mgr. 9. gr., er tveir mánuðir eins og tilgreint er í 1. mgr. Gjalddagi hvers tímabils er 28. dagur annars mánaðar eftir lok þess.
    Innflytjendur sem flytja vörur til landsins til endursölu skulu eigi síðar en á gjalddaga hvers uppgjörstímabils ótilkvaddir greiða innheimtumanni ríkissjóðs úrvinnslugjald af gjaldskyldum vörum sem voru tollafgreiddar á uppgjörstímabilinu.
    Innflytjendur sem flytja gjaldskylda vöru til landsins til eigin nota, sbr. 2. tölul. 1. mgr. 9. gr., skulu greiða úrvinnslugjald við tollafgreiðslu.
    Beri gjalddaga upp á helgidag eða almennan frídag færist gjalddagi á næsta virkan dag á eftir.
    Um greiðslufrest úrvinnslugjalds vegna innfluttrar vöru fer samkvæmt reglugerð nr. 390/1999, um greiðslufrest á aðflutningsgjöldum, með síðari breytingum.

12. gr.
Skýrslur, álag og dráttarvextir.

    Gjaldskyldir aðilar skv. 1. og 3. tölul. 1. mgr. 9. gr. skulu eigi síðar en á gjalddaga hvers uppgjörstímabils skila skýrslu í því formi sem ríkisskattstjóri ákveður vegna vara sem greiða ber gjald af á uppgjörstímabilinu. Skattstjóri skal áætla gjald af viðskiptum þeirra aðila sem skila ekki skýrslu innan tilskilins tíma, senda enga skýrslu eða ef skýrslu eða fylgigögnum er ábótavant. Skattstjóri skal tilkynna innheimtumanni og gjaldskyldum aðila um áætlanir og leiðréttingar sem gerðar hafa verið. Um málsmeðferð fer eftir ákvæðum laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt.
    Sé gjald ekki greitt á tilskildum tíma skal gjaldskyldur aðili sæta álagi til viðbótar því gjaldi sem honum ber að standa skil á. Sama gildir ef skýrslu hefur ekki verið skilað eða henni er ábótavant og gjald því áætlað, nema aðili hafi greitt fyrir gjalddaga gjaldsins upphæð er til áætlunar svarar eða gefið fyrir lok kærufrests fullnægjandi skýringu á vafaatriðum. Álag skal vera 1% af þeirri upphæð sem vangreidd er fyrir hvern byrjaðan dag eftir gjalddaga, þó ekki hærra en 10%.
    Sé gjald ekki greitt innan mánaðar frá gjalddaga skal gjaldandi greiða dráttarvexti af því sem gjaldfallið er. Um ákvörðun og útreikning dráttarvaxta fer eftir lögum um vexti og verðtryggingu, nr. 38/2001.


13. gr.
Kæruheimild og kærufrestur.

    Heimilt er að kæra álagningu gjalds innan 30 daga frá gjalddaga gjaldsins. Kæru skal beint til þess tollstjóra eða þess skattstjóra sem annaðist álagningu gjaldsins. Álagning úrvinnslugjalds af ökutækjum er kæranleg til ríkisskattstjóra. Kæru skal fylgja skriflegur rökstuðningur. Innsend fullnægjandi skýrsla skal tekin sem kæra þegar um er að ræða áætlanir skv. 12. gr. Tollstjóri, skattstjóri eða ríkisskattstjóri skal kveða upp skriflegan rökstuddan úrskurð um kæruna og tilkynna hana í ábyrgðarbréfi innan 30 daga frá lokum kærufrests.
    Gjaldskyldur aðili og tollstjórinn í Reykjavík geta skotið úrskurði tollstjóra skv. 1. mgr. til ríkistollanefndar sem kveður upp fullnaðarúrskurð. Um kærufresti og málsmeðferð fer eftir ákvæðum 101. gr. tollalaga, nr. 55/1987.
    Gjaldskyldur aðili og ríkisskattstjóri geta skotið úrskurði skattstjóra skv. 1. mgr. til yfirskattanefndar sem kveður upp fullnaðarúrskurð. Um kærufresti og málsmeðferð fer eftir ákvæðum laga nr. 30/1992, um yfirskattanefnd.

IV. KAFLI
Úrvinnslusjóður.
14. gr.
Framkvæmd.
    

    Úrvinnslusjóður er stofnun í eigu ríkisins og heyrir undir umhverfisráðherra. Úrvinnslusjóður fer með framkvæmd laga þessara og er ráðherra til ráðgjafar um mál þau sem undir lögin falla.

15. gr.
Hlutverk Úrvinnslusjóðs.

    Úrvinnslusjóður sér um umsýslu úrvinnslugjalds og ráðstöfun þess.
    Úrvinnslusjóður skal með hagrænum hvötum koma upp skilvirku fyrirkomulagi á úrvinnslu úrgangs sem er tilkominn vegna vara sem falla undir lög þessi. Úrvinnslusjóður skal leitast við að skapa sem hagkvæmust skilyrði til úrvinnslu úrgangs. Úrvinnslusjóður semur við aðila um úrvinnslu úrgangs á grundvelli útboða eða verksamninga eftir því sem við á.
    Sé gjaldskyld vara eða úrgangur af henni sannanlega flutt úr landi og kemur ekki til úrvinnslu hér á landi skal Úrvinnslusjóður hlutast til um að endurgreiða útflytjanda úrvinnslugjaldið samkvæmt nánari ákvörðun í reglugerð. Þá er Úrvinnslusjóði heimilt að semja við rekstraraðila um endurgreiðslu úrvinnslugjalds vegna endurnýtingar á eigin úrgangi rekstraraðila samkvæmt nánari ákvörðun í reglugerð.
    Úrvinnslusjóður skal ár hvert gera skýrslu um innheimtu og ráðstöfun úrvinnslugjalds eftir uppgjörsflokkum, svo og um magn og skilahlutfall gjaldskyldrar vöru og úrvinnslu hennar. Auk þess geri Úrvinnslusjóður ár hvert fjárhagsáætlun fyrir næsta ár þar á eftir með hliðsjón af áætlun um magn gjaldskyldrar vöru á markaði, flokkaðs úrgangs sem safnast og kostnaði við úrvinnslu hans á grundvelli útreikninga, útboða og verksamninga.
    Úrvinnslusjóður skal hafa samráð við hlutaðeigandi aðila um atriði er þá varða.

16. gr.
Stjórn Úrvinnslusjóðs.
    

    Umhverfisráðherra skipar fimm manna stjórn Úrvinnslusjóðs til fjögurra ára í senn. Umhverfisráðherra skipar formann stjórnar án tilnefningar, en fjórir meðstjórnendur skulu skipaðir að fenginni tilnefningu frá eftirtöldum aðilum: einn eftir sameiginlegri tilnefningu Samtaka fiskvinnslustöðva og Landssambands íslenskra útvegsmanna, einn frá Samtökum iðnaðarins, einn frá SVÞ – Samtökum verslunar og þjónustu og einn frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Varaformaður sem skipaður er af ráðherra, eftir tilnefningu stjórnar, skal koma úr hópi stjórnarmanna.
    Þóknun til stjórnarmanna greiðist úr Úrvinnslusjóði og skal ákveðin af umhverfisráðherra.
    

17. gr.
Hlutverk stjórnar Úrvinnslusjóðs.

    Stjórn Úrvinnslusjóðs hefur yfirumsjón með starfsemi hans í samræmi við lög þessi og reglugerðir settar samkvæmt þeim og er umhverfisráðherra til ráðgjafar við framkvæmd laga þessara.
    Stjórnin hefur það hlutverk að móta stefnu um starfsemi sjóðsins, svo sem um helstu áherslur, verkefni og starfshætti hans, og leggur fyrir ráðherra til staðfestingar.
    Stjórnin staðfestir skýrslur og áætlanir skv. 15. gr. og hefur eftirlit með því að þær séu gerðar og leggur þær fyrir ráðherra fyrir 1. júní ár hvert. Þá staðfestir stjórnin einnig samninga skv. 3. mgr. 8. gr., að fenginni umsögn Umhverfisstofnunar.
    Stjórnin skal eftir því sem við á leggja fram tillögu til umhverfisráðherra um breytingar á fjárhæð úrvinnslugjalds, nýjar gjaldskyldar vörur og fjárhæð úrvinnslugjalds á þær. Telji stjórnin þörf á að leggja skilagjald á vöru til að ná fram auknum skilum hennar skal hún jafnframt leggja fram tillögu um það til ráðherra og fjárhæð þess. Við gerð tillögu að nýjum gjaldskyldum vörum og undanþágu frá gjaldskyldu skal stjórnin taka mið af skuldbindingum og stefnumörkun stjórnvalda í úrgangsmálum.

18. gr.
Umsjón með daglegum rekstri Úrvinnslusjóðs.

    Stjórn Úrvinnslusjóðs ræður framkvæmdastjóra Úrvinnslusjóðs. Framkvæmdastjóri annast daglegan rekstur sjóðsins og ber ábyrgð á fjárreiðum hans og reikningshaldi gagnvart stjórn. Framkvæmdastjóri ræður annað starfsfólk Úrvinnslusjóðs.

19. gr.
Rekstur Úrvinnslusjóðs.

    Tekjur af úrvinnslugjaldi samkvæmt lögum þessum skulu renna óskiptar til Úrvinnslusjóðs að undanþegnu umsýslugjaldi til ríkissjóðs sem nemur 0,5% af þeim tekjum.
    Skorti Úrvinnslusjóð reiðufé til að standa við skuldbindingar sínar samkvæmt lögum þessum skal stjórn sjóðsins þegar tilkynna það ráðherra. Ríkissjóður skal gæta þess að sjóðurinn hafi nægilegt laust fé til ráðstöfunar til að standa við skuldbindingar sínar.

V. KAFLI
Ýmis ákvæði.
20. gr.
Viðurlög.

    Um viðurlög skulu gilda, eftir því sem við getur átt, ákvæði tollalaga, nr. 55/1987, um innfluttar vörur og laga um virðisaukaskatt, nr. 50/1988, um innlendar framleiðsluvörur.


21. gr.
Reglugerðarheimildir.

    Umhverfisráðherra setur reglugerð um framkvæmd laga þessara.
    Ráðherra skal að fengnum tillögum Úrvinnslusjóðs setja reglugerð um nauðsynlegan frágang úrgangs í hverjum uppgjörsflokki við móttöku í móttökustöð.
    

22. gr.
Gildistaka.

    Lög þessi skulu öðlast gildi 1. janúar 2003. Frá sama tíma falla úr gildi lög nr. 56/1996, um spilliefnagjald, með síðari breytingum.
    Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. skal móttaka á flokkuðum úrgangi, sem til er kominn vegna vara sem bera úrvinnslugjald, hefjast 1. apríl 2003 vegna vöru sem fellur undir viðauka II, X og XVI, 1. júlí 2003 vegna ökutækja, sbr. 5. gr., og eigi síðar en 1. janúar 2004 vegna vöru sem fellur undir viðauka I. Endurgreiðsla skilagjalds á ökutæki, sbr. 6. gr. skal hefjast 1. júlí 2003.
    

Ákvæði til bráðabirgða.
I.

    Úrvinnslusjóður skal taka við öllum sjóðum og skuldbindingum spilliefnanefndar sem stofnast hafa fyrir gildistöku laga þessara.

II.

    Ákvæði 7. gr. og 1. tölul. 8. gr., sbr. viðauka III, skulu koma til framkvæmda 1. janúar 2008. Frá sama tíma falla úr gildi lög nr. 52/1989, um ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur, með síðari breytingum.
    Úrvinnslusjóði er þó heimilt að undirbúa samning við Endurvinnsluna hf. um að ákvæði 1. mgr. komi til framkvæmda fyrir 1. janúar 2008.
    

III.

    Leggja skal úrvinnslugjald á pappírs-, pappa- og plastumbúðir frá 1. janúar 2004.

Viðauki I.

Heyrúlluplast.


    Á heyrúlluplast sem flokkast undir neðangreind tollskrárnúmer skal leggja úrvinnslugjald sem hér segir:
    Úr 39. kafla tollskrárinnar:
     3920.1003     – – Marglaga, kóextrúderuð, lituð filma (heyrúlluplast)     25,00 kr./kg


Viðauki II.

Samsettar pappaumbúðir fyrir drykkjarvörur.


    Á samsettar pappaumbúðir sem flokkast undir neðangreind tollskrárnúmer skal leggja úrvinnslugjald sem hér segir:
    Úr 4., 20., 22. og 48. kafla tollskrárinnar:
Úr 0401           Mjólk og rjómi, þó ekki kjarnað eða með viðbættum sykri eða öðru sætiefni:
    0401.1000     –     Með fituinnihaldi sem er ekki meira en 1% miðað við þyngd     0,56 kr./kg
    0401.2000     –     Með fituinnihaldi sem er meira en 1% en ekki meira en 6% miðað
             við þyngd     0,56 kr./kg
    0401.3000     –     Með fituinnihaldi sem er meira en 6% miðað við þyngd     0,70 kr./kg
Úr 0403          Áfir, hleypt úr mjólk og rjómi, jógúrt, kefir og önnur gerjuð eða sýrð mjólk og rjómi, einnig kjarnað eða með viðbættum sykri eða öðru sætiefni, eða bragðbætt eða með ávöxtum, hnetum eða kakói:
         –    Annað:
         –     –     Drykkjarvara:
    0403.9021     –     –     –     Kakóblönduð     0,77 kr./kg
    0403.9022     –     –     –     Blönduð með ávöxtum eða hnetum     0,73 kr./kg
    0403.9022     –     –     –     Önnur     0,73 kr./kg
Úr 0404          Mysa, einnig kjörnuð eða með viðbættum sykri eða öðru sætiefni; vörur úr náttúrulegum efnisþáttum mjólkur, einnig með viðbættum sykri eða öðru sætiefni, ót.a.:
    0404.1000     –    Mysa og umbreytt mysa, einnig kjörnuð eða með viðbættum sykri
            eða öðru sætiefni     0,59 kr./kg
    0404.9000     –     Annað          0,73 kr./kg
Úr 2009          Ávaxtasafi (þar með talið þrúguþykkni) og matjurtasafi, ógerjaður og án viðbætts áfengis, einnig með viðbættum sykri eða öðru sætiefni:
         –     Appelsínusafi:
    2009.1129     –     –     –     –     Önnur     0,73 kr./kg
    2009.1229     –     –     –     –     Önnur     0,73 kr./kg
    2009.1929     –     –     –     –     Önnur     0,73 kr./kg          –     Greipaldinsafi:
    2009.2129     
    2929     –     –     Önnur     0,73 kr./kg
         –     Safi úr hvers konar öðrum sítrusávöxtum:
    2009.3129          
    3929     –     –     Önnur     0,73 kr./kg
         –     Ananassafi:
    2009.4129          
    4929     –     –     Önnur     0,73 kr./kg
         –     Tómatsafi:
    2009.5029     –     –     Önnur     0,73 kr./kg
         –     Þrúgusafi (þar með talið þrúguþykkni):
    2009.6129
    6929     –     –     Önnur     0,73 kr./kg
         –     Eplasafi:
    2009.7129
    7929     –     –     Önnur      0,73 kr./kg
         –     Safi úr hvers konar öðrum ávöxtum eða matjurtum:
    2009.8029     –    –     Önnur      0,73 kr./kg
         –     Safablöndur:
    2009.9029     –     –     Önnur      0,73 kr./kg
Úr 2201          Vatn, þar með talið náttúrulegt og gerviölkelduvatn og loftblandað vatn, ekki með viðbættum sykri eða öðru sætuefni eða bragðbætt; ís og sjór:
    2201.1019     –     –     Annars     0,59 kr./kg
    2201.9019     –     –     –     Annars     0,59 kr./kg
    2201.9029     –     –     –     Annars     0,59 kr./kg
Úr 2202          Vatn, þar með talið ölkelduvatn og loftblandað vatn, með viðbættum sykri eða öðru sætuefni eða bragðbætt, og aðrar óáfengar drykkjarvörur, þó ekki ávaxtasafar eða matjurtasafar í nr. 2009:
         –     Annað:
         –     –    Úr mjólkurafurðum og öðrum efnisþáttum, enda séu mjólkurafurðir 75% eða meira af þyngd vörunnar án umbúða:
    2202.9011     –     –     –     Í pappaumbúðum     0,59 kr./kg
    2202.9019     –     –     –     Annars     0,59 kr./kg
         –     –     Annars:
    2202.9099     –     –     –     Annars     0,73 kr./kg
Úr 4811          Pappír, pappi, sellulósavatt og vefir úr sellulósatrefjum, húðað, gegndreypt, hjúpað, yfirborðslitað, yfirborðsskreytt eða áprentað, í rúllum eða rétthyrndum (einnig ferningslaga) örkum, af hvaða stærð sem er, þó ekki vörur þeirrar gerðar sem lýst er í nr. 4803, 4809 eða 4810:
         –     Pappír og pappi, húðaður, gegndreyptur eða hjúpaður plasti (þó ekki lím):
    4811.5100     –     –     Bleiktur, meira en 150 g/m² að þyngd     22,23 kr./kg
    4811.5900     –     –     Annar     22,23 kr./kg
    4811.6000     –    Pappír og pappi, húðaður, gegndreyptur eða hjúpaður vaxi, parafinvaxi,
            steríni, olíu eða glýseróli     22,23 kr./kg
Úr 4819          Öskjur, box, kassar, pokar og önnur ílát til umbúða, úr pappír, pappa, sellúlósavatti eða vef úr sellúlósatrefjum; spjaldskrárkassar, bréfabakkar og áþekkar vörur, úr pappír eða pappa, sem eru notaðar á skrifstofum, í verslunum o.þ.h.:
         –     Felliöskjur, fellibox og fellikassar, ekki úr bylgjupappír eða bylgjupappa:
    4819.2001     –     –     Með viðeigandi áletrun til útflutnings     22,23 kr./kg
    4819.2009     –     –     Annar     22,23 kr./kgViðauki III.

Einnota drykkjarvöruumbúðir með skilagjaldi


úr áli, stáli, gleri og plastefnum.
Viðauki IV.

Olíuvörur.


    Á olíuvörur sem flokkast undir neðangreind tollskrárnúmer skal leggja úrvinnslugjald sem hér segir:
    Úr 27. og 38. kafla tollskrárinnar:
Úr 2710          Jarðolíur og olíur fengnar úr tjörukenndum steinefnum, þó ekki óunnar; framleiðsla sem í er miðað við þyngd 70% eða meira af jarðolíum eða olíum fengnum úr tjörukenndum steinefnum, ót.a. enda séu þessar olíur grunnþáttur framleiðslunnar; úrgangsolíur:
         –     Aðrar þunnar olíur og blöndur:
    2710.0049     –     –    Annað     11,50 kr./kg
         –     –    Annað:
    2710.1920     –     –     –    Aðrar milliþykkar olíur     0,20 kr./kg
         –     Smurolíur, aðrar þykkar olíur og blöndur:
    2710.1951     –     –    Smurolía og smurfeiti     11,50 kr./kg
    2710.1952     –     –    Ryðvarnarolía     11,50 kr./kg
    2710.1959     –     –     Aðrar     11,50 kr./kg
Úr 3811        Efni til varnar vélabanki, oxunartálmi, harpixtálmi, smurbætiefni, tæringarvarnaefni og önnur tilbúin íblöndunarefni, fyrir jarðolíur (þar með talið bensín) eða fyrir aðra vökva sem notaðir eru í sama tilgangi og jarðolía:
         –     Íblöndunarefni fyrir smurolíur:
    3811.2100     –     –    Sem innihalda jarðolíur eða olíur fengnar úr tjörukenndum steinefnum     11,50 kr./kg
    3811.2900     –     –    Önnur     11,50 kr./kg
    3819 3819.0000      Hemlavökvi og annar unninn vökvi fyrir vökvaskipt drif sem inniheldur
        ekki eða inniheldur minna en 70% af jarðolíu eða olíu úr tjörukenndum
        steinefnum miðað við þyngd
    11,50 kr./kg


Viðauki V.

