Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 172. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 436  —  172. mál.




Svar



fjármálaráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur um afskrifaðar skattskuldir.

     1.      Hvernig skiptist fjárhæð afskrifaðra skattskulda árlega síðustu þrjú ár milli atvinnugreina, hlutfallslega og í fjárhæðum, milli beinna afskrifta annars vegar og óbeinna hins vegar?
    Upplýsingar um fjárhæðir afskrifaðra skattskulda árlega skipt eftir atvinnugreinum liggja ekki fyrir. Samantekt slíkra upplýsinga hefði fyrirsjáanlega í för með sér verulega vinnu og kostnað. Þá eru óbeinar afskriftir aldrei færðar til bókar eftir kennitölu, heldur færðar ósundurliðaðar í aðalbókhald.

     2.      Hver var tekjuskattsstofn þeirra einstaklinga sem fengu skattskuldir afskrifaðar á árunum 2000 og 2001, sundurliðað milli beinna og óbeinna afskrifta annars vegar og milli tekjubila sem gefur góða mynd af tekjudreifingu einstaklinganna hins vegar?

    Ekki er unnt að bera saman vélrænt upplýsingar um tekjuskattsstofn einstaklinga við afskrifaðar skattskuldir þeirra. Þá hafa kröfur frá árunum 2000 og 2001 ekki verið afskrifaðar nema að mjög litlu leyti.

     3.      Hvernig skiptast afskrifaðar skattskuldir á lögaðila og einstaklinga árlega síðustu þrjú ár? Fram komi upphafleg skattskuld annars vegar og viðurlög hvers konar, innheimtukostnaður og dráttarvextir hins vegar.

    Yfirlit í fylgiskjali sýnir beinar og óbeinar afskriftir skattskulda eftir innheimtutegund og skiptingu niður á einstaklinga og lögaðila árin 1999–2001.

     4.      Hver er skoðun ráðherra á reglum um álagðan kostnað, viðurlög og dráttarvexti vegna vanskila á skattkröfum ríkissjóðs og telur ráðherra rétt að endurskoða þær reglur?

    Í XIII. kafla laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, er að finna ákvæði um innheimtu álagðra skatta. Í 112. gr. laganna, sem fjallar um vexti, kemur fram að sé skattur ekki greiddur innan mánaðar frá gjalddaga skuli greiða ríkissjóði dráttarvexti af því sem gjaldfallið er. Til viðbótar þurfa gjaldendur að greiða fjárnámskostnað samkvæmt lögum um aukatekjur ríkissjóðs í þeim tilvikum þegar venjuleg innheimta nægir ekki. Samhljóða ákvæði er í 28. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt. Jafnframt þurfa gjaldendur virðisaukaskatts að greiða álag, allt að 10% af þeirri fjárhæð, sem vangreidd er. Þau úrræði sem hér hafa verið nefnd eru þvingunarúrræði sem ætlað erað skapa varnaðaráhrif til að knýja á um skattskil. Með þessum heimildum er stuðlað að skilvirkri stjórnsýslu á sviði skattamála. Telur ráðherra þær eðlilegar og ekki tilefni til endurskoðunar þeirra.





Fylgiskjal.


Fjársýsla ríkisins.

Afskrifaðar skattaskuldir árin 1999–2001.

Í þús kr.

Skatttekjur
Afskriftir á árinu 1999 Afskriftir á árinu 2000 Afskriftir á árinu 2001
Beinar Óbeinar Samtals Beinar Óbeinar Samtals Beinar Óbeinar Samtals
Eignarskattar 62.106 -140.356 -78.250 33.365 298.073 331.438 7.148 25.631 32.779
Eignarskattur, einstaklingar 34.276 -24.642 9.634 19.619 84.576 104.195 -182 -366 -548
Sérstakur eignarskattur, einstaklingar 2.243 -1.593 650 2.852 7.566 10.418 -17 2.699 2.682
Skattur á skrifstofu- og verslunarhúsnæði, einstaklingar
887

-1.636

-749

582

305

887

-

-245

-245
Þróunarsjóðsgjald á fasteignir, einstaklingar
-

-100

-100

-

27

27

-

-

-
Eignarskattur, lögaðilar 18.751 -86.251 -67.500 7.760 165.468 173.228 5.848 20.685 26.532
Sérstakur eignarskattur, lögaðilar 3.775 -17.611 -13.836 1.657 34.194 35.852 1.187 4.385 5.573
Skattur á skrifstofu- og verslunarhúsnæði, lögaðilar
1.873

-7.732

-5.859

550

5.296

5.846

312

-1.527

-1.215
Þróunarsjóðsgjald á fasteignir, lögaðilar
190

-791

-601

124

640

764

-

-

-
Skipulagsgjald 111 - 111 221 - 221 - - -
Tekjuskattar 861.635 -188.577 673.058 632.321 1.834.742 2.467.063 201.379 1.552.242 1.753.621
Sérstakur tekjuskattur 4.618 80.485 85.103 20.473 -55.642 -35.169 755 68.744 69.499
Vanskil launagreiðenda á staðgreiðslu tekjuskatts og útsvars
235.925

-64.862

171.063

50.749

711.665

762.414

77.561

357.044

434.605
Tekjuskattur, einstaklingar 188.944 33.989 222.933 365.696 504.298 869.994 2.423 519.382 521.805
Tekjuskattur á fjármagnstekjur, einstaklingar
552