Lífræn leysiefni.


    Á lífræn leysiefni sem flokkast undir neðangreind tollskrárnúmer skal leggja úrvinnslugjald sem hér segir:
    Úr 27., 29. og 38. kafla tollskrárinnar:
2707    Olíur og aðrar vörur framleiddar með eimingu úr háhita koltjöru; áþekkar vörur þar sem þungi arómatískra efnisþátta er meiri en óarómatískra efnisþátta:
    2707.1000     –     Bensól (bensen)      3,00 kr./kg
    2707.2000     –     Tólúól (tólúen)      3,00 kr./kg
    2707.3000     –     Xýlól (xýlen)      3,00 kr./kg
    2707.4000     –     Naftalín      3,00 kr./kg
    2707.5000     –     Aðrar arómatískar kolvatnsblöndur sem 65% eða meira miðað við rúmmál
              (að meðtöldu tapi) eimast við 250°C með ASTM D-86-aðferðinni      3,00 kr./kg
    2707.6000     –     Fenól         3,00 kr./kg
         –     Annað:
    2707.9100     –     –    Kreósótolíur      3,00 kr./kg
    2707.9900     –     –    Annars      3,00 kr./kg
Úr 2710          Jarðolíur og olíur fengnar úr tjörukenndum steinefnum, þó ekki óunnar; framleiðsla sem í er miðað við þyngd 70% eða meira af jarðolíum eða olíum fengnum úr tjörukenndum steinefnum, ót.a. enda séu þessar olíur grunnþáttur framleiðslunnar; úrgangsolíur:
         –     Aðrar þunnar olíur og blöndur:
    2710.1141     –     –     Lakkbensín (white spirit)      3,00 kr./kg
Úr 2901          Raðtengd kolvatnsefni:
    2901.1000     –     Mettuð      3,00kr./kg
         –     Ómettuð:
    2901.2100     –     –    Etylen      3,00 kr./kg
    2901.2200     –     –    Própen (própylen)      3,00 kr./kg
         –     –    Önnur:
    2901.2909     –     –     –    Annars      3,00 kr./kg
Úr 2902          Hringlaga kolvatnsefni:
         –     Cyclan, cyclen og cyclóterpen:
    2902.1100     –     –    Cyclóhexan      3,00 kr./kg
    2902.1900     –     –    Önnur      3,00 kr./kg
    2902.2000     –     Bensen (bensól)      3,00 kr./kg
    2902.3000     –     Tólúen      3,00 kr./kg
         –     Xylen:
    2902.4400     –     –    Blönduð myndbrigði xylen      3,00 kr./kg
    2902.5000     –     Styren      3,00 kr./kg
    2902.9000     –     Önnur      3,00 kr./kg
2912          Aldehyð, einnig með annarri súrefnisvirkni; hringliða fjölliður aldehyða; paraformaldehyð:
         –     Raðtengd aldehyð án annarrar súrefnisvirkni:
    2912.1100     –     –    Metanal (formaldehyð)      3,00 kr./kg
    2912.1200     –     –    Etanal (asetaldehyð)      3,00 kr./kg
    2912.1300     –     –    Bútanal (bútyraldehyð, venjuleg myndbrigði)      3,00 kr./kg
    2912.1900     –     –    Önnur      3,00 kr./kg
         –     Hringliða aldehyð án annarrar súrefnisvirkni:
    2912.2100     –     –    Bensaldehyð      3,00 kr./kg
    2912.2900     –     –    Önnur      3,00 kr./kg
    2912.3000     –     Aldehyðalkóhól      3,00 kr./kg
         –     Aldehyðeterar, aldehyðfenól og aldehyð með annarri súrefnisvirkni:
    2912.4100     –     –    Vanillín (4-hydroxy-3-metoxybensaldehyð)      3,00 kr./kg
    2912.4200     –     –    Etylvanillín (3-etoxy-4-hydroxybensaldehyð)      3,00 kr./kg
    2912.4900     –     –    Annað      3,00 kr./kg
    2912.5000     –     Hringliða fjölliður aldehyða      3,00 kr./kg
    2912.6000     –     Paraformaldehyð      3,00 kr./kg
Úr 2914        Keton og kínon, einnig með annarri súrefnisvirkni og halógen-, súlfó-, nítró- eða nítrósóafleiður þeirra:
         –     Raðtengd keton án annarrar súrefnisvirkni:
    2914.1100     –     Aceton      3,00 kr./kg
    2914.1200     –     –     Bútanon (metyletylketon)      3,00 kr./kg
    2914.1300     –     –     4-Metylpentan-2-on (metylísóbutylketon)      3,00 kr./kg
Úr 3814          Lífræn samsett upplausnarefni og þynnar, ót.a.; unnir málningar- eða lakkeyðar:
    3814.0001     –     Þynnar      3,00 kr./kg
    3814.0009     –     Annað      3,00 kr./kg


Viðauki VI.

Halógeneruð efnasambönd.


    Á halógeneruð efnasambönd, sem flokkast undir neðangreind tollskrárnúmer, skal leggja úrvinnslugjald sem hér segir:
     Úr 29. og 38. kafla tollskrárinnar:
Úr 2903          Halógenafleiður kolvatnsefna
         –     Mettaðar klórafleiður raðtengdra kolvatsefna:
    2903.1100     –     –     Klórmetan (metylklóríð) og klóretan (etylklóríð)      105,00 kr./kg
    2903.1200     –     –     Díklórmetan (metylenklóríð)      105,00 kr./kg
    2903.1300     –     –     Klóróform (tríklórmetan)      105,00 kr./kg
    2903.1400     –     –     Kolefnistetraklóríð      105,00 kr./kg
    2903.1500     –     –     1,2-Díklóretan (etylendíklóríð)      105,00 kr./kg
         –    –     Aðrar:
    2903.1901     –     –     –     1,1,1-Þríklóretan (metýl klóróform)      105,00 kr./kg
    2903.1909     –     –     –     Annars      105,00 kr./kg
         –     Ómettaðar klórafleiður raðtengdra kolvatnsefna:
    2903.2100     –     –     Vinylklóríð (klóretylen)      105,00 kr./kg
    2903.2200     –     –     Tríklóretylen      105,00 kr./kg
    2903.2300     –     –     Tetraklóretylen (perklóretýlen)      105,00 kr./kg
    2903.2900     –     –     Önnur      105,00 kr./kg
         –     Flúor-, bróm- eða joðafleiður raðtengdra kolvatnsefna:
    2903.3090     –     –     Aðrar      105,00 kr./kg
         –    Halógenafleiður raðtengdra kolvatnsefna með tveimur eða fleiri mismunandi halógenum:
    2903.4300     –     –     Þríklórþríflúoretan      105,00 kr./kg
         –     –     Aðrar:
    2903.4910     –     –     –     Brómklórmetan      105,00 kr./kg
         –     Halógenafleiður cyclan-, cyclen- eða cyclóterpenkolvatnsefna:
    2903.5100     –     –     1,2,3,4,5,6-Hexaklórcyclóhexan      105,00 kr./kg
    2903.5900     –     –     Önnur      105,00 kr./kg
         –     Halógenafleiður arómatískra kolvatnsefna:
    2903.6100     –     –     Klórbensen, o-díklórbensen og p-díklórbensen      105,00 kr./kg
    2903.6200     –     –     Hexaklórbensen og DDT (1,1,1,-tríklór- 2,2-bis(p-klórfenyl) etan)      105,00 kr./kg
    2903.6900     –     –     Aðrar      105,00 kr./kg
Úr 3814          Lífrænt samsett upplausnarefni og þynnar, ót.a.; unnir málningar- eða lakkeyðar:
    3814.0002     –     Málningar- eða lakkeyðar      105,00 kr./kg


Viðauki VII.

Ísócýanöt og pólyúretön.


    Á ísócýanöt og pólyúretön sem flokkast undir neðangreind tollskrárnúmer skal leggja úrvinnslugjald sem hér segir:
    Úr 29. og 39. kafla tollskrárinnar:
2929          Sambönd með annarri köfnunarefnisvirkni:
    2929.1000     –     Ísócyanöt      1,30 kr./kg
    2929.9000     –     Annað      1,30 kr./kg
Úr 3909          Amínóresín, fenólresín og pólyúretön, í frumgerðum:
         –     Pólyúretön:
3909.5001          –     –     Upplausnir, þeytur og deig      1,30 kr./kg
3909.5009          –     –    Önnur      1,30 kr./kg


Viðauki VIII.

Málning.


    Á málningarvörur sem flokkast undir neðangreind tollskrárnúmer skal leggja úrvinnslugjald sem hér segir:
    Úr 32. kafla tollskrárinnar:
    3205 3205.0000      Litlögur (colour lakes); framleiðsla, sem tilgreind er í 3. athugasemd
        við þennan kafla, að meginstofni úr litlegi
     17,00 kr./kg
3208          Málning og lökk (þar með talin smeltlökk og lakkmálning) að meginstofni úr syntetískum fjölliðum (polymers) eða kemískt umbreyttum náttúrulegum fjölliðum, dreifðum eða uppleystum í vatnssnauðum miðli; lausnir skýrgreindar í 4. athugasemd við þennan kafla:
         –     Að meginstofni úr pólyesterum:
    3208.1001     –     –     Með litunarefnum      17,00 kr./kg
    3208.1002     –     –     Án litunarefna      17,00 kr./kg
    3208.1003     –     –     Viðarvörn      17,00 kr./kg
    3208.1004     –     –     Alkyð- og olíumálning, með eða án litunarefna      17,00 kr./kg
    3208.1009     –     –     Annað      17,00 kr./kg
         –     Að meginstofni úr akryl- eða vinylfjölliðum:
    3208.2001     –     –     Með litunarefnum      17,00 kr./kg
    3208.2002     –     –     Án litunarefna      17,00 kr./kg
    3208.2009     –     –     Annað      17,00 kr./kg
         –     Annað:
    3208.9001     –     –     Með litunarefnum (t.d. epoxíð, pólyúretan, klór-gúm, sellulósi o.fl.)      17,00 kr./kg
    3208.9002     –     –     Án litunarefna      17,00 kr./kg
    3208.9003     –     –     Upplausnir sem skýrgreindar eru í 4. athugasemd við þennan kafla      17,00 kr./kg
    3208.9009     –     –     Annars      17,00 kr./kg
3210          Önnur málning og lökk (þar með talin smeltlökk, lakkmálning og límmálning, (distemper)); unnir vatnsdreifulitir notaðir við lokavinnslu á leðri:
         –     Málning og lökk:
    3210.0011     –     –     Blakkfernis, asfalt- og tjörumálning      17,00 kr./kg
    3210.0012     –     –    Önnur málning og lökk (t.d. epoxy- eða pólyúretan-lökk o.fl.), með
                eða án leysiefna, einnig í samstæðum með herði      17,00 kr./kg
    3210.0019     –     –     Annað      17,00 kr./kg
         –     Annað:
    3210.0021     –     –     Bæs      17,00 kr./kg
    3210.0029     –     –     Annars      17,00 kr./kg
     32113211.0000      Unnin þurrkefni      17,00 kr./kg
3212           Dreifulitir (þar með talið málmduft og málmflögur) dreifð í vatnssnauðum miðli, fljótandi eða sem deig, notað til framleiðslu á málningu (þar með talið smeltlakk); prentþynnur; leysilitir og önnur litunarefni í þeirri mynd eða umbúðum sem ætlað er til smásölu:
         –     Annað:
    3212.9001     –     –     Áldeig      17,00 kr./kg
    3212.9009     –     –     Annars      17,00 kr./kg
3213          Litir til listmálunar, kennslu, skiltagerðar, blæbrigða, dægradvalar og þess háttar, í töflum, skálpum, krukkum, flöskum, skálum eða í áþekkri mynd eða umbúðum:
    3213.1000     –     Litir í samstæðum      17,00 kr./kg
    3213.9000     –     Aðrir         17,00 kr./kg
Úr 3214          Gluggakítti, ágræðslukvoða, resínsement, þéttiefni og annað kítti; spartl; óeldföst efni til yfirborðslagningar á byggingar eða innanhúss á veggi, gólf, loft eða þess háttar:
         –     Gluggakítti, ágræðslukvoða, resínsement, þéttiefni og annað kítti; spartl:
    3214.1001     –     –     Innsiglislakk      17,00 kr./kg
    3214.1002     –     –     Kítti          17,00 kr./kg
    3214.1003     –     –     Önnur þéttiefni      17,00 kr./kg


Viðauki IX.

Prentlitir.


    Á prentliti sem flokkast undir neðangreind tollskrárnúmer skal leggja úrvinnslugjald sem hér segir:
    Úr 32. kafla tollskrárinnar:
3212        Dreifulitir (þar með talið málmduft og málmflögur) dreifð í vatnssnauðum miðli, fljótandi eða sem deig, notað til framleiðslu á málningu (þar með talið smeltlakk); prentþynnur; leysilitir og önnur litunarefni í þeirri mynd eða umbúðum sem ætlað er til smásölu:
    3212.1000     –     Prentþynnur      20,00 kr./kg
3215          Prentlitir, rit- eða teikniblek og annað blek, einnig kjarnað eða í föstu formi:
         –     Prentlitir:
    3215.1100     –     –     Svartir      20,00 kr./kg
    3215.1900     –     –     Aðrir     20,00 kr./kg
    3215.9000     –     Annað      20,00 kr./kg


Viðauki X.

Rafhlöður og rafgeymar aðrir en blýsýrurafgeymar.


    Á rafhlöður, sem flokkast undir neðangreind tollskrárnúmer, skal leggja úrvinnslugjald sem hér greinir:
    Úr 85. kafla tollskrárinnar:
8506          Frumrafhlöð og frumrafhlöður:
    8506.1000     –     Mangandíoxíð      91,00 kr./kg
    8506.3000     –     Kvikasilfuroxíð      559,00 kr./kg
    8506.4000     –     Silfuroxíð      559,00 kr./kg
    8506.5000     –     Liþíum      171,00 kr./kg
    8506.6000     –     Loft-sink      559,00 kr./kg
         –     Önnur frumrafhlöð og frumrafhlöður:
    8506.8001     –     –    Alkalískar hnapparafhlöður      5,00 kr./stk.
    8506.8009     –     –    Annað      91,00 kr./kg
    8506.8009     –     Hlutar      91,00 kr./kg
Úr 8507          Rafgeymar, þar með taldar skiljur til þeirra, einnig rétthyrndir (þar með taldar ferningslaga):
         –     Nikkilkadmíum:
    8507.3001     –     –    Rafgeymar, sem eru 1,2 V einingar í loftþéttum hylkjum, einnig raf-
                geymar, samsettir úr tveimur eða fleiri slíkum einingum      202,00 kr./kg
    8507.3009     –     –     Aðrir      202,00 kr./kg
    8507.4000     –     Nikkeljárn      91,00 kr./kg
         –     Aðrir geymar:
    8507.8010     –     –    Rafgeymar, sem eru 1,2 V einingar í loftþéttum hylkjum, einnig raf-
                geymar, samsettir úr tveimur eða fleiri slíkum einingum      91,00 kr./kg
         –     –     Aðrir:
    8507.8091     –     –     –     Með vökva      91,00 kr./kg
    8507.8099     –     –     –     Án vökva      91,00 kr./kg
    8507.9000     –     Hlutar      91,00 kr./kg
Úr 8543          Rafmagnsvélar og -tækjabúnaður, til sérstakra nota, ót.a. í þessum kafla:
    8543.4000     –     Orkugjafar fyrir rafmagnsgirðingar      202,00 kr./kg
Úr 8548          Frumrafhlöð, frumrafhlöður og rafgeymar, sem úrgangur og rusl; notuð frumrafhlöð, notaðar frumrafhlöður og notaðir rafgeymar; rafmagnshlutar til vélbúnaðar eða tækjabúnaðar, ót.a. í þessum kafla:
    8548.1000         –     Frumrafhlöð, frumrafhlöður og rafgeymar, sem úrgangur og rusl;
            notuð frumrafhlöð, notaðar frumrafhlöður og notaðir rafgeymar      202,00 kr./kg


Viðauki XI.

Blýsýrurafgeymar.


    Á rafgeyma (blýsýrurafgeyma) sem flokkast undir neðangreind tollskrárnúmer, eða eru hluti af vörum sem flokkast undir neðangreind tollskrárnúmer, skal leggja úrvinnslugjald. Úrvinnslugjald á rafgeyma skal reiknað með tvennum hætti. Annars vegar sem tiltekin fjárhæð á hvert stykki þeirra vara sem flokkast undir neðangreind tollskrárnúmer, en hins vegar fyrir hvert kílógramm rafgeymis sem er sérinnfluttur eða er hluti vöru sem flokkast undir neðangreind tollskrárnúmer:
    Úr 84., 85., 87. og 89. kafla tollskrárinnar:
Úr 8426          Skipabómur, kranar, þar með taldir kapalkranar; hreyfanlegar lyftigrindur, klofberar og kranabúnir vinnuvagnar:
         –    Brautarkranar í loft, flutningakranar, gálgakranar, brúarkranar, hreyfanlegir lyftikranar og klofberar:
    8426.1100     –     –    Brautarkranar í loft á fastri undirstöðu      19,00 kr./kg rafgeyma
         –     –    Hreyfanlegar lyftigrindur á hjólum með hjólbörðum og klofberar:
    8426.1201     –     –     –     Klofberar      1.672,00 kr./stk.
    8426.1209     –     –     –     Annað      836,00 kr./stk.
    8426.1900     –     –     Annað      1.672,00 kr./stk.
    8426.2000      –     Turnkranar      19,00 kr./kg rafgeyma
    8426.3000     –     Bómukranar á súlufótum      19,00 kr./kg rafgeyma
         –     Annar vélbúnaður, sjálfknúinn:
         –     –     Á hjólum með hjólbörðum:
    8426.4101     –     –     –     Vinnuvagnar búnir krana      627,00 kr./stk.
    8426.4102     –     –     –     Vinnuvélar búnar framlengjanlegri fastri lyftibómu fyrir útskiptan-
                    legan vökvaknúinn búnað eins og gaffla, skóflur, griptæki o.þ.h.      627,00 kr./stk.
    8426.4109     –     –     –     Annar      836,00 kr./stk.
    8426.4900     –     –     Annars      836,00 kr./stk.
Úr 8427          Gaffallyftarar; aðrir vinnuvagnar með búnaði til lyftingar eða meðhöndlunar:
    8427.1000     –     Sjálfknúnir vagnar knúnir rafhreyfli      19,00 kr./kg rafgeyma
    8427.2000     –     Aðrir sjálfknúnir vagnar      627,00 kr./stk.
8429          Jarðýtur, vegheflar, jöfnunarvélar, skafarar, vélskóflur, gröfur, ámokstursvélar, vélþjöppur og valtarar, sjálfknúið:
         –     Jarðýtur:
    8429.1100     –     –     Á beltum      1.672,00 kr./stk.
    8429.1900     –     –     Aðrar      1.672,00 kr./stk.
         –     Vegheflar og jöfnunarvélar:
    8429.2001     –     –     Vegheflar      1.672,00 kr./stk.
    8429.2009     –     –     Annað      1.672,00 kr./stk.
    8429.3000     –     Skafarar      1.672,00 kr./stk.
    8429.4000     –     Vélþjöppur og valtarar      836,00 kr./stk.
         –     Vélskóflur, gröfur og ámokstursvélar:
    8429.5100     –     –     Framenda ámokstursvélar      1.672,00 kr./stk.
    8429.5200     –     –     Vélbúnaður með yfirbyggingu sem snúist getur 360°      1.672,00 kr./stk.
    8429.5900     –     –     Aðrar      1.672,00 kr./stk.
Úr 8430        Annar vélbúnaður til að færa, hefla, jafna, skafa, grafa, þjappa, binda, vinna eða bora í mold, steinefni eða málmgrýti; fallhamrar og stauratogarar; snjóplógar og snjóblásarar:
    8430.1000     –     Fallhamrar og stauratogarar      1.672,00 kr./stk.
         –     Kola- eða bergskerar og gangagerðarvélar:
    8430.3100     –     –     Sjálfknúið      1.672,00 kr./stk.
    8430.3900     –     –     Annað      1.672,00 kr./stk.
         –     Aðrar bor- eða brunnavélar:
    8430.4100     –     –     Sjálfknúnar      836,00 kr./stk.
    8430.4900     –     –     Annars      836,00 kr./stk.
    8430.5000     –     Annar vélbúnaður, sjálfknúinn      1.672,00 kr./stk.
         –     Annar vélbúnaður, ekki sjálfknúinn:
         –     –     Annars:
    8430.6990     –     –     –     Annar      19,00 kr./kg rafgeyma
Úr 8479          Vélar og vélræn tæki til sérstakra nota, ót.a. í þessum kafla:
    8479.1000     –     Vélbúnaður til opinberra verklegra framkvæmda,
            mannvirkjagerðar o.þ.h.      19,00 kr./kg rafgeyma
Úr 8504          Rafmagnsspennar, stöðustraumbreytar (t.d. afriðlar) og spankefli:
         –     Aðrir spennar:
    8504.3100     –     –     1 kVA eða minni      19,00 kr./kg rafgeyma
    8504.3200     –     –     Stærri en 1 kVA til og með 16 kVA      19,00 kr./kg rafgeyma
    8504.3300     –     –     Stærri en 16 kVA til og með 500 kVA      19,00 kr./kg rafgeyma
Úr 8507          Rafgeymar, þar með taldar skiljur til þeirra, einnig rétthyrndir (þar með taldar ferningslaga):
         –     Blý-sýrugeymar, til að gangsetja stimpilvélar:
    8507.1001     –     –     Með sýru      19,00 kr./kg
    8507.1009     –     –     Án sýru      26,60 kr./kg
         –     Aðrir blý-sýrugeymar:
    8507.2001     –     –     Með sýru      19,00 kr./kg
    8507.2009     –     –     Án sýru      26,60 kr./kg
    8507.9000     –     Hlutar      26,60 kr./kg
8701         Dráttarvélar (þó ekki dráttarvélar í nr. 8709):
         –     Dráttarvélar stjórnað af gangandi      104,50 kr./stk.
    8701.1001     –     –     Nýjar      104,50 kr./stk.
    8701.1009     –     –     Notaðar      104,50 kr./stk.
         –     Dráttarbifreiðar fyrir festivagna:
         –     –     Að heildarþyngd 5 tonn eða minna:
    8701.2011     –     –     –     Nýjar      836,00 kr./stk.
    8701.2019     –     –     –     Notaðar      836,00 kr./stk.
         –     –    Að heildarþyngd yfir 5 tonn:
    8701.2021     –     –     –     Nýjar      1.672,00 kr./stk.
    8701.2029     –     –     –     Notaðar      1.672,00 kr./stk.
    8701.3000     –     Beltadráttarvélar      627,00 kr./stk.
         –     Aðrar:
    8701.9010     –     –     Dráttarbifreiðar aðallega gerðar til að draga annað ökutæki,
                yfir 5 tonn að heildarþyngd      1.672,00 kr./stk.
    8701.9020     –     –     Dráttarbifreiðar aðallega gerðar til að draga annað ökutæki,
                að heildarþyngd 5 tonn eða minna      836,00 kr./stk.
         –     –     Annars
    8701.9091     –     –     –     Nýtt      1672,00 kr./stk.
    8701.9099     –     –     –     Notað      1672,00 kr./stk.
8702          Vélknúin ökutæki til flutnings á tíu manns eða fleiri að meðtöldum ökumanni:
         –     Með stimpilbrunahreyfli með þrýstikveikju (dísil eða hálf-dísil):
         –     –     Fyrir 10–17 manns, að meðtöldum ökumanni:
    8702.1011     –     –     –     Ný     836,00 kr./stk.
    8702.1019     –     –     –     Notuð      836,00 kr./stk.
         –     –     Önnur:
    8702.1021     –     –     –     Ný      1.672,00 kr./stk.
    8702.1029     –     –     –     Notuð      1.672,00 kr./stk.
         –     Önnur:
    8702.9010     –     –     Rafknúin      19,00 kr./kg rafgeyma
         –     – Fyrir 10–17 manns, að meðtöldum ökumanni:
    8702.9021     –     –     –     Ný      418,00 kr./stk.
    8702.9029     –     –     –     Notuð      418,00 kr./stk.
         –     –     Önnur:
    8702.9091     –     –     –     Ný      418,00 kr./stk.
    8702.9099     –     –     –     Notuð      418,00 kr./stk.
8703        Bifreiðar og önnur vélknúin ökutæki aðallega gerð til mannflutninga (þó ekki ökutæki í nr. 8702), þar með taldir skutbílar og kappakstursbílar:
         –     Ökutæki sérstaklega gerð til aksturs í snjó; golf-bifreiðar og áþekk ökutæki:
         –     –     Á beltum:
    8703.1010     –     –     –     Rafknúin      19,00 kr./kg rafgeyma
         –     –     –     Vélsleðar (beltabifhjól):
    8703.1021     –     –     –     –     Nýir      104,50 kr./stk.
    8703.1029     –     –     –     –     Notaðir      104,50 kr./stk.
         –     –     –     Önnur ökutæki með stimpilbrunahreyfli með neistakveikju:
    8703.1031     –     –     –     –     Með 2000 cm 3 sprengirými, eða minna      313,50 kr./stk.
    8703.1039     –     –     –     –     Með meira en 2000 cm 3 sprengirými      313,50 kr./stk.
         –     –     –     Önnur ökutæki með stimpilbrunahreyfli með þrýstikveikju
                    (dísil eða hálf-dísil):
    8703.1041     –     –     –     –     Með 2000 cm 3 sprengirými, eða minna      418,00 kr./stk.
    8703.1049     –     –     –     –     Með meira en 2000 cm3 sprengirými      418,00 kr./stk.
         –     –     Önnur:
    8703.1091     –     –     –     Rafknúin      19,00 kr./kg rafgeyma
    8703.1092     –     –     –     Fjórhjól      104,50 kr./stk.
    8703.1099     –     –     –     Annars      104,50 kr./stk.
         –     Önnur ökutæki með stimpilbrunahreyfli með neistakveikju:
         –     –    Með 1000 cm 3 sprengirými eða minna:
    8703.2110     –     –     –     Fjórhjól      104,50 kr./stk.
         –     –     –     Önnur:
    8703.2121     –     –     –     –     Ný      313,50 kr./stk.
    8703.2129     –     –     –     –     Notuð      313,50 kr./stk.
         –     –     Með meira en 1000 cm 3 til og með 1500 cm 3 sprengirými:
    8703.2210     –     –     –     Fjórhjól      104,50 kr./stk.
         –     –     –     Önnur:
    8703.2221     –     –     –     –     Ný      313,50 kr./stk.
    8703.2229     –     –     –     –     Notuð      313,50 kr./stk.
         –     –     Með meira en 1500 cm 3 til og með 3000 cm 3 sprengirými:
         –     –     –     Með meira en 1500 cm 3 til og með 2000 cm 3 sprengirými:
    8703.2310     –     –     –     –     Fjórhjól      104,50 kr./stk.
         –     –     –     –     Önnur:
    8703.2321     –     –     –     –     – Ný      313,50 kr./stk.
    8703.2329     –     –     –     –     – Notuð      313,50 kr./stk.
         –     –     –    Með meira en 2000 cm 3 til og með 3000 cm 3 sprengirými:
    8703.2330     –     –     –     –     Fjórhjól      104,50 kr./stk.
         –     –     –     –     Önnur:
    8703.2341     –     –     –     –     –     Ný      313,50 kr./stk.
    8703.2349     –     –     –     –     –     Notuð      313,50 kr./stk.
         –     –     Með meira en 3000 cm 3 sprengirými:
    8703.2410     –     –     – Fjórhjól      104,50 kr./stk.
         –     –     –     Önnur:
    8703.2491     –     –     –     –     Ný      313,50 kr./stk.
    8703.2499     –     –     –     –     Notuð      313,50 kr./stk.
         –     Önnur ökutæki með stimpilbrunahreyfli með þrýstikveikju (dísil eða hálf-dísil):
         –     –     Með 1500 cm 3 sprengirými eða minna:
    8703.3110     –     –     –     Fjórhjól      104,50 kr./stk.
         –     –     –     Önnur:
    8703.3121     –     –     –     –     Ný      418,00 kr./stk.
    8703.3129     –     –     –     –     Notuð      418,00 kr./stk.
         –     –     –    Með meira en 1500 cm 3 til og með 2500 cm 3 sprengirými:
         –     –     –     Með meira en 1500 cm 3 til og með 2000 cm 3 sprengirými:
    8703.3210     –     –     –     –     Fjórhjól      104,50 kr./stk.
         –     –     –     –     Önnur:
    8703.3221     –     –     –     –     –     Ný      418,00 kr./stk.
    8703.3229     –     –     –     –     –     Notuð      418,00 kr./stk.
         –     –     –     Með meira en 2000 cm 3 til og með 2500 cm 3 sprengirými:
    8703.3250     –     –     –     –     Fjórhjól      104,50 kr./stk.
         –     –     –     –     Önnur:
    8703.3291     –     –     –     –     –     Ný      418,00 kr./stk.
    8703.3299     –     –     –     –     –     Notuð      418,00 kr./stk.
         –     –     Með meira en 2500 cm 3 sprengirými:
    8703.3310     –     –     –     Fjórhjól      104,50 kr./stk.
         –     –     –     Önnur:
    8703.3321     –     –     –     –     Ný      418,00 kr./stk.
    8703.3329     –     –     –     –     Notuð      418,00 kr./stk.
         –     Önnur:
         –     –     Rafknúin:
    8703.9011     –     –     –     Ný          19,00 kr./kg rafgeyma
    8703.9019     –     –     –     Notuð      19,00 kr./kg rafgeyma
         –     –     Önnur en rafknúin:
    8703.9091     –     –     –     Ný          19,00 kr./kg rafgeyma
    8703.9099     –     –     –     Notuð      19,00 kr./kg rafgeyma
8704          Ökutæki til vöruflutninga:
         –     Dembarar (dumpers) gerðir til nota utan þjóðvega:
    8704.1001     –     –     Að heildarþyngd 5 tonn eða minna      836,00 kr./stk.
    8704.1009     –     –     Að heildarþyngd yfir 5 tonn      1.672,00 kr./stk.
         –     Önnur, með stimpilbrunahreyfli með þrýstikveikju (dísil eða hálf-dísil):
         –     –     Að heildarþyngd 5 tonn eða minna:
         –     –     –     Grindur með hreyfli og ökumannshúsi án vörurýmis:
    8704.2111     –     –     –     –     Nýjar      836,00 kr./stk.
    8704.2119     –     –     –     –    Notaðar      836,00 kr./stk.
         –     –     –     Með vörupalli:
    8704.2121     –     –     –     –     Ný      836,00 kr./stk.
    8704.2129     –     –     –     –    Notuð      836,00 kr./stk.
         –     –     –     Með vörurými:
    8704.2191     –     –     –     –     Ný      836,00 kr./stk.
    8704.2199     –     –     –     –     Notuð      836,00 kr./stk.
         –     –     Að heildarþyngd yfir 5 tonn til og með 20 tonn:
    8704.2210     –     –     –     Haffær ökutæki á hjólum fyrir láð og lög     1.672,00 kr./stk.
         –     –     –     Grindur með hreyfli og ökumannshúsi:
    8704.2211     –     –     –     –     Nýjar      1.672,00 kr./stk.
    8704.2219     –     –     –     –     Notaðar      1.672,00 kr./stk.
         –     –     –     Með vörupalli:
    8704.2221     –     –     –     –     Ný      1.672,00 kr./stk.
    8704.2229     –     –     –     –     Notuð      1.672,00 kr./stk.
         –     –     –     Með vörurými:
    8704.2291     –     –     –     –     Ný      1.672,00 kr./stk.
    8704.2299     –     –     –     –     Notuð      1.672,00 kr./stk.
         –     –     Yfir 20 tonn að heildarþyngd:
    8704.2310     –     –     –     Haffær ökutæki á hjólum fyrir láð og lög      1.672,00 kr./stk.
         –     –     –     Grindur með hreyfli og ökumannshúsi:
    8704.2311     –     –     –     –     Nýjar      1.672,00 kr./stk.
    8704.2319     –     –     –     –     Notaðar      1.672,00 kr./stk.
         –     –     –     Með vörupalli:
    8704.2321     –     –     –     –     Ný      1.672,00 kr./stk.
    8704.2329     –     –     –     –     Notuð      1.672,00 kr./stk.
         –     –     –     Með vörurými:
    8704.2391     –     –     –     –     Ný      1.672,00 kr./stk.
    8704.2399     –     –     –     –     Notuð      1.672,00 kr./stk.
         –     Önnur, með stimpilbrunahreyfli með neistakveikju:
         –     –     Að heildarþyngd 5 tonn eða minna:
         –     –     –     Grindur með hreyfli og ökumannshúsi:
    8704.3111     –     –     –     –     Nýjar      418,00 kr./stk.
    8704.3119     –     –     –     –     Notaðar      418,00 kr./stk.
         –     –     –     Með vörupalli:
    8704.3121     –     –     –     –     Ný      418,00 kr./stk.
    8704.3129     –     –     –     –     Notuð      418,00 kr./stk.
         –     –     –     Með vörurými:
    8704.3191     –     –     –     –     Ný      418,00 kr./stk.
    8704.3199     –     –     –     –     Notuð      418,00 kr./stk.
         –     –     Að heildarþyngd yfir 5 tonn:
    8704.3210     –     –     –     Haffær ökutæki á hjólum fyrir láð og lög      418,00 kr./stk.
         –     –     –     Grindur með hreyfli og ökumannshúsi:
    8704.3211     –     –     –     –     Nýjar      418,00 kr./stk.
    8704.3219     –     –     –     –     Notaðar      418,00 kr./stk.
         –     –     –     Með vörupalli:
    8704.3221     –     –     –     –     Ný      418,00 kr./stk.
    8704.3229     –     –     –     –     Notuð      418,00 kr./stk.
         –     –     –     Með vörurými:
    8704.3291     –     –     –     –     Ný      418,00 kr./stk.
    8704.3299     –     –     –     –     Notuð      418,00 kr./stk.
         –     Önnur:
         –     –     Rafknúin:
    8704.9011     –     –     –     Ný          19,00 kr./kg rafgeyma
    8704.9019     –     –     –     Notuð      19,00 kr./kg rafgeyma
         –     –     Önnur en rafknúin:
    8704.9020     –     –     –     Haffær ökutæki á hjólum fyrir láð og lög      836,00 kr./stk.
         –     –     –     Önnur að heildarþyngd 5 tonn eða minna:
         –     –     –     –     Grindur með hreyfli og ökumannshúsi:
    8704.9041     –     –     –     –     –     Ný      836,00 kr./stk.
    8704.9049     –     –     –     –     –     Notuð      836,00 kr./stk.
         –     –     –     –     Með vörupalli:
    8704.9051     –     –     –     –     –     Ný      836,00 kr./stk.
    8704.9059     –     –     –     –     –     Notuð      836,00 kr./stk.
         –     –     –     –     Með vörurými:
    8704.9061     –     –     –     –     –     Ný      836,00 kr./stk.
    8704.9069     –     –     –     –     –     Notuð      836,00 kr./stk.
         –     –     –     Önnur að heildarþyngd yfir 5 tonn:
         –     –     –     –     Grindur með hreyfli og ökumannshúsi:
    8704.9071     –     –     –     –     –     Ný      1.672,00 kr./stk.
    8704.9079     –     –     –     –     –     Notuð      1.672,00 kr./stk.
         –     –     –     –     Með vörupalli:
    8704.9081     –     –     –     –     –     Ný      1.672,00 kr./stk.
    8704.9089     –     –     –     –     –     Notuð      1.672,00 kr./stk.
         –     –     –     –     Með vörurými:
    8704.9091     –     –     –     –     –     Ný      1.672,00 kr./stk.
    8704.9099     –     –     –     –     –     Notuð      1.672,00 kr./stk.
8705          Vélknúin ökutæki til sérstakra nota, þó ekki ökutæki aðallega hönnuð til flutnings á mönnum eða vörum (t.d. gálgabifreiðar, kranabifreiðar, slökkvibifreiðar, steypuhræribifreiðar, götuhreinsibifreiðar, úðunarbifreiðar, verkstæðisvagnar, röntgentækjavagnar):
         –     Kranabifreiðar:
    8705.1001     –     –     Að heildarþyngd 5 tonn eða minna      836,00 kr./stk.
    8705.1009     –     –     Að heildarþyngd yfir 5 tonn      1.672,00 kr./stk.
         Borkranabifreiðar:
    8705.2001     –     –     Að heildarþyngd 5 tonn eða minna      836,00 kr./stk.
    8705.2009     –     –     Að heildarþyngd yfir 5 tonn      1.672,00 kr./stk.
         –     Slökkvibifreiðar:
    8705.3001     –     –     Að heildarþyngd 5 tonn eða minna      836,00 kr./stk.
    8705.3009     –     –     Að heildarþyngd yfir 5 tonn      1.672,00 kr./stk.
         –     Steypuhræribifreiðar:
    8705.4001     –     –     Að heildarþyngd 5 tonn eða minna      836,00 kr./stk.
    8705.4009     –     –     Að heildarþyngd yfir 5 tonn      1.672,00 kr./stk.
         –     Önnur:
         –     –     Að heildarþyngd 5 tonn eða minna:
    8705.9011     –     –     –     Snjóplógar      836,00 kr./stk.
    8705.9012     –     –     –     Gálgabifreiðar      836,00 kr./stk.
    8705.9019     –     –     –     Annars      836,00 kr./stk.
         –     –     Að heildarþyngd yfir 5 tonn:
    8705.9021     –     –     –     Snjóplógar      1.672,00 kr./stk.
    8705.9022     –     –     –     Gálgabifreiðar      1.672,00 kr./stk.
    8705.9029     –     –     –     Annars      1.672,00 kr./stk.
8706          Grindur með hreyfli fyrir vélknúin ökutæki í nr. 8701–8705:
    8706.0001     –     Fyrir almenningsbifreiðar og vörubifreiðar      1.672,00 kr./stk.
    8706.0009     –     Aðrar               418,00 kr./stk.
Úr 8709          Vinnuvagnar, sjálfknúnir, án tækja til lyftingar eða meðhöndlunar, til nota í verksmiðjum, vörugeymslum, á hafnarsvæðum eða flugvöllum til flutnings á vörum stuttar vegalengdir; dráttarvélar til nota á stöðvarpöllum járnbrauta; hlutar til framangreindra ökutækja:
         –     Ökutæki:
    8709.1100     –     –     Rafknúin      19,00 kr./kg rafgeyma
    8709.1900     –     –     Önnur      627,00 kr./stk.
8710 8710.0000     Skriðdrekar og aðrir brynvarðir stríðsvagnar, vélknúnir, einnig
        búnir vopnum, og hlutar til slíkra ökutækja
     1.672,00 kr./stk.
Úr 8711          Bifhjól (þar með talin stigin bifhjól) og reiðhjól með hjálparvél, með eða án hliðarvagns; hliðarvagnar:
    8711.1000     –     Með stimpilbrunahreyfli með sprengirými 50 cm 3 eða minna      104,50 kr./stk.
    8711.2000     –     Með stimpilbrunahreyfli með meira en 50 cm 3 sprengirými til og
            með 250 cm 3      104,50 kr./stk.
    8711.3000     –     Með stimpilbrunahreyfli með meira en 250 cm 3 sprengirými til og
            með 500 cm 3      104,50 kr./stk.
    8711.4000     –     Með stimpilbrunahreyfli með meira en 500 cm 3 sprengirými til og
            með 800 cm 3      104,50 kr./stk.
    8711.5000     –     Með stimpilbrunahreyfli með meira en 800 cm 3 sprengirými      104,50 kr./stk.
         –     Annað:
         –     –     Annars:
    8711.9091     –     –     –     Rafknúin vélhjól      19,00 kr./kg rafgeyma
    8711.9092     –     –     –     Bifhjól, ót.a.      104,50 kr./stk.
Úr 8713          Ökutæki fyrir fatlaða, einnig vélknúin eða knúin á annan vélrænan hátt:
    8713.9000     –     Önnur           104,50 kr./stk.
8901        Skemmtiferðaskip, bátar til skoðunarferða, ferjur, flutningaskip, vöruflutningaprammar og svipuð för til flutnings á mönnum eða vörum:
         –     Skemmtiferðaskip, bátar til skoðunarferða og svipuð för aðallega
            hönnuð til flutninga á mönnum; ferjur hvers konar:
    8901.1001     –     –     Ferjur, hvers konar      19,00 kr./kg rafgeyma
    8901.1009     –     –     Önnur      19,00 kr./kg rafgeyma
    8901.2000     –     Tankskip      19,00 kr./kg rafgeyma
    8901.3000     –     Kæliskip, þó ekki skip í nr. 8901.2000      19,00 kr./kg rafgeyma
         –     Önnur för til flutninga á vörum og önnur för til flutninga bæði á mönnum og vörum:
    8901.9001     –     –     Notuð          19,00 kr./kg rafgeyma
    8901.9009     –     –     Annars      19,00 kr./kg rafgeyma
8902         Fiskiskip; verksmiðjuskip og önnur för til vinnslu eða geymslu á sjávarafurðum:
         –     Vélskip:
         –     –     Meira en 250 rúmlestir:
    8902.0011     –     –     –     Notuð      19,00 kr./kg rafgeyma
    8902.0019     –     –     –     Önnur      19,00 kr./kg rafgeyma
         –     –     Meira en 100 til og með 250 rúmlestir:
    8902.0021     –     –     –     Notuð      19,00 kr./kg rafgeyma
    8902.0029     –     –     –     Önnur      19,00 kr./kg rafgeyma
         –     –     10 til og með 100 rúmlestir:
    8902.0031     –     –     –     Notuð      19,00 kr./kg rafgeyma
    8902.0039     –     –     –     Önnur      19,00 kr./kg rafgeyma
         –     –     Önnur:
    8902.0041     –     –     –     Notuð      19,00 kr./kg rafgeyma
    8902.0049     –     –     –     Annars      19,00 kr./kg rafgeyma
         –     Önnur:
    8902.0091     –     –     Notuð         19,00 kr./kg rafgeyma
    8902.0099     –     –     Annars     19,00 kr./kg rafgeyma
Úr 8903         Snekkjur og önnur skemmtiför eða sportför; árabátar og kanóar:
    8903.1009     –     –     Annað      19,00 kr./kg rafgeyma
         –     Annað:
    8903.9100     –     –     Seglbátar, einnig með hjálparvél      19,00 kr./kg rafgeyma
    8903.9200     –     –     Vélbátar, þó ekki fyrir utanborðsvél      19,00 kr./kg rafgeyma
    8903.9909     –     –     Aðrir          19,00 kr./kg rafgeyma
8904 8904.0000     Dráttarbátar og för til að ýta öðrum förum      19,00 kr./kg rafgeyma
Úr 8905        Vitaskip, slökkviskip, dýpkunarskip, flotkranar, og önnur fljótandi för sem ætluð eru aðallega til annars konar notkunar en siglinga; flotkvíar; fljótandi eða sökkvanlegir bor- eða framleiðslupallar:
    8905.1000     –     Dýpkunarskip      19,00 kr./kg rafgeyma
    8905.2000     –     Fljótandi eða sökkvanlegir bor- eða framleiðslupallar      19,00 kr./kg rafgeyma
         –     Annað:
    8905.9009     –     –     Annars      19,00 kr./kg rafgeyma
8906         Önnur för, þar með talin herskip og björgunarbátar, þó ekki árabátar
    8906.1000     –     Herskip         19,00 kr./kg rafgeyma
    8906.9000     –     Annað          19,00 kr./kg rafgeyma
    8908 8908.0000      För og önnur fljótandi mannvirki til niðurrifs     19,00 kr./kg rafgeyma