-

552

5

251.564

251.569

-

4.039

4.039
Tekjuskattur, lögaðilar 425.416 -238.189 187.227 184.344 422.857 607.201 108.530 603.032 711.563
Staðgreiðsla skatts af fjármagnstekjum 6.180 6.180 11.055 - 11.055 12.110 12.110
Persónuskattar -6 -783 -789 2.171 9.304 11.475 61 4.255 4.316
Gjald í Framkvæmdasjóð aldraðra -6 -783 -789 2.171 9.304 11.475 61 4.255 4.316
Aðflutningsgjöld 0 0 0 2.654 0 2.654 418 0 418
Aðflutningsgjöld - - - 2.654 - 2.654 418 - 418



Skatttekjur
Afskriftir á árinu 1999 Afskriftir á árinu 2000 Afskriftir á árinu 2001
Beinar Óbeinar Samtals Beinar Óbeinar Samtals Beinar Óbeinar Samtals
Vörugjöld 3.307 0 3.307 2.042 0 2.042 1.411 -97 1.314
Vörugjald af innfluttum vörum - - - 201 - 201 5 - 5
Vörugjald af innlendri framleiðslu -57 - -57 1.671 - 1.671 121 -97 24
Vörugjald af ökutækjum 225 - 225 170 - 170 1.062 - 1.062
Vörugjald af innlendri framleiðslu og aðvinnslu ökutækja
-

-

-

-

-

-

222

-

222
Spilliefnagjald -5.808 - -5.808 - - - 1 - 1
Sérstakt vörugjald til Hafnabótasjóðs 8.947 - 8.947 - - - - - -
Virðisaukaskattur 1.734.230 -105.643 1.628.587 689.159 4.685.983 5.375.142 596.942 -66.075 530.867
Virðisaukaskattur af innfluttum vörum - - - - - - 4.297 - 4.297
Virðisaukaskattur af vörusölu og þjónustu
1.734.230

-105.643

1.628.587

689.159

4.685.983

5.375.142

592.645

-66.075

526.570
Söluskattur 19.204 -14.416 4.788 993 0 993 1.324 -976 348
Söluskattur af vörusölu og þjónustu 19.204 -14.416 4.788 993 - 993 1.324 -976 348
Sértækir þjónustuskattar 539 0 539 1.341 0 1.341 7.477 0 7.477
Flugvallagjald 539 - 539 1.341 - 1.341 7.477 - 7.477
Tryggingagjöld og skattar af launum
129.713

-33.920

95.793

23.597

171.678

195.275

19.976

249.152

269.129
Tryggingagjald 86.549 -5.481 81.068 10.779 175.848 186.626 19.926 249.621 269.547
Launaskattur, eftirstöðvar 29.134 -20.130 9.004 - 551 551 - -468 -468
Lífeyristryggingagjald, einstaklingar -92 -305 -397 1.760 -943 817 - - -
Lífeyristryggingagjald, lögaðilar 10.469 -6.724 3.745 8.216 -2.700 5.515 - - -
Slysatryggingagjald, einstaklingar 13 -135 -122 695 -360 335 - - -
Slysatryggingar útgerðarmanna vegna sjómanna
-

-

-

-

-

-

1

-

1
Slysatryggingagjald, lögaðilar 1.480 -1.061 419 1.513 -493 1.020 - - -
Slysatryggingagjald utan þinggjalda 208 - 208 1 - 1 50 - 50
Atvinnuleysistryggingagjald, einstaklingar
-29

-49

-78

330

-178

152

-

-

-
Atvinnuleysistryggingagjald, lögaðilar 1.981 -35 1.946 303 -46 258 - - -
- - - - - -



Skatttekjur
Afskriftir á árinu 1999 Afskriftir á árinu 2000 Afskriftir á árinu 2001
Beinar Óbeinar Samtals Beinar Óbeinar Samtals Beinar Óbeinar Samtals
Neyslu- og leyfisskattar 14.568 17.356 31.924 2.406 99.806 102.212 13.661 36.974 50.635
Bifreiðagjald 3.540 3.263 6.803 928 25.527 26.454 3.110 11.964 15.074
Þungaskattur af dísilbifreiðum samkvæmt ökumælum
9.610

5.645

15.255

820

52.959

53.779

9.525

38.592

48.117
Þungaskattur af dísilbifreiðum, fast árgjald
843

8.448

9.291

538

21.320

21.858

646

-13.581

-12.936
Vitagjald 82 - 82 6 - 6 - - -
Skipagjald 468 - 468 68 - 68 - - -
Lögskráning sjómannna 25 - 25 46 - 46 93 - 93
Aðrir neyslu- og leyfisskattar - - - - - - 287 - 287
Leyfisgjöld 6.606 0 6.606 2.917 0 2.917 0 0 0
Vinnsluleyfi, Fiskistofa 60 - 60 180 - 180 - - -
Leyfis- og árgjöld til Póst- og fjarskiptastofnunar
6.546

-

6.546

2.737

-

2.737

-

-

-
Eftirlitsgjöld 1.305 0 1.305 2.923 0 2.923 159 0 159
Veiðieftirlitsgjöld 691 - 691 2.923 - 2.923 - - 0
Fóðureftirlitsgjöld af innlendri framleiðslu
614

-

614

-

-

-

-

-

0
Önnur eftirlitsgjöld - - - - - - 159 - 159
Alls 2.833.207 -466.339 2.366.868 1.395.889 7.099.586 8.495.475 849.956 1.801.106 2.651.063