Viðauki XII.

Vörur í ljósmyndaiðnaði.


    Á vörur í ljósmyndaiðnaði sem flokkast undir neðangreind tollskrárnúmer skal leggja úrvinnslugjald sem hér greinir:
    Úr 37. kafla tollskrárinnar.
Úr 3707        Kemísk framleiðsla til ljósmyndunar (þó ekki lökk, lím, heftiefni og áþekk framleiðsla); óblandaðar vörur til ljósmyndunar í afmældum skömmtum eða smásöluumbúðum tilbúnar til notkunar:
         –     Annað:
         –     –     Annars:
         –     –     –     Upplausnir:
    3707.9020     –     –     –     –     Notaðar án þynningar með vatni      36,75 kr./kg
         –     –     –     –     Þynntar með vatni fyrir notkun:
    3707.9031     –     –     –     –    –    Í rúmmálshlutföllum minna en 1:2 (einn hluti kemísks efnis,
                                 minna en tveir hlutar vatns)      61,25 kr./kg
    3707.9032     –     –     –     –     –    Í rúmmálshlutföllum 1:2 og minna en 1:3 (einn hluti kemísks
                            efnis, minna en þrír hlutar vatns)     122,50 kr./kg
    3707.9033     –     –     –     –     –     Í rúmmálshlutföllum 1:3 og minna en 1:4 (einn hluti kemísks
                            efnis, minna en fjórir hlutar vatns)      147,00 kr./kg
    3707.9034     –     –     –     –     –     Í rúmmálshlutföllum 1:4 og minna en 1:5 (einn hluti kemísks
                            efnis, minna en fimm hlutar vatns)      196,00 kr./kg
    3707.9035     –     –     –     –     –     Í rúmmálshlutföllum 1:5 eða meira (einn hluti kemísks efnis,
                            fimm hlutar vatns eða meira)      294,00 kr./kg
    3707.9099     –     –     –     –     Annars      294,00 kr./kg


Viðauki XIII.

Kvikasilfursvörur.


    Á kvikasilfursvörur sem flokkast undir neðangreind tollskrárnúmer skal leggja úrvinnslugjald sem hér greinir:
    Úr 28. og 30. kafla tollskrárinnar:
Úr 2805          Alkalí- eða jarðmálmar; sjaldgæfir jarðmálmar, skandín og yttrín, einnig innbyrðis blöndur þeirra eða málmblendi; kvikasilfur:
    2805–4000     –     Kvikasilfur      900 kr./kg
Úr 3006         Vörur til lækninga sem tilgreindar eru í 4. athugasemd við þennan kafla:
         –     Tannsement og annað tannfyllingarefni; beinmyndunarsement:
    3006–4002     –     –     Silfuramalgam til tannfyllinga      900 kr./kg


Viðauki XIV.

Varnarefni.


    Á varnarefni sem flokkast undir neðangreind tollskrárnúmer skal leggja úrvinnslugjald sem hér segir:
    Úr 29. kafla tollskrárinnar:
Úr 2903          Halógenafleiður kolvatnsefna:
         –     Halógenafleiður raðtengdra kolvatnsefna með tveimur eða fleiri mismunandi halógenum:
         –     –     Aðrar
    2903.4990     –     –     –     Annað      3,00 kr./kg
    Úr 38. kafla tollskrárinnar:
3808        Efni til varnar gegn eða útrýmingar á skordýrum, nagdýrum, sveppum og illgresi, efni til að hindra spírun og efni til að stjórna plöntuvexti, sótthreinsandi efni og áþekkar vörur í formi eða umbúðum til smásölu eða sem blöndur eða hlutir (t.d. brennisteinsunnin bönd, kveikir og kerti, og flugnaveiðarar):
    3808.1000     –     Skordýraeyðir      3,00 kr./kg
         –     Sveppaeyðir:
    3808.2001          –     Fúavarnarefni      3,00 kr./kg
    3808.2009          –     Annað      3,00 kr./kg
    3808.3000     –     Illgresiseyðir, spírunareyðir og efni til að stjórna plöntuvexti      3,00 kr./kg
    3808.4000     –     Sótthreinsandi efni      3,00 kr./kg
    3808.9000     –     Annað      3,00 kr./kg


Viðauki XV.

Kælimiðlar.


    Á kælimiðla sem flokkast undir neðangreind tollskrárnúmer skal leggja úrvinnslugjald sem hér greinir.
    Úr 29. og 38. kafla tollskrárinnar:
Úr 2903          Halógenafleiður kolvatnsefna
         –     Flúor-, bróm- eða joðafleiður raðtengdra kolvatnsefna:
    2903.3010     –     –     Tetraflúoretan      2,50 kr./kg
         –     Halógenafleiður raðtengdra kolvatnsefna með tveimur eða fleiri mismunandi halógenum:
    2903.4100     –     –     Þríklórflúormetan      2,50 kr./kg
    2903.4200     –     –     Díklórdíflúormetan      2,50 kr./kg
    2903.4400     –     –     Díklórtetraflúoretan og klórpentaflúoretan      2,50 kr./kg
         –     –     Aðrar perhalógenafleiður einungis með flúor og klór:
    2903.4510     –     –     –     Klórþríflúormetan      2,50 kr./kg
    2903.4520     –     –     –     Pentaklórflúoretan      2,50 kr./kg
    2903.4530     –     –     –     Tetraklórdíflúoretan      2,50 kr./kg
    2903.4540     –     –     –     Heptaklórflúorprópan      2,50 kr./kg
    2903.4550     –     –     –     Hexaklórdíflúorprópan      2,50 kr./kg
    2903.4560     –     –     –     Pentaklórþríflúorprópan      2,50 kr./kg
    2903.4570     –     –     –     Tetraklórtetraflúorprópan      2,50 kr./kg
    2903.4580     –     –     –     Þríklórpentaflúorprópan      2,50 kr./kg
    2903.4591     –     –     –     Díklórhexaflúorprópan      2,50 kr./kg
    2903.4599     –     –     –     Klórheptaflúorprópan      2,50 kr./kg
    2903.4700     –     –     Aðrar perhalógenafleiður      2,50 kr./kg
         –     –     Aðrar:
    2903.4920     –     –     –     Klórdíflúormetan      2,50 kr./kg
Úr 3824          Tilbúin bindiefni fyrir málmsteypumót eða málmsteypukjarna; kemískar vörur og framleiðsla kemísks eða skylds iðnaðar (þar með taldar blöndur úr náttúrulegum efnum) ót. a.:
         –    Blöndur með perhalógenafleiðum raðtengdra kolvatnsefna með tveimur eða fleiri mismunandi halógenum:
    3824.7100     –     –    Blöndur með perhalógenafleiðum raðtengdra kolvatnsefna, einungis
                 með flúor eða klór      2,50 kr./kg
    3824.7900     –     –     Aðrar      2,50 kr./kg
         –     Annað:
    3824.9005     –     –     Kælimiðlablöndur sem innihalda klórtetraflúoretan, klórflúoretan
                eða klórdíflúormetan      2,50 kr./kg
    3824.9006     –     –     Aðrir kælimiðlar      2,50 kr./kg


Viðauki XVI.

Hjólbarðar.


    Á hjólbarða sem flokkast undir neðangreind tollskrárnúmer skal leggja úrvinnslugjald sem hér segir:
    Úr 40., 87. og 84. kafla tollskrárinnar.
4011          Nýir lofthjólbarðar, úr gúmmíi:
    4011.1000     –     Fyrir bifreiðar (þar með taldir skutbílar og kappakstursbílar)      36,02 kr./kg
    4011.2000     –     Fyrir almenningsvagna og vörubifreiðar      36,02 kr./kg
    4011.3000     –     Fyrir flugvélar      36,02 kr./kg
    4011.4000     –     Fyrir bifhjól      36,02 kr./kg
    4011.5000     –     Fyrir reiðhjól      36,02 kr./kg
         –     Aðrir, beinteinóttir eða með áþekku mynstri:
    4011.6100     –     –     Fyrir ökutæki og vélbúnað til landbúnaðar eða skógræktarnota      36,02 kr./kg
    4011.6200     –     –     Fyrir ökutæki og vélbúnað til byggingar eða iðnaðarnota, með
                felgustærð ekki meira en 61 cm      36,02 kr./kg
    4011.6300     –     –     Fyrir ökutæki og vélbúnað til byggingar eða iðnaðarnota, með
                felgustærð meira en 61 cm      36,02 kr./kg
    4011.6900     –     –     Annars      36,02 kr./kg
         –     Aðrir:
    4011.9200     –     –     Fyrir ökutæki og vélbúnað til landbúnaðar eða skógræktarnota      36,02 kr./kg
    4011.9300     –     –     Fyrir ökutæki og vélbúnað til byggingar eða iðnaðarnota, með
                felgustærð ekki meira en 61 cm      36,02 kr./kg
    4011.9400     –     –     Fyrir ökutæki og vélbúnað til byggingar eða iðnaðarnota, með
                felgustærð meira en 61 cm      36,02 kr./kg
    4011.9900     –     –     Annars      36,02 kr./kg
4012          Sólaðir eða notaðir lofthjólbarðar úr gúmmíi; gegnheilir eða púðurhjólbarðar, hjólbarðaslitfletir og felgubönd úr gúmmíi:
         –     Sólaðir hjólbarðar:
    4012.1100     –     –     Fyrir bifreiðar (þar með taldir skutbílar og kappakstursbílar)      36,02 kr./kg
    4012.1200     –     –     Fyrir almenningsvagna eða vörubifreiðar      36,02 kr./kg
    4012.1300     –     –     Fyrir flugvélar      36,02 kr./kg
    4012.1900     –     –     Aðrir      36,02 kr./kg
    4012.2000     –     Notaðir lofthjólbarðar      36,02 kr./kg
    4012.9000     –     Annað      36,02 kr./kg
Úr 8701          Dráttarvélar (þó ekki dráttarvélar í nr. 8709):
         –     Dráttarbifreiðar fyrir festivagna:
         –     –    Að heildarþyngd yfir 5 tonn
    8701.2011     –     –     –     Nýjar      16.208 kr./stk.
    8701.2019     –     –     –     Notaðar      16.208 kr./stk.
         –     Aðrar:
    8701.9010     –     –     Dráttarbifreiðar aðallega gerðar til að draga annað ökutæki, yfir
                5 tonn að heildarþyngd      16.208 kr./stk.
    87.01.9020     –     –     Dráttarbifreiðar aðallega gerðar til að draga annað ökutæki, að
                heildarþyngd 5 tonn eða minna      16.208 kr./stk.
         –     –     Annars:
    8701.9091     –     –     Nýtt          7.204 kr./stk.
    8701.9099     –     –     Notað      7.204 kr./stk.
8702          Vélknúin ökutæki til flutnings á tíu manns eða fleiri að meðtöldum ökumanni:
         –     Með stimpilbrunahreyfli með þrýstikveikju (dísil- eða hálf-dísil):
         –     –     Fyrir 10–17 manns, að meðtöldum ökumanni:
    8702.1011     –     –     –     Ný      8.320 kr./stk.
    8702.1019     –     –     –     Notuð      8.320 kr./stk.
         –     –     Önnur:
    8702.1021     –     –     Ný          18.909 kr./stk.
    8702.1029     –     –     Notuð      18.909 kr./stk.
         –     Önnur:
    8702.9010     –     –     Rafknúin     18.909 kr./stk.
         –     –     Fyrir 10–17 manns, að meðtöldum ökumanni:
    8702.9021     –     –     –     Ný      8.320 kr./stk.
    8702.9029     –     –     –     Notuð      8,320 kr./stk.
         –     –     Önnur:
    8702.9091     –     –     –     Ný      18.909 kr./stk.
    8702.9099     –     –     Notuð      18.909 kr./stk.
Úr 8703        Bifreiðar og önnur vélknúin ökutæki aðallega gerð til mannflutninga (þó ekki ökutæki í nr. 8702), þar með taldir skutbílar og kappakstursbílar:
         –     Önnur ökutæki með stimpilbrunahreyfli með neistakveikju:
         –     –     Með 1000 cm³ sprengirými eða minna:
    8703.2110     –     –     –     Fjórhjól      900 kr./stk.
         –     –     –     Önnur
    8703.2121     –     –     –     –     Ný      1.261 kr./stk.
    8703.2129     –     –     –     –     Notuð      1.261 kr./stk.
         –     –     Með 1000 cm³ sprengirými til og með 1500 cm³ sprengirými :
    8703.2210     –     –     –     Fjórhjól      900 kr./stk.
         –     –     –     Önnur
    8703.2221     –     –     –     –     Ný      1.621 kr./stk.
    8703.2229     –     –     –     –     Notuð      1.621 kr./stk.
         –     –     Með meira en 1500 cm³ til og með 3000 cm³ sprengirými:
         –     –     –     Með meira en 1500 cm³ til og með 2000 cm³ sprengirými:
    8703.2310     –     –     –     –     Fjórhjól      1.081 kr./stk.
         –     –     –     –     Önnur
    8703.2321     –     –     –     –     –     Ný      1.621 kr./stk.
    8703.2329     –     –     –     –     –     Notuð      1.621 kr./stk.
         –     –     –     Með meira en 2000 cm³ til og með 3000 cm³ sprengirými:
    8703.2330     –     –     –     –     Fjórhjól      1.081 kr./stk.
         –     –     –     –     Önnur
    8703.2341     –     –     –     –     –     Ný      2.161 kr./stk.
    8703.2349     –     –     –     –     –     Notuð      2.161 kr./stk.
         –     –     Með meira en 3000 cm³ sprengirými:
    8703.2410     –     –     –     –     Fjórhjól      1.441 kr./stk.
         –     –     –     –     Önnur
    8703.2491      –     –     –     –     –     Ný      2.701 kr./stk.
    8703.2499     –     –     –     –     –     Notuð      2.701 kr./stk.
         –     Önnur ökutæki með stimpilbrunahreyfli með þrýstikveikju (dísil- eða hálfdísil):
         –     Með 1500 cm³ sprengirými eða minna:
    8703.3110     –     –     –     Fjórhjól      864 kr./stk.
         –     –     –     Önnur
    8703.3121     –     –     –     –     Ný      1.621 kr./stk.
    8703.3129     –     –     –     –     Notuð      1.621 kr./stk.
         –     –     Með meira en 1500 cm³ til og með 2500 cm³ sprengirými:
         –     –     –     Með meira en 1500 cm³ til og með 2000 cm³ sprengirými:
    8703.3210     –     –     –     –     Fjórhjól      1.441 kr./stk.
         –     –     –     –     Önnur
    8703.3221     –     –     –     –     –     Ný      1.621 kr./stk.
    8703.3229     –     –     –     –     –     Notuð      1.801 kr./stk.
         –     –     –     Með meira en 2000 cm³ til og með 2500 cm³ sprengirými:
    8703.3250     –     –     –     –     Fjórhjól      1.441 kr./stk.
         –     –     –     –     Önnur
    8703.3291     –     –     –     –     –     Ný      2.161 kr./stk.
    8703.3299     –     –     –     –     –     Notuð      2.161 kr./stk.
         –     –     Með meira en 2500 cm³ sprengirými:
    8703.3310     –     –     –     Fjórhjól      1.441 kr./stk.
         –     –     –     Önnur
    8703.332     –     –     –     –     Ný      2.701 kr./stk.
    8703.3329     –     –     –     –     Notuð      2.701 kr./stk.
         –     Önnur:
         –     –     Rafknúin:
    8703.9011     –     –     –     Ný          1.801 kr./stk.
    8703.9019     –     –     –     Notuð      1.801 kr./stk.
         –     –     Önnur en rafknúin:
    8703.9091     –     –     –     Ný          1.801 kr./stk.
    8703.9099     –     –     –     Notuð      1.801 kr./stk.
Úr 8704          Ökutæki til vöruflutninga:
         –     Dembarar (dumpers) gerðir til nota utan þjóðvega:
    8704.1009     –     –     Að heildarþyngd yfir 5 tonn      32.416 kr./stk.
         –     Önnur, með stimpilbrunahreyfli með þrýstikveikju (dísil- eða hálfdísil):
         –     –     Að heildarþyngd 5 tonn eða minna:
         –     –     –     Grindur með hreyfli og ökumannshúsi án vörurýmis:
    8704.2111     –     –     –     –     Nýjar      3.782 kr./stk.
    8704.2119     –     –     –     –     Notaðar      3.782 kr./stk.
         –    –     –     Með vörupalli
    8704.2121     –    –    –     –     Ný      3.782 kr./stk.
    8704.2129     –    –    –     –     Notuð      3.782 kr./stk.
         –    –     –     Með vörurými:
    8704.2191     –    –    –     –     Ný      3.782 kr./stk.
    8704.2199     –     –     –    –    Notuð      3.782 kr./stk.
         –    –     Að heildarþyngd yfir 5 tonn til og með 20 tonn:
    8704.2210     –     –    –     Haffær ökutæki á hjólum fyrir láð og lög      21.611 kr./stk.
         –    –     –     Grindur með hreyfli og ökumannshúsi:
    8704.2211     –    –    –     –     Nýjar      18.909 kr./stk.
    8704.2219     –     –    –    –     Notaðar      18.909 kr./stk.
         –    –     –     Með vörupalli
    8704.2221     –    –    –     –     Ný      18.909 kr./stk.
    8704.2229     –    –    –     –     Notuð      18.909 kr./stk.
         –    –     –     Með vörurými
    8704.2291     –    –    –     –     Ný      18.909 kr./stk.
    8704.2299     –    –    –     –     Notuð      18.909 kr./stk.
         –     –     Yfir 20 tonn að heildarþyngd:
    8704.2310     –    –     –     Haffær ökutæki á hjólum fyrir láð og lög      31.696 kr./stk.
         –    –     –     Grindur með hreyfli og ökumannshúsi:
    8704.2311     –     –    –    –     Nýjar      31.696 kr./stk.
    8704.2319     –    –    –     –     Notaðar      31.696 kr./stk.
         –    –     –     Með vörupalli:
    8704.2321     –    –    –     –     Ný      31.696 kr./stk.
    8704.2329     –     –     –    –    Notuð      31.696 kr./stk.
         –    –     –     Með vörurými
    8704.2391     –    –    –     –     Ný      31.696 kr./stk.
    8704.2399     –     –     –    –    Notuð      31.696 kr./stk.
         –     Önnur, með stimpilbrunahreyfli með neistakveikju:
         –     –     Að heildarþyngd 5 tonn eða minna:
         –    –     –     Grindur með hreyfli og ökumannshúsi:
    8704.3111     –    –    –     –     Nýjar      3.782 kr./stk.
    8704.3119     –    –    –     –     Notaðar      3.782 kr./stk.
         –    –     –     Með vörupalli:
    8704.3121     –    –    –     –     Ný      3.782 kr./stk.
    8704.3129     –    –    –     –     Notuð      3.782 kr./stk.
         –    –     –     Með vörurými
    8704.3191     –     –    –    –     Ný      3.782 kr./stk.
    8704.3199     –     –     –    –    Notuð      3.782 kr./stk.
         –     –     Að heildarþyngd yfir 5 tonn:
    8704.3210     –     –     –     Haffær ökutæki á hjólum fyrir láð og lög      3.782 kr./stk.
         –    –     –     Grindur með hreyfli og ökumannshúsi:
    8704.3211     –    –    –     –     Nýjar      3.782 kr./stk.
    8704.3219     –     –    –    –     Notaðar      3.782 kr./stk.
         –    –     –     Með vörupalli:
    8704.3221     –    –    –     –     Nýjar     18.909 kr./stk.
    8704.3229     –     –     –    –    Notaðar      18.909 kr./stk.
         –    –     –     Með vörurými:
    8704.3291     –    –    –     –     Nýjar     18.909 kr./stk.
    8704.3299     –     –     –    –    Notaðar      18.909 kr./stk.
         –     Önnur:
         –    –     Rafknúin:
    8704.9011     –     –    –     Ný           5.043 kr./stk.
    8704.9019     –     –     –    Notuð      5.043 kr./stk.
Úr 8705        Vélknúin ökutæki til sérstakra nota, þó ekki ökutæki aðallega hönnuð til flutnings á mönnum eða vörum (t.d. gálgabifreiðar, kranabifreiðar, slökkvibifreiðar, steypuhræribifreiðar, götuhreinsibifreiðar, úðunarbifreiðar, verkstæðisvagnar, röntgentækjavagnar):
         –     Kranabifreiðar:
    8705.1001     –     –    Að heildarþyngd 5 tonn eða minna      5.043 kr./stk.
    8705.1009     –     –    Að heildarþyngd yfir 5 tonn      36.018 kr./stk.
         –     Borkranabifreiðar:
    8705.2001     –     – Að heildarþyngd 5 tonn eða minna      5.043 kr./stk.
    8705.2009     –    –     Að heildarþyngd yfir 5 tonn      36.018 kr./stk.
         –     Slökkvibifreiðar:
    8705.3001     –    –     Að heildarþyngd 5 tonn eða minna      3.530 kr./stk.
    8705.3009     –     –    Að heildarþyngd yfir 5 tonn      25.213 kr./stk.
         –    Steypuhræribifreiðar:
    8705.4001     –     –    Að heildarþyngd 5 tonn eða minna      5.043 kr./stk.
    8705.4009     –     –    Að heildarþyngd yfir 5 tonn      18.909 kr./stk.
         –     Önnur:
         –     –     Að heildarþyngd 5 tonn eða minna:
    8705.9011     –    –     –     Snjóplógar      5.043 kr./stk.
    8705.9012     –     –    –     Gálgabifreiðar      3.782 kr./stk.
    8705.9019     –     –     –    Annars      3.782 kr./stk.
         –    –     Að heildarþyngd yfir 5 tonn:
    8705.9021     –     –    –     Snjóplógar      25.213 kr./stk.
    8705.9022     –     –     –    Gálgabifreiðar      18.909 kr./stk.
    8705.9029     –     –     –    Annars      18.909 kr./stk.
Úr 8711    Bifhjól (þar með talin stigin bifhjól) og reiðhjól með hjálparvél, með eða án hliðarvagns; hliðarvagnar:
    8711.1000     –     Með stimpilbrunahreyfli með sprengirými 50 cm³ eða minna      288 kr./stk.
    8711.2000     –     Með stimpilbrunahreyfli með meira en 50 cm³ sprengirými til og
            með 250 cm³      432 kr./stk.
    8711.3000     –     Með stimpilbrunahreyfli með meira en 250 cm³ sprengirými til og
            með 500 cm³      432 kr./stk.
    8711.4000     –     Með stimpilbrunahreyfli með meira en 500 cm³ sprengirými til og
            með 800 cm³      432 kr./stk.
    8711.5000     –     Með stimpilbrunahreyfli með meira en 800 cm³ sprengirými      576 kr./stk.
         –     Annað:
    8711.9010     –    –     Hliðarvagnar     1.441 kr./stk.
         –     – Annars:
    8711.9091     –    –     –     Rafknúin vélhjól      288 kr./stk.
    8711.9092     –    –     –     Rafknúin vélhjól      288 kr./stk.
    8711.9099     –    –     –     Annað      288 kr./stk.
    8712 8712.0000      Reiðhjól og önnur hjól (þar með talin þríhjól til vöruflutninga),
        án vélar         
    72,00 kr./stk.
Úr 8716          Tengivagnar og festivagnar; önnur ökutæki ekki vélrænt knúin; hlutar til þeirra:

    8716.1000     –     Tengivagnar og festivagnar, til íbúðar eða ferðalaga      360 kr./stk.
         –     Sjálfhlaðandi eða sjálflosandi tengivagnar og festivagnar til landbúnaðarnota:
         –    –     Að heildarþyngd 750 kg eða minna:
    8716.2011     –     –    –     Nýir     1.441 kr./stk.
    8716.2019     –     –     –    Notaðir     1.441 kr./stk.
         –    –     Aðrir:
    8716.2091     –     –    –     Nýir     1.441 kr./stk.
    8716.2099     –     –     –    Notaðir     1.441 kr./stk.
         –     Aðrir tengivagnar og festivagnar til vöruflutninga:
         –    –     Tanktengivagnar og tankfestivagnar:
    8716.3101     –     –    –     Að heildarþyngd 750 kg eða minna     2.161 kr./stk.
    8716.3109     –     –     –    Að heildarþyngd yfir 5 tonn     21.611 kr./stk.
         –    –     Annars:
         –    –     –     Að heildarþyngd 750 kg eða minna:
    8716.3911     –    –    –     –     Nýtt     1.441 kr./stk.
    8716.3919     –     –     –    –    Notað     1.441 kr./stk.
         –     –     –     Að heildarþyngd meira en 750 kg til og með 5tonnum:
    8716.3921     –    –    –     –     Nýtt     2.161 kr./stk.
    8716.3929     –     –     –    –    Notað     2.161 kr./stk.
         –    –     –     Að heildarþyngd yfir 5 tonn:
    8716.3991     –     –    –     –    Nýtt     21.611 kr./stk.
    8716.3999     –     –     –    –    Notað     21.611 kr./stk.
    8716.4000     –     Aðrir tengivagnar og festivagnar     16.208 kr./stk.
8427          Gaffallyftarar; aðrir vinnuvagnar með búnaði til lyftingar eða meðhöndlunar:
    8427.1000     –     Sjálfknúnir vagnar knúnir rafhreyfli     3.602 kr./stk.
    8427.2000     –     Aðrir sjálfknúnir vagnar     5.043 kr./stk.
    8427.9000     –     Aðrir vagnar     5.043 kr./stk.
Úr 8429          Jarðýtur, vegheflar, jöfnunarvélar, skafarar, vélskóflur, gröfur, ámokstursvélar, vélþjöppur og valtarar, sjálfknúið:
         –     Vegheflar og jöfnunarvélar:
    8429.2001     –     –    Vegheflar     28.814 kr./stk.
         –     Vélskóflur, gröfur og ámokstursvélar:
    8429.5100     –    –     Framenda ámokstursvélar     21.611 kr./stk.
    8429.5200     –     –    Vélbúnaður með yfirbyggingu sem snúist getur 360°     21.611 kr./stk.
    8429.5900     –     –    Aðrar          28.814 kr./stk.

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.


    Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er fjallað um úrvinnslu úrgangs og segir þar: „Hrint verði af stað umhverfisátaki, þar sem einstaklingar, fyrirtæki og sveitarfélög verði hvött til að endurnýta efni og flokka úrgang“. Þannig hefur verið lögð áhersla á af hálfu stjórnvalda að auka endurnýtingu og endurnotkun úrgangs og er það m.a. markmið þessa frumvarps að skapa skilyrði fyrir að þau markmið náist.
    Frumvarp þetta er samið af nefnd sem skipuð var af umhverfisráðherra 4. mars 2002. Nefndinni var falið það hlutverk að vinna frumvarp um gjaldtöku vegna úrvinnslugjalds, spilliefnagjalds og skilagjalds, svo og skipulag og framkvæmd gjaldtökunnar. Verði frumvarp þetta að lögum er hinni nýju löggjöf ætlað m.a. að koma í stað laga nr. 56/1996, um spilliefnagjald, og laga nr. 52/1989, um ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur. Nefndinni var við starf sitt m.a. ætlað að taka mið af drögum að frumvarpi til laga um úrvinnslugjald frá nóvember 2001 sem unnin voru í samvinnu umhverfis- og fjármálaráðuneytisins. Nefndin fékk á fund sinn fulltrúa frá spilliefnanefnd, Endurvinnslunni hf. og Bílgreinasambandinu þar sem framangreindir aðilar gerðu grein fyrir starfsemi sinni og fengin voru viðhorf þeirra til hugmynda sem frumvarp þetta er byggt á.
    Í nefndinni áttu sæti Sigríður Auður Arnardóttir deildarstjóri, formaður, Sigurbjörg Sæmundsdóttir deildarstjóri, báðar skipaðar án tilnefningar, Ari Edwald framkvæmdastjóri, tilnefndur af Samtökum atvinnulífsins, Ingvi Már Pálsson lögfræðingur, tilnefndur af fjármálaráðuneyti, Sigurður Jónsson framkvæmdastjóri, tilnefndur af SVÞ – Samtökum verslunar og þjónustu, Sveinn Hannesson framkvæmdastjóri, tilnefndur af Samtökum iðnaðarins, og Þorvarður Hjaltason framkvæmdastjóri, tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Björn Rúnar Guðmundsson hagfræðingur, sem einnig var skipaður í nefndina samkvæmt tilnefningu fjármálaráðuneytisins, tók ekki þátt í nefndarstarfinu þar sem hann hætti störfum hjá fjármálaráðuneytinu áður en nefndin hóf störf.
    Í byrjun ársins 2000 skipaði umhverfisráðherra samstarfsnefnd um endurnýtingu úrgangs og fékk nefndin það hlutverk að gera tillögur um aðgerðir sem stuðlað gætu að aukinni endurnýtingu úrgangs og tillögur um lagasetningu í því skyni. Í nefndinni eiga sæti fulltrúar frá Fagráði um endurnýtingu úrgangs, FENÚR, Samtökum atvinnulífsins og Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Nefndinni sem skipuð er til ársins 2003 er ætlað að fara yfir þær skuldbindingar sem Ísland hefur tekið á sig með aðild að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, EES-samningnum, hvað varðar úrvinnslu úrgangs og hvernig innleiða beri þær reglur í íslenskan rétt. Samstarfsnefndin lagði til að sett yrði sérstakt gjald á tilteknar vörur, þ.e. ökutæki, vinnuvélar, tilteknar umbúðir og hjólbarða til að unnt væri að endurnýta eða endurnota þann úrgang sem af þeim hlýst. Í fylgiskjali I með frumvarpi þessu er að finna greinargerð samstarfsnefndarinnar frá árinu 2001.
    Á síðasta áratug hafa miklar breytingar orðið í sorphirðumálum hér á landi. Aukinn áhugi á umhverfismálum hefur leitt af sér auknar kröfur einstaklinga, sveitarfélaga og atvinnulífs til þess að vörur hafi ekki skaðleg áhrif á umhverfið og að markvisst sé tekið á málum er varða úrgang. Segja má því að lyft hafi verið grettistaki í þessum málum á síðustu árum. Þá hefur aðild Íslands að EES-samningnum haft í för með sér ýmsar skyldur á sviði sorphirðumála sem teknar hafa verið upp af hálfu stjórnvalda. Frumvarp þetta byggist á því að litið er á kostnað vegna endurnýtingar, endurnotkunar og förgunar úrgangs sem hluta af kostnaði við framleiðslu og notkun viðkomandi vöru. Ekki er gert ráð fyrir, verði frumvarp þetta að lögum, að það breyti neinu um þau verkefni sveitarfélaga sem þau hafa nú, t.d. hvað varðar sorphreinsun og almenna förgun á úrgangi.
    Íslensk stjórnvöld hafa sett það markmið að dregið verði skipulega úr myndun úrgangsefna og að úrgangi sem myndast verði komið í endurnotkun og endurnýtingu, sbr. ákvæði reglugerðar nr. 805/1999, um úrgang. Eitt af markmiðum tilskipunar 1999/31/EB, um urðun úrgangs, sem öðlaðist gildi á árinu 2001, er að draga úr magni úrgangs sem fer til urðunar. Frumvarp þetta er sett fram til að skapa hagræn skilyrði til að ná framangreindum markmiðum, en því er ætlað að setja fram eins hagkvæmar lausnir á framkvæmd úrgangsmála og kostur er, þar sem þeir aðilar sem bera ábyrgð á málaflokknum, þ.e. sveitarfélög og atvinnulífið, hafi frumkvæði og samvinnu. Sett hafa verið lög sem hafa sama markmið og frumvarp þetta, þ.e. að skapa hagræn skilyrði fyrir úrvinnslu úrgangs. Fyrstu lög á þessu sviði voru lög nr. 52/1989, um ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur. Síðar tóku gildi lög um spilliefnagjald, nr. 56/1996, með síðari breytingum, nr. 134/1997. Hugmyndin að baki þeim lögum er að skapa hagrænt umhverfi fyrir atvinnurekstur sem starfar við söfnun, flutning, endurnýtingu og förgun á spilliefnum. en að mestu hefur tekist að ná tökum á söfnun, endurnýtingu og eyðingu spilliefna eftir tilkomu laganna. Við samningu þessa frumvarps hefur verið litið til þeirrar reynslu sem fengist hefur af starfi spilliefnanefndar og framkvæmd laga um spilliefnagjald, nr. 56/1996. Lagt er til að sérstakur sjóður, Úrvinnslusjóður, sjái um framkvæmd laganna og verði ráðherra til ráðgjafar um þau mál sem undir lögin falla. Gert er ráð fyrir að í stjórn Úrvinnslusjóðs sitji fulltrúar sem hagsmuni eiga að því að úrvinnsla úrgangs verði eins hagkvæm og kostur er.
    Í frumvarpi þessu er lagt til að farin verði svipuð leið og mörkuð er í lögum um spilliefnagjald og lögum um ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur hvað varðar hagrænar leiðir þannig að sköpuð séu hagræn skilyrði fyrir úrvinnslu þeirra vara sem undir frumvarpið falla, en auk einnota drykkjarvöruumbúða og þeirra vara sem verða að spilliefnum er um að ræða ökutæki, allar rafhlöður og rafgeyma, samsettar pappaumbúðir fyrir drykkjarvörur, heyrúlluplast og hjólbarða. Það fyrirkomulag að sá greiði sem mengi, svonefnd mengunarbótaregla, hefur verið haft að leiðarljósi við samningu frumvarpsins. Gert er ráð fyrir að við innflutning eða framleiðslu vöru sem fellur undir frumvarpið verði lagt úrvinnslugjald á viðkomandi vöru áður en hún fer á markað. Gjaldið á að standa undir kostnaði við úrvinnslu þess úrgangs sem af vörunum leiðir. Úrvinnslusjóður hefur umsýslu með úrvinnslugjaldi en semur við aðra aðila um framkvæmd sjálfrar úrvinnslu vörunnar. Gert er ráð fyrir að úrvinnsla þeirra vara sem falla undir frumvarpið fari fram í náinni samvinnu við hagsmunaaðila enda eru fulltrúar þeirra í stjórn Úrvinnslusjóðs. Hlutverk ríkisvaldsins er að skapa hagræn skilyrði sem nauðsynleg eru til að hrinda aðgerðunum í framkvæmd með álagningu og innheimtu úrvinnslugjalds á viðkomandi vörur.
    Samkvæmt frumvarpinu er heimilt að leggja gjald á þær vörur sem kveðið er á um í 5. og 8. gr. frumvarpsins, sbr. viðauka I–XVI með frumvarpinu, til þess að standa straum af kostnaði vegna úrvinnslu þess úrgangs sem af þeim leiðir. Úrvinnslugjald skal þannig standa undir kostnaði vegna meðhöndlunar úrgangs á söfnunarstöð, flutnings hans frá söfnunarstöð til móttökustöðvar eða til endurnýtingarstöðvar enda hafi verið greitt úrvinnslugjald af vörunum. Þá skal gjaldið standa undir endurnýtingu úrgangsins , förgun hans og greiðslu skilagjalds eftir því sem við á. Þá er heimilt að greiða fyrir förgun þess úrgangs sem blandast vörum sem greitt hefur verið úrvinnslugjald af, enda sé blöndunin hluti af eðlilegri notkun vörunnar. Meginreglan er því sú að greitt verði fyrir endurnýtingu úrgangs og förgun eftir því sem við á. Flokkuðum úrgangi sem til er kominn vegna gjaldskyldra vara verður þá hægt að skila til móttökustöðva án greiðslu sérstaks móttökugjalds.
    Í frumvarpinu er ekki að finna skilgreiningar á því hvað er átt við með einstökum vöruflokkum svo sem umbúðum, ökutækjum, málningu, rafhlöðum og hjólbörðum, þar sem einstök tollskrárnúmer eru tilgreind í viðaukum með frumvarpinu og skilgreina þannig nánar viðkomandi vöruflokka.
    Við gerð frumvarps þessa var tekið mið af þeim skuldbindingum sem íslensk stjórnvöld hafa undirgengist á grundvelli samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, sem tók gildi hér á landi 1. janúar 1994. Helstu tilskipanir á þessu sviði eru tilskipun um umbúðir og umbúðaúrgang, tilskipun um úr sér gengin ökutæki og tilskipun um urðun úrgangs. Þá er í undirbúningi tilskipun um raftæki og rafeindabúnað. Einnig var litið til almennra tilskipana um úrgang og tilskipana um bann og takmörkun á tilteknum efnum.
    Árið 1996 tók gildi hér á landi reglugerð nr. 609/1996, um meðferð umbúða og umbúðaúrgangs. Reglugerðin var sett til að lögfesta tilskipun 94/62/EB um umbúðir og umbúðaúrgang. Markmið tilskipunarinnar er að samhæfa ráðstafanir aðildarríkjanna við meðhöndlun umbúða og umbúðaúrgangs til að koma í veg fyrir eða draga úr áhrifum þeirra á umhverfið. Meðhöndlun umbúða skal fyrst og fremst miðast að því að koma í veg fyrir myndun úrgangs, endurnota skal umbúðaúrgang sé þess kostur en endurvinna umbúðir og endurnýta umbúðaúrgang ella til að draga sem mest úr brennslu eða urðun. Í tilskipuninni eru skilgreindar sjö tegundir umbúðaefna og eru sett fram töluleg markmið um endurnýtingu þeirra. Þannig á að vera búið að ná því markmiði að 50–65% umbúðaúrgangs verði endurnýtt og 25–45% endurunnin, þar af minnst 15 % af hverju umbúðaefni. Hér á landi vantar enn upp á að ná 15% endurvinnslumarkmiðinu í umbúðaefnaflokkunum: plast, pappi, pappír, karton, samsettar umbúðir og spunaefni. Þá er 25% endurnýtingarmarkmiðinu náð í efnaflokkunum: gler, málmar og timbur. Heildarendurnýting umbúðaúrgangs hér á landi er nú um 20%. Með því að leggja úrvinnslugjald á þá efnaflokka sem falla undir ákvæði til bráðabirgða III, þ.e. pappírs-, pappa- og plastumbúðir, aðra en þá sem tilgreindir eru í 1. tölul. 8. gr. frumvarpsins, er gert ráð fyrir að framangreindum skuldbindingum Íslands samkvæmt tilskipun 94/62/EB verði fullnægt. Rétt þykir að þessir vöruflokkar beri úrvinnslugjald frá árinu 2004 enda ekki talið æskilegt að starfsemi Úrvinnslusjóðs verði of umfangsmikil í byrjun. Lög um ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur ná aðeins til lítils hluta þeirra umbúða sem falla undir framangreinda reglugerð en í þeim lögum er kveðið á um að lagt skuli skilagjald á drykkjarvörur í einnota umbúðum úr stáli, áli, gleri eða plastefni.
    Í tilskipun um úr sér gengin ökutæki, 2000/53/EB, sem tók gildi 21. október 2000, en lögleiðingu tilskipunarinnar átti að vera lokið hér á landi 21. apríl 2002, er að finna heildarramma um meðhöndlun allra farartækja sem eigendur vilja losa sig við. Í tilskipuninni er kveðið á um að setja þurfi upp kerfi sem tryggir móttöku allra úr sér genginna ökutækja og að því marki sem unnt er einnig annars úrgangs og hluta sem fjarlægðir eru þegar gert er við fólksbíla. Ákvæði tilskipunarinnar hafa það í för með sér að koma þarf upp umfangsmiklu kerfi endurvinnslu. Öll úr sér gengin ökutæki skal færa til endurnýtingar í endurnýtingarstöð sem hefur starfsleyfi sem slík. Tryggja þarf að afhending ökutækis til endurnýtingar hafi ekki kostnað í för með sér fyrir síðasta eiganda þess þó það sé verðlaust. Lagt er til í frumvarpi þessu að markmiðum tilskipunarinnar verði náð með því að úrvinnslugjald verði lagt á ökutæki og að fjármunir sem þannig eru innheimtir verði notaðir til að greiða fyrir söfnun og endurnýtingu ökutækjanna. Þá er í frumvarpinu lagt til að greitt verði gjald til þeirra sem afhenda gjaldskylt ökutæki til móttökustöðvar. Mikilvægt er að kerfið verði heildstætt, einfalt og mismuni ekki ökutækjaeigendum eftir aldri ökutækisins. Þannig er lagt til að öllum gjaldskyldum ökutækjum, sem a.m.k. einu sinni hefur verið greitt úrvinnslugjald af, sé hægt að skila til úrvinnslu og að sá sem afhendir ökutækið fái greitt skilagjald 10.000 kr. Í tilskipuninni eru ákvæði um endurvinnsluhlutfall og hvaða efni í ökutækjum skal meðhöndla sérstaklega. Auk þess er í tilskipuninni gert ráð fyrir að hluti af gjaldinu sé skilagjald sem eigandi ökutækis fær þegar hann kemur því í endurvinnslu. Eins og áður segir tók tilskipunin gildi hér á landi 21. apríl 2002 og er því brýnt að lögleiða ákvæði hennar.
    Samkvæmt tilskipun um urðun úrgangs, 1999/31/EB, verður í áföngum bannað að urða tiltekinn úrgang, þar á meðal hjólbarða. Því er nauðsynlegt að auka endurnýtingu á hjólbörðum hérlendis og er lagt til í frumvarpinu að það verði gert með því að leggja úrvinnslugjald á hjólbarða.
    Þeir vöruflokkar sem frumvarpið tekur til eru hugsaðir sem fyrsta skref til að draga úr magni úrgangs. Þegar reynsla hefur fengist af framkvæmd laganna, verði frumvarpið að lögum, og þegar frekari vinna hefur farið fram varðandi umfang annarra vöruflokka, svo sem rafeindatækja, munu væntanlega fleiri vöruflokkar bætast við og verða felldir undir lög um úrvinnslugjald. Lagt er hins vegar til að tilteknir vöruflokkar sem tilgreindir eru í ákvæði til bráðabirgða III beri úrvinnslugjald frá 1. janúar 2004 en talið er mikilvægt vegna skuldbindinga Íslands samkvæmt EES-samningnum að þeir vöruflokkar verði næst teknir inn í það kerfi sem frumvarpið mælir fyrir um.

Athugasemdir við einstakar greinar frumvarpsins.


Um 1. gr.


    Í greininni kemur fram það markmið laganna að skapa hagræn skilyrði fyrir endurnotkun og endurnýtingu úrgangs í þeim tilgangi að draga úr mengun og minnka það magn úrgangs sem fer til endanlegrar förgunar og tryggja viðeigandi förgun spilliefna. Með því mundi endurnýting og endurnotkun þess úrgangs sem frumvarpið tekur til aukast verulega. Tilgangur frumvarpsins er að finna leið til þess að ná tökum á því vandamáli sem vaxandi úrgangsmagn neysluþjóðfélagsins hefur í för með sér.

Um 2. gr.

    Í greininni eru skilgreind helstu orð og orðasambönd sem notuð eru í frumvarpinu og unnið hafa sér sess á þessu sviði. Orðanotkun hefur verið samræmd við gildandi reglugerð um úrgang, nr. 805/1999.
    

Um 3. gr.

    Í 1. mgr. er kveðið á um þá meginreglu að leggja skuli úrvinnslugjald á vörur hvort sem þær eru fluttar inn til landsins eða framleiddar hér á landi. Álagning gjaldsins ákvarðast í viðaukum með lögunum, sbr. 5. og 8. gr. frumvarpsins, en í viðaukum er gjaldið tilgreint á hverja vörutegund samkvæmt tollskrárnúmeri. Í frumvarpinu er kveðið á um álagningu úrvinnslugjalds á tiltekna vörur til að skapa hagræn skilyrði fyrir úrvinnslu þess úrgangs sem af þeim hlýst.
    Í 2. mgr. eru tilgreindir þeir kostnaðarþættir sem lagt er til að úrvinnslugjald standi undir, sbr. 1. mgr. 4. gr.

Um 4. gr.

    Í 1. mgr. er kveðið á um fjárhæð úrvinnslugjalds. Skal fjárhæðin taka mið af áætlun um þá kostnaðarþætti sem tilgreindir eru í 2. mgr. 3. gr., þ.e. vegna magns flokkaðs úrgangs sem áætlað er að safnist, meðferðar hans á söfnunarstöðvum, flutnings og endurnýtingar úrgangs. Þá skal fjárhæð gjaldsins taka mið af kostnaði vegna förgunar spilliefna og annars flokkaðs úrgangs eftir því sem við á og kostnaði vegna förgunar úrgangs sem blandast hefur vöru sem ber úrvinnslugjald. Einnig tekur fjárhæðin mið af kostnaði vegna greiðslu skilagjalds á ökutæki og drykkjarvöruumbúðir og kostnaði vegna starfsemi Úrvinnslusjóðs. Förgun sem tengd er endurnýtingu úrgangs er stundum nauðsynleg, t.d. þegar verðlausir afgangar, sem ekki er hægt að endurnýta, falla til þegar úrgangur er undirbúinn til endurnýtingar. Í greininni er kveðið á um að heimilt sé að greiða fyrir förgun úrgangs sem blandast hefur vörum sem greitt hefur verið úrvinnslugjald af, enda sé blöndunin hluti af eðlilegri notkun vörunnar, hér undir falla t.d. olíusíur og olíumengaður tvistur. Aðrir kostnaðarliðir sem úrvinnslugjaldinu er ætlað að standa undir er kostnaður vegna framkvæmdar laganna, þ.e. starfsemi Úrvinnslusjóðs, þar á meðal kynningarstarfs hans til að auka skil á þeim vörum sem undir lögin falla.
    Þeim vöruflokkum sem tilgreindir eru í 8. gr. er skipt í uppgjörsflokka en hver uppgjörsflokkur skal vera fjárhagslega sjálfstæður, þannig að tekjum hvers uppgjörsflokks verði einvörðungu varið til að mæta gjöldum hlutaðeigandi flokks. Úrvinnslusjóður hefur þær skyldur að gera upp hvern uppgjörsflokk fyrir sig og sjá til þess að fjármunir úr einum uppgjörsflokki verði ekki notaðir til að greiða niður kostnað í öðrum. Þannig getur t.d. álagt úrvinnslugjald á hjólbarða ekki greitt fyrir úrvinnslu á rafgeymum. Við gerð greinarinnar var höfð hliðsjón af 2. og 5. mgr. 5. gr. laga nr. 56/1996, um spilliefnagjald, en sambærilegt fyrirkomulag og hér er mælt fyrir um hefur verið við lýði við framkvæmd þeirra laga.
    Úrvinnslusjóður, sbr. 17. gr. frumvarpsins, skal fylgjast með því hvort þörf sé á að breyta fjárhæð úrvinnslugjalds eða álagningu skilagjalds svo og hvort leggja skuli úrvinnslugjald á nýjar vörur. Telji stjórn sjóðsins þörf á slíkum breytingum leggur hún fram tillögu til umhverfisráðherra um breytingu á lögunum. Í 2. mgr. er kveðið á um að umhverfisráðherra skuli leggja tillögu fyrir fjármálaráðherra um framangreindar breytingar að fenginni tillögu Úrvinnslusjóðs. Sé að mati fjármálaráðherra þörf á þessum breytingum flytur hann frumvarp þar að lútandi á Alþingi.

Um 5. gr.


    Ákvæði 5. og 6. gr. taka mið af tilskipun 2000/53/EB, um úr sér gengin ökutæki, en í henni er mælt fyrir um heildarramma um meðhöndlun ökutækja sem eigendur vilja losa sig við. Samkvæmt tilskipuninni þarf að setja upp kerfi sem tryggir móttöku allra bílflaka og að því marki sem unnt er einnig annars úrgangs og hluta sem fjarlægðir eru þegar gert er við ökutæki. Tilskipunin kveður á um að tryggja þurfi að afhending bílflaks til endurvinnslu hafi ekki kostnað í för með sér fyrir síðasta eiganda ökutækisins þó að það sé verðlaust eða hafi jafnvel neikvætt markaðsverð. Til að uppfylla ákvæði framangreindrar tilskipunar er hér lögð til sú leið að leggja úrvinnslugjald á ökutæki og að þeir fjármunir sem þannig eru innheimtir verði notaðir til að greiða fyrir söfnun og endurnýtingu ökutækjanna.
    Í greininni er kveðið á um að skráður eigandi ökutækis skuli á hverju gjaldtímabili greiða árlega úrvinnslugjald, samtals að fjárhæð 1.040 kr., fyrir öll gjaldskyld ökutæki samkvæmt lögum nr. 39/1988, um bifreiðagjald. Í 2. mgr. 1. gr. þeirra laga eru gjaldskyld ökutæki skilgreind, en greiða skal úrvinnslugjald fyrir þau ökutæki sem þar eru tilgreind. Gjaldið skal innheimt með sama hætti og bifreiðagjald, enda fellur það vel að þeirri innheimtu. Skv. 1. mgr. 3. gr. laga um bifreiðagjald eru gjalddagar bifreiðagjalds 1. janúar og 1. júlí ár hvert en lagt er til að gjalddagar úrvinnslugjalds verði þeir sömu. Greiða ber því gjaldið tvisvar á ári, kr. 520 í hvort skipti. Gjald vegna nýskráðra ökutækja greiðist í hlutfalli við skráningartíma á gjaldtímabilinu og er gjaldskyldan frá og með afhendingu skráningarmerkis, sbr. 2. mgr. 3. gr. laga um bifreiðagjald. Lagt er til að undanþáguákvæði 4. gr. laga um bifreiðagjald eigi hér ekki við enda er gert ráð fyrir að úrvinnslugjald verði lagt á öll ökutæki án undantekninga og er það í samræmi við markmið frumvarpsins að skapa hagræn skilyrði fyrir úrvinnslu úrgangs þeirra vöruflokka sem undir frumvarpið falla. Gjaldið fellur niður þegar liðin eru 15 ár frá skráningu ökutækis hér á landi.

Um 6. gr.

    Með greininni er lagt til að móttökustöð skuli greiða þeim sem afhendir henni gjaldskylt ökutæki til endanlegrar endurnýtingar og förgunar 10.000 kr., enda hafi ökutækið verið afskráð. Hér er því mælt fyrir um að úrvinnslugjald á ökutæki sé að hluta til endurgreitt í formi skilagjalds.
    Ökutæki þarf að hafa verið afskráð og greitt af því úrvinnslugjald í það minnsta einu sinni til að hægt sé að greiða gjaldið. Móttökustöð hefur heimild til að greiða hærra gjald en kveðið er á um í ákvæðinu, til að mynda í þeim tilvikum þegar hægt er að nýta bílflakið í varahluti eða ökutæki er afhent í ásigkomulagi sem auðveldar úrvinnslu, t.d. búið að hreinsa olíu úr því og önnur spilliefni. Úrvinnsla slíkra ökutækja yrði hagkvæmari og því rétt að láta viðkomandi njóta þess í formi hærri endurgreiðslu.
    Þegar móttökustöð hefur greitt gjald skv. 1. mgr. fær hún greitt ákveðið gjald fyrir hvert ökutæki frá Úrvinnslusjóði sem nánar er kveðið á um í reglugerð.

Um 7. gr.

    Í greininni er kveðið á um skilagjald á drykkjarvöruumbúðir. Greiða skal úrvinnslugjald fyrir einnota drykkjarvöruumbúðir með skilagjaldi úr áli, stáli, gleri og plasti, sbr. ákvæði 8. gr. frumvarpsins og viðauka III. Þessi ákvæði koma í stað laga nr. 52/1989, um ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur, sbr. þó ákvæði til bráðabirgða II. Endurgreiða skal neytendum skilagjaldshluta úrvinnslugjaldsins sem nemur 9 kr. með virðisaukaskatti á hverja umbúðaeiningu, þegar þeir skila henni til endurnýtingar.

Um 8. gr.


    Í 1. mgr. er fjallað um hvaða vörur og vöruflokkar skuli bera úrvinnslugjald. Auk ákvæðisins er að finna sérheimild um gjaldtöku ökutækja í 5. gr. frumvarpsins. Eins og kemur fram í almennum athugasemdum er hér eingöngu um að ræða þá vöruflokka sem ákveðið hefur verið að byrja að gjaldtaka, en ætlunin er síðan að fleiri vörur bætist við eftir því sem ástæða þykir til á grundvelli stefnumörkunar stjórnvalda og skuldbindinga þeirra í úrgangsmálum. Gjaldið skal leggja bæði á innfluttar vörur og innlenda framleiðslu, en það er innflytjandi viðkomandi vöru eða framleiðandi sem greiðir úrvinnslugjaldið við innflutning og framleiðslu hennar.
            Í greininni er vísað til viðkomandi viðauka í frumvarpinu en í þeim er kveðið á um tollskrárnúmer og fjárhæð úrvinnslugjalds. Í 4. gr. er kveðið á um hvernig fjárhæðin skuli ákvörðuð, en hún byggist m.a. á áætlun á innflutnings- og framleiðslumagni vörunnar sem er breytilegt milli ára og innan árs. Magn úrgangs verður einnig að áætla og þar með kostnað við úrvinnslu hans.
    Vöruflokkar þeir sem tilgreindir eru í greininni eru umbúðir, olíuvörur, lífræn leysiefni, klórbundin efnasambönd, málning og litarefni, rafhlöður, rafgeymar, vörur í ljósmyndaiðnaði, kvikasilfursvörur, varnarefni, kælimiðlar og hjólbarðar. Vöruflokkar í 1.–5. tölul. hafa síðan undirflokka sem eru tilgreindir þar nánar. Umbúðir falla undir 1. tölul. greinarinnar en við ákvörðun um hvaða umbúðir skuli síðar falla undir lögin ber að taka mið af tilskipun 94/62/EB, um umbúðir og umbúðaúrgang, sbr. ákvörðun 97/129/EB, um auðkenningarkerfi fyrir umbúðir og umbúðaefni. Í þeirri ákvörðun eru umbúðir flokkaðar í sjö efnisflokka, svo sem plastefni, pappír og pappa, málma og samsett efni. Undir þessum yfirflokkum eru síðan undirflokkar. Samsettar umbúðir eru umbúðir samsettar úr tveimur eða fleiri efnum, t.d. pappír og ýmsum málmum, plasti og áli, gleri og plasti í áföngum. Lagt er til að í byrjun verði lagt úrvinnslugjald á heyrúlluplast, samsettar pappaumbúðir fyrir drykkjarvörur, en það eru t.d. mjólkur- og safafernur. Vöruflokkar sem falla undir 2.–9. tölul. eru sömu vöruflokkar og bera spilliefnagjald í dag, sbr. ákvæði reglugerðar um álagningu spilliefnagjalds, nr. 578/2000, með síðari breytingum. Þó er gert ráð fyrir að allar rafhlöður hvort sem þær verða að spilliefnum eða ekki falli undir frumvarpið. Í 10. tölul. er lagt til að hjólbarðar beri úrvinnslugjald en undir ákvæðið falla hjólbarðar fyrir flugvélar, reiðhjól, ökutæki og vinnuvélar. Samkvæmt tilskipun 1999/31/EB, um urðun úrgangs, verður bannað að urða hjólbarða og því er nauðsynlegt að auka endurnýtingu hjólbarða hér á landi til að uppfylla ákvæði tilskipunarinnar. Ljóst er að nauðsynlegt verður að bæta við fleiri vöruflokkum síðar og munu t.d. fleiri umbúðaflokkar bætast við árið 2004, sbr. ákvæði til bráðabirgða III og einnig er fyrirsjáanlegt að stuðla þurfi að endurnýtingu á rafbúnaði og rafeindatækjum.
    Ákvæði 2. mgr. greinarinnar er í samræmi við 2. mgr. 2. gr. laga nr. 97/1987, um vörugjald.
    Í 3. mgr. er veitt heimild fyrir fyrirtæki og atvinnugreinar til að gera samninga sín á milli til að tryggja úrvinnslu úrgangs vegna svartolíu og er þá gert ráð fyrir að svartolía, sbr. tollskrárnúmer 2710.1920, sé undanþegin gjaldtöku hafi stjórn Úrvinnslusjóðs staðfest samningana. Ákvæðið tekur mið af 2. mgr. 4. gr. laga um spilliefnagjald, nr. 56/1996. Slíkur samningur hefur verið gerður á milli olíufélaganna þriggja, þ.e. Olíufélagsins hf., Olíuverslunar Íslands og Skeljungs hf. á grundvelli framangreinds ákvæðis í formi yfirlýsingar sem staðfest var af umhverfisráðherra. Meðan sú yfirlýsing er í gildi er svartolía undanþegin úrvinnslugjaldi. Gert er ráð fyrir að Úrvinnslusjóður fari yfir framangreinda yfirlýsingu þegar til endurskoðunar hennar kemur og geti þá endurnýjað hana að fenginni umsögn Umhverfisstofnunar, sbr. 3. mgr. 17. gr. Verði það ekki gert mun svartolía bera úrvinnslugjald, sbr. viðauka IV. Vísast að öðru leyti um þetta til ákvæðis til bráðabirgða I.

Um 9. gr.


    Í greininni er kveðið nánar á um þá meginreglu sem fram kemur í 1. mgr. 3. gr. frumvarpsins, þ.e. að leggja skuli úrvinnslugjald á vörur hvort sem þær eru fluttar inn til landsins eða framleiddar hér á landi. Í greininni er sett fram nánari skilgreining á því hverjir teljast vera gjaldskyldir aðilar í skilningi laganna og er hún í samræmi við 4. gr. laga nr. 97/1987, um vörugjald, með síðari breytingum. Í 1. mgr. eru gjaldskyldu aðilarnir tilteknir í þremur liðum. Í fyrsta lagi eru það þeir sem flytja til landsins gjaldskyldar vörur samkvæmt lögunum til endursölu og eru skráðir á vörugjaldsskrá skv. 4. gr. laga nr. 97/1987, um vörugjald. Í öðru lagi eru það þeir sem flytja til landsins gjaldskyldar vörur til eigin nota og í þriðja lagi þeir sem framleiða gjaldskyldar vörur innan lands. Ákvæði 1. mgr. greinarinnar á þó ekki við ökutæki. Greiðsluskylda í því tilviki hvílir á skráningarskyldum eiganda ökutækisins, sbr. 5. gr. frumvarpsins.
    Samkvæmt 3. mgr. greinarinnar ber gjaldskyldum aðilum, öðrum en þeim sem flytja vörur til landsins til eigin nota, að tilkynna atvinnurekstur sinn eða starfsemi til skráningar hjá skattstjóra þar sem aðili hefur lögheimili, eigi síður en 15 dögum áður en vörugjaldsskyld starfsemi hefst. Er þetta ákvæði í samræmi við lög nr. 97/1987, um vörugjald.
         

Um 10. gr.


    Í greininni er mælt fyrir um álagningu gjalds. Hér er um að ræða sama fyrirkomulag og kveðið er á um í lögum um vörugjald, nr. 97/1987. Tollstjórar annast álagningu og innheimtu úrvinnslugjalds af gjaldskyldum innfluttum vörum en skattstjórar annast álagningu gjalds vegna innlendrar framleiðslu sem tollstjórar innheimta. Greinin er efnislega samhljóða 8. gr. laga nr. 97/1987, um vörugjald.

Um 11. gr.


    Í greininni er kveðið á um uppgjörstímabil, gjalddaga og greiðslufrest í tengslum við úrvinnslugjald með hliðsjón af tilgreiningu gjaldskyldra aðila í 1. mgr. 9. gr. frumvarpsins. Greinin er sambærileg 1.–3. mgr. 9. gr. laga nr. 97/1987, um vörugjald.

Um 12. gr.


    Greinin kveður á um útfyllingu skýrslna um úrvinnslugjald fyrir innlenda framleiðendur og álag. Miðað er við uppgjörstímabil vörugjalds. Ríkisskattstjóri ákveður form skýrslunnar. Um málsmeðferð fer eftir ákvæðum laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt. Sé ekki greitt úrvinnslugjald á gjalddaga er farið með innheimtu þess eins og um vörugjald sé að ræða. Álag skal vera 1% af þeirri upphæð sem vangreidd er fyrir hvern byrjaðan dag eftir gjalddaga, þó ekki hærra en 10%. Greinin er efnislega samhljóða 5.–7. mgr. 9. gr. laga nr. 97/1987, um vörugjald.

Um 13. gr.


    Hér er kveðið á um rétt aðila til að kæra ágreining vegna framkvæmdar laganna og reglugerða settra samkvæmt þeim. Í ágreiningsmálum um tollflokkun vöru skal fara eftir ákvæðum tollalaga, nr. 55/1987, með síðari breytingum. Greinin er efnislega samhljóða 11. gr. laga nr. 97/1987, um vörugjald.

Um 14. gr.


    Í greininni er kveðið á um að Úrvinnslusjóður sé stofnun í eigu ríkisins en Úrvinnslusjóður fellur undir A-hluta fjárlaga, sbr. 3. gr. laga nr. 88/1997, um fjárreiður ríkisins. Lagt er til að Úrvinnslusjóður fari með framkvæmd laganna verði frumvarp þetta að lögum og að sjóðurinn heyri undir umhverfisráðherra. Þá er sjóðurinn ráðherra til ráðgjafar um mál þau sem undir lögin falla.

Um 15. gr.


    Í 1. mgr. er kveðið á um hlutverk Úrvinnslusjóðs en meginhlutverk hans er að hafa með höndum umsýslu úrvinnslugjalds sem lagt er á þær vörur sem undir frumvarpið falla og ráðstafa síðan þessu gjaldi í samræmi við ákvæði frumvarpsins.
    Í 2. mgr. kveðið á um það kerfi sem koma þarf á til að tryggja úrvinnslu úrgangs sem tilkominn er vegna þeirra vara sem falla undir frumvarpið. Markmiðið er að skapa hagræn skilyrði sem eru nauðsynleg til að hrinda aðgerðum í framkvæmd. Gert er ráð fyrir að Úrvinnslusjóður semji við aðra aðila um framkvæmdina á sjálfri úrvinnslunni á grundvelli útboða eða verksamninga. Ekki er því gert ráð fyrir að Úrvinnslusjóður sjái sjálfur um þá framkvæmd. Gert er ráð fyrir að ávallt sé reynt að finna hagkvæmustu lausnina fyrir úrvinnslu úrgangsins þannig að fjárhæð úrvinnslugjalds sé haldið í lágmarki. Í 4. gr. er kveðið nánar á um kostnaðarforsendur gjaldtökunnar. Það er því hlutverk Úrvinnslusjóðs að koma þeim fjármunum sem sjóðurinn hefur með höndum til þeirra aðila sem bjóða hagkvæmustu lausnirnar fyrir úrvinnslu viðkomandi uppgjörsflokks.
    Í 3. mgr. er lagt til að Úrvinnslusjóði sé skylt að endurgreiða útflytjanda gjaldskyldrar vöru úrvinnslugjaldið enda sýni hann fram á að varan eða úrgangur frá henni sé fluttur úr landi og komi því ekki til úrvinnslu hér á landi. Þá er kveðið á um heimild sjóðsins til að semja um endurgreiðslu úrvinnslugjalds vegna endurnýtingar á eigin úrgangi rekstraraðila. Í reglugerð skal nánar kveðið á um þessar endurgreiðslur.
    Í 4. mgr. er kveðið á um ársskýrslu Úrvinnslusjóðs en í henni er gerð grein fyrir innheimtu úrvinnslugjaldsins og hvernig sjóðurinn hefur ráðstafað gjaldinu eftir uppgjörsflokkum. Þá ber í ársskýrslu m.a. að gera grein fyrir magni innflutnings og vara framleiddra innan lands sem bera úrvinnslugjald og hversu mikið af úrgangi frá þeirri vöru hefur verið skilað til móttökustöðva. Framangreindar upplýsingar eru forsenda þess að hægt sé að taka ákvarðanir um hvort gera þurfi breytingar á gjaldtöku hvort sem er til hækkunar eða lækkunar. Þá veita þær upplýsingar um hvort þeir hvatar sem kerfið sem frumvarpið byggist á séu nægjanlegir eða hvort grípa þurfi til frekari aðgerða. Úrvinnslusjóði ber auk þess að gera fjárhagsáætlun ár hvert fyrir næsta ár þar á eftir á grundvelli magns gjaldskyldrar vöru, flokkaðs úrgangs sem safnast og kostnaðar við úrvinnslu. Gert er ráð fyrir, sbr. 3. mgr. 17. gr., að stjórn Úrvinnslusjóðs staðfesti ársskýrslur og fjárhagsáætlanir og hafi eftirlit með því að þær séu gerðar en þær þurfa að berast stjórninni fyrir 1. júní ár hvert og vísast um þetta til athugasemda við 17. gr.
    Í 5. mgr. er lagt til að Úrvinnslusjóður skuli hafa samráð við hlutaðeigandi aðila um þætti er þá varða. Mjög mikilvægt er að Úrvinnslusjóður starfi í samráði við þá aðila sem hafa hagsmuni af þeim þáttum sem undir frumvarpið falla þannig að framkvæmd þeirra verði sem bestum hætti.

Um 16. gr.


    Í greininni er kveðið á um skipan stjórnar Úrvinnslusjóðs en lagt til er að stjórnin verði skipuð til fjögurra ára í senn. Lagt er til að í stjórninni eigi sæti fulltrúar Samtaka iðnaðarins, Samtaka verslunar og þjónustu, Sambands íslenskra sveitarfélaga og einn sameiginlegur fulltrúi frá Samtökum fiskvinnslustöðva og Landssambands íslenskra útvegsmanna, auk formanns nefndarinnar sem skipaður er af ráðherra án tilnefningar. Lagt er til að stjórnin sé skipuð þeim fulltrúum sem mestra hagsmuna hafa að því að kerfið sem frumvarpi byggist á feli í sér eins hagkvæmar lausnir og unnt er. Fulltrúar atvinnulífsins eiga meiri hluta í nefndinni enda er með frumvarpi þessu lagt til að sá sem til úrgangs stofnar greiði fyrir endurnýtingu, endurnotkun eða förgun úrgangs. Þá hafa sveitarfélögin ríkar skyldur í sorphirðumálum, en þeim ber að sjá um söfnun heimilisúrgangs í viðkomandi sveitarfélagi. Þau bera einnig ábyrgð á að starfræktar séu móttöku- og söfnunarstöðvar fyrir úrgang sem fellur til í sveitarfélaginu.
    Ekki er gert ráð fyrir að varamenn verði skipaðir nema varaformaður og skal hann koma úr hópi stjórnarmanna. Umhverfisráðherra ákveður hver þóknun stjórnarmanna skuli vera og greiðist hún af Úrvinnslusjóði.

Um 17. gr.


    Í greininni er fjallað um hlutverk stjórnar Úrvinnslusjóðs. Gert er ráð fyrir að stjórnin hafi yfirumsjón með starfsemi sjóðsins og beri endanlega ábyrgð á starfsemi hans gagnvart ráðherra. Í 2. mgr. er gert ráð fyrir að stjórn Úrvinnslusjóðs hafi það hlutverk að móta stefnu um alla meginstarfsemi sjóðsins, svo sem um þau verkefni sem hann hefur með höndum og helstu áherslur í starfsemi hans. Slíka stefnumótun ber ráðherra að staðfesta þannig að gert er ráð fyrir að hún sé unnin í samráði við ráðherra. Við þá vinnu ber m.a. að taka mið af stefnumörkun stjórnvalda sett í úrgangsmálum. Þannig er gert ráð fyrir að starfsemi sjóðsins verði í samræmi við það sem stjórnvöld leggja áherslu á í málaflokknum á hverjum tíma.
    Í 3. mgr. er lagt til að stjórnin staðfesti ársskýrslu og fjárhagsáætlanir sem Úrvinnslusjóður vinnur, sbr. 15. gr., og að hún hafi eftirlit með því að þær séu unnar. Það er síðan hlutverk stjórnar að kynna þær fyrir ráðherra fyrir 1. júní ár hvert enda ber stjórnin ábyrgð á starfseminni gagnvart ráðherra. Þannig er ráðherra árlega gerð grein fyrir meginstarfsemi sjóðsins, svo sem um innheimt úrvinnslugjöld og ráðstöfun þeirra og magn þess úrgangs sem fallið hefur til. Slíkar upplýsingar eru mikilvægt tæki við stefnumótun stjórnvalda í úrgangsmálum. Þá er það hlutverk stjórnar að staðfesta samninga sem gerðir eru á grundvelli 3. mgr. 8. gr. telji hún að þeir samningar uppfylli markmið frumvarpsins.
    Í 4. mgr. er lagt til að stjórn Úrvinnslusjóðs leggi fram tillögu til ráðherra um þær breytingar sem gera þarf á úrvinnslugjaldi. Þannig ber Úrvinnslusjóði að leggja til breytingar á fjárhæð úrvinnslugjalds og tillögur um nýjar gjaldskyldar vörur. Við slíka tillögugerð ber stjórninni að taka mið af skuldbindingum stjórnvalda, svo sem á grundvelli samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, og stefnumörkun stjórnvalda. Í almennum athugasemdum með frumvarpi þessu er gerð grein fyrir þeim tilskipunum sem fela í sér framangreindar skuldbindingar, en þær eru tilskipun um umbúðir og umbúðaúrgang, tilskipun um úr sér gengin ökutæki og tilskipun um urðun úrgangs. Þá er í undirbúningi tilskipun um raftæki og rafeindabúnað. Jafnframt er það hlutverk stjórnar að leggja til að lagt verði skilagjald á vöru ef stjórnin telur þess þörf til að ná fram auknum skilum hennar. Með skilagjaldi er átt við að þeir sem skila úrgangi til móttökustöðvar fái greitt tiltekið gjald fyrir, skilagjald. Slíkt gjald er greitt nú af einnota umbúðum undan drykkjarvöru en í frumvarpinu er gert ráð fyrir að ökutæki beri einnig skilagjald, sbr. 5. gr.

Um 18. gr.


    Í greininni er kveðið á um hlutverk framkvæmdastjóra Úrvinnslusjóðs en stjórn sjóðsins ræður hann. Ekki er því gert ráð fyrir að hann sé skipaður af ráðherra til tiltekins tíma eins og tíðkast um þá sem skipaðir eru sem forstöðumenn ríkisstofnana. Þar sem í frumvarpi þessu er gert ráð fyrir að stjórn Úrvinnslusjóðs fari að mestu með það hlutverk sem forstöðumenn ríkisstofnana hafa almennt samkvæmt framangreindum lögum er lagt til að það verði hlutverk stjórnar en ekki framkvæmdastjóra að bera ábyrgð á starfsemi sjóðsins gagnvart ráðherra. Framkvæmdastjóri heyrir undir stjórn sjóðsins og ber ábyrgð á fjárreiðum hans og reikningshaldi gagnvart stjórninni. Þá ræður framkvæmdastjóri annað starfsfólk sjóðsins komi til þess.

Um 19. gr.


    Í 1. mgr. greinarinnar er kveðið á um þær tekjur sem standa skuli undir rekstri Úrvinnslusjóðs. Þar er um að ræða tekjur af úrvinnslugjaldi sem lagt hefur verið á vörur sem kveðið er á um í 5. og 8. gr. frumvarpsins og innheimt hefur verið. Lagt er til að hluti þessara tekna, 0,5% af því sem innheimt er, renni til ríkissjóðs sem er umsýslugjald fyrir þá vinnu sem felst í álagningu og innheimtu úrvinnslugjaldsins.
    Gert er ráð fyrir því í 2. mgr. að skorti Úrvinnslusjóð reiðufé til að standa við skuldbindingar sínar beri að tilkynna það til ráðherra. Ríkissjóði ber að gæta þess að sjóðurinn hafi ávallt nægilegt laust fé til ráðstöfunar til að standa við skuldbindingar sínar. Fjárhæð úrvinnslugjalds er ætlað að standa undir áætlun um kostnað fyrir þá efnisþætti sem tilgreindir eru í 2. mgr. 3. gr. og er gjaldinu ekki ætlað að vera hærra en þeim kostnaði nemur. Þessi kostnaður getur tekið breytingum miðað við áætlanir ef forsendur breytast. Frumvarpið gerir ráð fyrir að leggja þurfi fram frumvarp um allar breytingar á fjárhæðum úrvinnslugjalds, hvort sem er til lækkunar eða hækkunar. Slík tilvik og önnur geta leitt til þess að Úrvinnslusjóð skorti fé og á hann þá rétt á yfirdráttarheimild frá ríkissjóði. Við slíkar aðstæður gæti Úrvinnslusjóður óskað eftir láni frá ríkissjóði til að starfsemin geti haldið áfram með eðlilegum hætti.

Um 20. gr.


    Í greininni er kveðið á um viðurlög. Ákvæði tollalaga, nr. 55/1987, eiga við um viðurlög vegna brota á lögunum er varða innfluttar vörur, en ákvæði laga um virðisaukaskatt, nr. 50/1988, eiga við um innlendar framleiðsluvörur. Ákvæðið er hliðstætt 12. gr. laga um vörugjald, nr. 97/1987.
         

Um 21. gr.


    Í greininni er kveðið á um heimild til setningar reglugerða á grundvelli laganna.

Um 22. gr.


    Lagt er til að lögin öðlist gildi 1. janúar 2003. Frá sama tíma falla úr gildi lög nr. 56/1996, um spilliefnagjald, með síðari breytingum, enda hafa þau lög verið felld undir gildissvið frumvarpsins. Gert er ráð fyrir að móttaka á samsettum pappaumbúðum, rafhlöðum, rafgeymum öðrum en blýsýrurafgeymum og hjólbörðum hefjist 1. apríl 2003, 1. júlí vegna ökutækja og eigi síðar en 1. janúar 2004 vegna heyrúlluplasts. Endurgreiðsla skilagjalds á ökutæki skal hefjast 1. júlí 2003.

Um ákvæði til bráðabirgða     I.


    Í ákvæðinu er gert ráð fyrir að Úrvinnslusjóður taki við öllum sjóðum og skuldbindingum spilliefnanefndar sem stofnast hafa fyrir gildistöku laganna, þ.e. fyrir 1. janúar 2003. Undir þetta fellur m.a. yfirlýsing frá 28. desember 1998 um samstarf olíufélaganna varðandi meðferð svartolíuúrgangs frá skipum, sem staðfest var af umhverfisráðherra á grundvelli 2. mgr. 4. gr. laga nr. 56/1996, um spilliefnagjald.
    

Um ákvæði til bráðabirgða II.


    Í ákvæðinu er gert ráð fyrir að starfsemi Endurvinnslunnar hf., sbr. lög nr. 52/1989, um ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur, með síðari breytingum, verði óbreytt til ársins 2008 og munu þá lög nr. 52/1989 falla úr gildi. Úrvinnslusjóði er þó heimilt að undirbúa samning við Endurvinnsluna hf. um að ákvæði frumvarpsins sem hana varða komi til framkvæmda fyrir 1. janúar 2008 m.a. vegna þess að Endurvinnslan hf. hyggst taka að sér endurvinnslu fleiri úrgangsflokka en lög nr. 52/1989 gera ráð fyrir. Mun þá ráðherra leggja fram frumvarp til að fella frá sama tíma úr gildi lög nr. 52/1989, um ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur, með síðari breytingum.
    

Um ákvæði til bráðabirgða III.


    Hér er lagt til að umbúðaflokkarnir pappír, pappi og plast beri úrvinnslugjald frá og með 1. janúar 2004. Í 1. tölul. 8. gr. er gert ráð fyrir að þegar verði teknir inn ákveðnir undirflokkar umbúða, þ.e. heyrúlluplast og samsettar umbúðir fyrir drykkjarvörur. Aðrir umbúðaflokkar munu hins vegar bætast við frá byrjun árs 2004. Hér er um mjög stóran vöruflokk að ræða sem krefst nokkurs undirbúnings áður en hægt verður að hefja gjaldtöku vegna hans, en undir hann fellur t.d. bylgjupappír, pokar og blöð.
Fylgiskjal I.


Greinargerð samstarfsnefndar um endurnýtingu úrgangs.


Inngangur.
    Samstarfsnefnd um endurnýtingu úrgangs hefur í meðfylgjandi greinargerð dregið saman helstu forsendur og upplýsingar sem gengið var út frá við vinnu og tillögugerð nefndarinnar.
    Meðfylgjandi skýringarmynd sýnir rásir úrgangs.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.Tafla 1. Endurnýting umbúða - staða 1995 E N D U R N Ý T I N G
E N D U R V I N N S L A
Umbúða- Einn. Margn. Heildarmagn Endurvinnsla Jarðgerð Gasvinnsla Endurv. öll Orkuvinnsla Annað ENDUR-
flokkur tonn tonn tonn % tonn % tonn % tonn % tonn % tonn % tonn % NÝTING %
GLER 5000 8,5 1700 34,0 1700 34,0 0 0 1700 34,0
drykkjarv.fl. 2800 400 3200 64,0 1700 53,1 1700 53,1 0 0 1700
annað 1800 0 1800 36,0 0 0,0 0 0,0 0 0 0
PLAST 16300 27,6 1500 9,2 0 0,0 0 0,0 1500 9,2 310 1,9 0 0 1810 11,1
landb.plast 1000 0 1000 6,1 200 20,0 0 0,0 0 0,0 200 20,0 0,0 0 0 200
kassar og kör 0 1000 1000 6,1 150 15,0 0 0,0 0 0,0 150 15,0 0,0 0 0 150
filmur, sekkir, 1,0 0
pokar, blöð 8300 0 8300 50,9 0,0 0 0,0 0 0,0 0 0,0 0,0 0 0 0
plastflöskur 1300 0 1300 8,0 1100 84,6 0 0,0 0 0,0 1100 84,6 0,0 0 0 1100
ílát önnur en fl. 4000 0 4000 24,5 0,0 0 0,0 0 0,0 0 0,0 0,0 0 0 0
annað 700 0 700 4,3 50 7,1 0 0,0 0 0,0 50 7,1 0,0 0 0 50
PPK 19800 33,5 2200 11,1 0 0,0 0 0,0 2200 11,1 380 1,9 0 0 2580 13,0
bylgjupappír 10700 0 10700 54,0 2200 20,6 0 0,0 0 0,0 2200 20,6 0,0 0 0 2200
sekkir og pokar 800 0 800 4,0 0,0 0 0,0 0 0,0 0 0,0 0,0 0 0 0
kassar 7500 0 7500 37,9 0,0 0 0,0 0 0,0 0 0,0 0,0 0 0 0
annað 800 0 800 4,0 0,0 0 0,0 0 0,0 0 0,0 0,0 0 0 0
SAMS. UMB. 2800,1 4,7 0 0,0 0 0,0 0 0,0 0 0,0 55 2,0 0 0 55 2,0
drykkjarv.umb. 2800 0 2800 100,0 0 0,0 0 0,0 0 0,0 0 0,0 0,0 0 0 0
annað 0 0 0,1 0,0 0 0,0 0 0,0 0 0,0 0 0,0 0,0 0 0 0
MÁLMAR 3800 6,4 1200 31,6 1200 31,6 0 0 1200 31,6
drykkjarv.umb. 600 0 600 15,8 500 83,3 500 83,3 0 0 500
tunnur 800 0 800 21,1 700 87,5 700 87,5 0 0 700
annað 2400 0 2400 63,2 0,0 0 0,0 0 0 0
TIMBUR 11300 19,1 4400 38,9 0 0,0 0 0,0 4400 38,9 210 1,9 0 0 4610 40,8
vörubretti 10000 1000 11000 97,3 4400 40,0 0 0,0 0 0,0 4400 40,0 0,0 0 0 4400
annað 300 0 300 2,7 0,0 0 0,0 0 0,0 0 0,0 0,0 0 0 0
ANNAÐ 50 0,1 10 20,0 0 0,0 0 0,0 10 20,0 0 0,0 0 0 10 20,0
spunasekkir 50 0 50 100,0 10 20,0 0 0,0 0 0,0 10 20,0 0 0,0 0 0 10
HEILD 56650 2400 59050,1 100,0 11010 18,6 0 0,0 0 0,0 11010 18,6 955 1,6 0 0% 11965 20,3
11010
tölur í ljósgráum ramma: >15% endurvinnsla tala í milligráum ramma:25-45% endurvinnsla tala í dökkgráum ramma:50-65% endurnýting í heild
    Í 8. gr. reglugerðar nr. 609/1996, um meðferð umbúða og umbúðaúrgangs, eru tilgreind markmið sem ná skal fyrir 1. júlí 2001, nánar tiltekið að 50–65% umbúðaúrgangs skal endurnýttur, 25–45% allra umbúðaefna skulu endurunnin, þó ekki lægra hlutfall en 15% í hverri umbúðategund.
    Í töflu 2 hér að neðan, sem er einfölduð mynd af töflu 1, er staða mála í endurnýtingu umbúðaúrgangs sýnd eins og hún var 1995. Ekki er völ á nýrri tölum en ætla má að ástandið 1995 endurspegli að miklu leyti núverandi ástand.

Tafla 2. Endurnýting umbúðaúrgangs — staða 1995.
Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


    Úr töflunni má lesa að endurnýtingin á árinu 1995 nær 20% í stað 50–65%, endurvinnsla nær aðeins 19% í stað 25–45% og upp á vantar í þremur umbúðategundum, plasti, PPK og samsettum umbúðum að tilskilin 15% hlutfalli sé náð.
    Til að ná settum markmiðum í endurnýtingu umbúðaúrgangs eru eftirfarandi leiðir hugsanlegar:

Plast.
    Lagt yrði úrvinnslugjald á heyrúlluplast í innflutningi til að tryggja skil þess til endurvinnslu. Gjaldið yrði einnig notað til að skapa fjárhagslegar forsendur fyrir slíka endurvinnslu.
    Gjaldið yrði lagt á innflutning á glæru umbúðaplasti sem notað er í flutningsumbúðir fyrir innlenda framleiðslu. Einnig yrði lagt gjald á slíkar flutningsumbúðir sem berast til landsins með innfluttum vörum.

PPK.
    Lagt verði úrvinnslugjald á umbúðapappa sem berst með innfluttum vörum. Rekinn verður áróður fyrir flokkun pappa frá almennum úrgangi. Álagt úrvinnslugjald muni greiða fyrir flokkun og söfnun á slíkum úrgangi. Pappinn verður síðan endurunninn eða endurnýttur.

Samsettar umbúðir.
    Rekinn verði áróður fyrir flokkun og söfnun á fernum undan mjólk, safa o.fl. vörum til að auka skil þeirra á söfnunarstaði og þær verða endurunnar eða endurnýttar.
    Með framangreindri gjaldtöku tæki tafla 2 á sig eftirfarandi mynd:

Tafla 3. Endurnýting umbúðaúrgangs eftir álagningu úrvinnslugjalds.
    Hér hefur markmiðum reglugerðar fyrir endurvinnslu- og endurnýtingu umbúðaúrgangs verið fullnægt.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.Ökutæki.
    Til að draga úr umhverfismengun af völdum ökutækjaflaka, hefur undanfarin ár verið unnið að tillögu að nýrri tilskipun um förgun flakanna. Markmið hennar er að draga sem mest úr úrgangi sem fellur til við endurvinnslu ökutækja. Tilskipunin gerir ráð fyrir að sett verði á fót heildstætt kerfi sem sinni móttöku, meðhöndlun og endurnýtingu ökutækja. Samkvæmt tilskipuninni er gert ráð fyrir að þessu kerfi verði komið á frá og með janúar 2001. Auk þess eru í tilskipuninni sett markmið fyrir endurvinnsluhlutföll ökutækja.
    Engin úttekt liggur fyrir á fjölda þeirra ökutækjaflaka sem liggja í hirðuleysi víðsvegar um landið. Hins vegar er vitað að víða er að finna staði þar sem mikið magn af ónýtum ökutækjum og vinnuvélum sem og öðrum tækjum hefur verið safnað saman.
    Vísbendingu um vandann má sjá á fjölda afskráðra ökutækja annars vegar og þeim fjölda ökutækja sem fara í endurvinnslu hjá þeim aðilum sem taka á móti brotajárni og flytja út.
    Myndin hér að neðan sýnir fjölda nýskráðra og fjölda afskráðra ökutækja annars vegar og mat á fjölda ökutækja sem hafa verið meðhöndluð af endurvinnsluaðilum hins vegar. Með í tölunum eru fólks-, hóp-, sendi- og vörubifreiðir auk dráttarvéla. Erfitt er að bera saman tölur um afskráð ökutæki og þau sem eru endurunnin innan sama árs þar sem uppsafnaður vandi fyrri ára kemur til endurvinnslu. Þess ber einnig að geta að eitthvað er um að ökutæki séu afskráð án þess að þau séu ónýt og þau síðan endurskráð seinna.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


    Endurvinnsla á ökutækjaflökum stendur undir sér miðað við meðalheimsmarkaðsverð sem er á brotajárni. Hins vegar er ekki unnt að leggja í mikinn kostnað við að safna þeim saman til að endurvinnslan standi undir sér. Myndin hér að neðan sýnir skiptingu afskráðra ökutækja eftir landshlutum.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


    Sveitarfélög á landsbyggðinni hafa lagt í mismikla vinnu við að safna ökutækjaflökum saman og koma þeim til endurvinnslu. Nauðsynlegt er að tryggja fjármagn til að ná frekari árangri í þessari söfnun.
    Lagt er til að úrvinnslugjald sé lagt á ökutæki með álagningu bifreiðagjalds og að þeir fjármunir sem þannig eru innheimtir séu notaðir til að greiða fyrir söfnun og endurvinnslu á ökutækjunum. Auk þess er gert ráð fyrir að hluti af gjaldinu 10.000 kr. að lágmarki verði skilagjald sem eigandi ökutækis fær þegar hann kemur því til endurvinnslu.

Hjólbarðar.

Innflutningur hjólbarða 1997–1999,
Nýir gúmmíhjólbarðar fyrir bíla.
meðaltal fyrir árin

Meðalþyngd

Fjöldi, stk.

CIF-meðalverð
Innfluttir 1.822.000 kg 6 kg 303.000 335 kr./kg
Innfluttir sólaðir 404.000 kg 6 kg 67.300 227 kr./kg
Innfluttir til sólningar 656.000 kg 6 kg 109.400 95 kr./kg
Aðrir nýir hjólbarðar 95.700 kg 6 kg 16.000 350 kr./kg
Nýir gúmmíhjólbarðar fyrir almenningsvagna og vörubíla, meðaltal fyrir árin
Innfluttir nýir 489.700 kg 40 kg 12.250 314 kr./kg
Aðrir hjólbarðar, svo sem fyrir reiðhjól, bifhjól, flugvélar
Reiðhjól 3.471 kg 0,75 kg 4.628 623 kr./kg
Bifhjól 6.919 kg 2 kg 3.460 630 kr./kg
Flugvélahjólbarðar 7.950 kg 1.115 kr./kg
Nýir bílar 1.000.000 kg 100.000

Samtals: 4.485.740 kg 616.038

    Árlegur innflutningur á hjólbörðum er um 6.900 tonn. Þar af eru um 2.400 tonn er koma með nýjum og notuðum tækjum til landsins á ári. Ætla má að svipað magn falli til árlega af ónýtum eða notuðum hjólbörðum á ári. Stærsti hluti þessara hjólbarða er urðaður en eitthvað fer til brennslu eða endurvinnslu. Bann við að urða heila hjólbarða tók gildi þann 18. nóvember 2001 á grundvelli tilskipunar 1999/31/EB um urðun úrgangs. Þarf því að kurla alla hjólbarða niður þannig að hægt sé að urða þá.
    Væntanleg er löggilding á tilskipun Evrópusambandsins um urðunarstaði þar sem fram kemur að bannað verður að urða kurlaða hjólbarða eftir 18. nóvember 2004. Þetta gefur ærna ástæðu til að endurskoða stöðu þessara mála hér á landi með aukna endurvinnslu og endurnýtingu á hjólbörðum í huga.
    Í þessu sambandi virðist orkunýting á einn eða annan hátt skipta mestu máli. Í nágrannalöndum okkar er stór hluti af ónýtum og notuðum hjólbörðum notaður sem orkugjafi í sementsverksmiðjum.
    Þá skal bent á að með flokkun á notuðum hjólbörðum sem falla til hérlendis má ætla að innflutningur á notuðum hjólbörðum til sólningar verði óþarfur.
    Í flestum endurnýtingarleiðum er flokkun og kurlun hjólbarða nauðsynleg, mismikið eftir því hvaða leið er farin.

Úrvinnsla hjólbarða.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.Fylgiskjal II.


Fjármálaráðuneyti,
fjárlagaskrifstofa:


Umsögn um frumvarp til laga um úrvinnslugjald.


    Markmið frumvarpsins er að skapa hagræn skilyrði fyrir endurnotkun og endurnýtingu úrgangs í þeim tilgangi að draga úr magni úrgangs sem fer til endanlegrar förgunar og tryggja viðeigandi förgun spilliefna. Til að ná því markmiði skal leggja sérstakan skatt, úrvinnslugjald, á tiltekna vöruflokka og tekjum af gjaldinu varið til að standa straum af kostnaði við úrvinnslu þess úrgangs sem af vörunum leiðir. Miða skal gjaldtökuna við að tekjur af henni standi undir öllum kostnaði við úrvinnsluna og starfsemi Úrvinnslusjóðs, nýrrar stofnunar sem fari með umsýslu úrvinnslugjalds og framkvæmd þessara laga. Í frumvarpinu er miðað við að fullnægt verði skuldbindingum Íslands um endurvinnslu og endurnýtingu úrgangs samkvæmt tilskipunum 94/62/EB um umbúðir og umbúðaúrgang, 2000/53/EB um úr sér gengin ökutæki og 1999/31/EB um urðun úrgangs.
    Samkvæmt frumvarpinu skal úrvinnslugjald lagt á ökutæki, sbr. 5. gr., og tilteknar umbúðir og þær vörur sem nú bera spilliefnagjald, allar rafhlöður og hjólbarða, sbr. 8. gr. og ákvæði III til bráðabirgða. Gert er ráð fyrir að hluti tekna af úrvinnslugjaldi á ökutæki verði endurgreiddur í formi skilagjalds og sama gildi um einnota drykkjarvöruumbúðir úr áli, stáli, gleri og plastefnum eins og verið hefur. Lagt er til að lögin öðlist gildi 1. janúar 2003 og að frá sama tíma falli úr gildi lög nr. 56/1996, um spilliefnagjald, og að lög nr. 52/1989, um ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur, falli úr gildi ekki síðar en 1. janúar 2008.
    Í 5. gr. frumvarpsins er kveðið á um að árlega verði lagt úrvinnslugjald, kr. 1.040, á ökutæki sem gjaldskyld eru skv. 1. gr. laga nr. 39/1988, um bifreiðagjald, en gjaldskylda falli niður þegar 15 ár eru liðin frá skráningu ökutækis hér á landi, og skv. 6. gr. skal endurgreiða kr. 10.000 fyrir hvert gjaldskylt ökutæki sem úrvinnslugjald hefur verið greitt af og afhent er til endanlegrar endurnýtingar og förgunar. Samkvæmt tölum Skráningarstofunnar hf. voru 181.566 bifreiðir á skrá í árslok 2001, þar af 153.813 sem voru 15 ára eða yngri, og á árunum 1999-2001 voru að meðaltali um 7.300 bifreiðar afskráðar umfram endurskráðar. Miðað við þessar tölur yrðu tekjur af úrvinnslugjaldi 160 m.kr. á ári og þar af yrði 73 m.kr. varið til endurgreiðslna en 87 m.kr. yrðu til ráðstöfunar til greiðslu kostnaðar við úrvinnslu.
    Í 8. gr. frumvarpsins er kveðið á um að úrvinnslugjald skuli lagt á umbúðir, ýmis spilliefni og hjólbarða sem nánar eru tilgreind í viðaukum I-XVI með frumvarpinu. Í viðauka I er heyrúlluplast og gert ráð fyrir 25 kr/kg úrvinnslugjaldi. Miðað við að hér á landi séu árlega notuð um 1.600 tonn af slíku plasti yrðu tekjurnar 40 m.kr. á ári. Í viðauka II eru samsettar pappaumbúðir af ýmsum gerðum. Áætlað er að árleg notkun slíkra umbúða samsvari einnig um 1.600 tonnum og að tekjur af úrvinnslugjaldi á þær yrðu 38 m.kr. á ári. Í viðauka III eru einnota drykkjarvöruumbúðir, sbr. lög nr. 52/1989, og má í því sambandi nefna að í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2003 er gert ráð fyrir 596 m.kr. tekjum af skilagjaldi og umsýsluþóknun sem renna til Endurvinnslunnar hf. Ekki liggja fyrir nánari upplýsingar um viðauka III og er í þessari umsögn gert ráð fyrir að tekjur af úrvinnslugjaldi verði óbreyttar frá núverandi tekjum. Í viðaukum IV-XV eru sömu vöruflokkar og nú bera spilliefnagjald að því viðbættu að gert er ráð fyrir að úrvinnslugjald verði lagt á allar rafhlöður en svo er ekki samkvæmt gildandi lögum um spilliefnagjald. Í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2003 er áætlað að tekjur af spilliefnagjaldi verði 162,8 m.kr. Gert er ráð fyrir að tekjur af úrvinnslugjaldi á rafhlöður sem gildandi lög um spilliefnagjald taka ekki til en falla undir viðauka X í frumvarpinu verði um 14 m.kr. á ári. Í viðauka XVI eru hjólbarðar. Miðað við taxta viðaukans og árlegan innflutning hjólbarða og ökutækja og vinnuvéla á hjólbörðum má gera ráð fyrir að tekjur af úrvinnslugjaldi á hjólbarða yrðu um 249 m.kr. á ári.
    Samkvæmt ákvæði III til bráðabirgða skal leggja úrvinnslugjald á umbúðaflokkana pappírs- og pappaumbúðir og plastumbúðir frá og með 1. janúar 2004. Nánari upplýsingar liggja ekki fyrir og því ekki forsendur til að meta tekjur og gjöld, en um stóran vöruflokk er að ræða og því líklegt að um verulegar fjárhæðir sé að tefla.
    Niðurstaðan er því sú að verði frumvarpið óbreytt að lögum, og ákvæði þess að undanskildu ákvæði III til bráðabirgða komin til framkvæmda, má gera ráð fyrir að lagt verði u.þ.b. 1.260 m.kr. úrvinnslugjald á ári á þær vörur sem tilgreindar eru í 5. og 8. gr. en þar af eru um 500 m.kr. ný gjaldtaka frá því sem nú er samkvæmt gildandi lögum um spilliefnagjald og skilagjald á einnota drykkjavöruumbúðir. Til viðbótar kæmi svo úrvinnslugjald á umbúðaflokkana sem tilgreindir eru í ákvæði III til bráðabirgða en eins og áður hefur komið fram liggur ekki fyrir hve háar fjárhæðir þar gæti verið um að ræða. Gera má ráð fyrir að af 500 m.kr. árlegri viðbótargjaldtöku verði að meðaltali 73 m.kr. varið til greiðslu skilagjalds af ónýtum bifreiðum en 427 m.kr. verði til ráðstöfunar til að mæta kostnaði við úrvinnslu úrgangs, þ.m.t. til förgunar á þeim hluta úrgangsins sem ekki tekst að endurnýta.
    Hvað áhrif úrvinnslugjalds á afkomu ríkissjóðs varðar er til þess að líta að tekjum af úrvinnslugjaldi er ætlað að standa undir öllum kostnaði við framkvæmd laganna og að fjárhæð úrvinnslugjalds skal taka mið af kostnaðinum. Ríkissjóður mun því ekki bera beinan kostnað af framkvæmd laganna umfram það sem leiða mun af verðlagsáhrifum gjaldsins og notkun ríkisins á gjaldskyldum varningi.