Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 354. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 532  —  354. mál.
Nefndarálitum frv. til l. um breyt. á l. nr. 81/1996, um löggildingu nokkurra starfsheita sérfræðinga í tækni- og hönnunargreinum, með síðari breytingum.

Frá meiri hluta iðnaðarnefndar.    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Jón Ögmund Þormóðsson frá iðnaðarráðuneyti. Jafnframt bárust nefndinni umsagnir um málið frá Rafiðnaðarsambandi Íslands, Bandalagi háskólamanna, Háskóla Íslands, Stéttarfélagi tölvunarfræðinga, Félagi húsgagna- og innanhússarkitekta, Háskólanum í Reykjavík, Samtökum verslunar og þjónustu, og Rafiðnaðarskólanum.
    Með frumvarpinu er lagt til að starfsheitið „tölvunarfræðingur“ verði löggilt. Jafnframt eru gerðar smávægilegar breytingar varðandi starfsheiti húsgagna- og innanhússarkitekta.
    Samkvæmt 2. gr. laganna þarf leyfi ráðherra til að nota þau starfsheiti sem löggilt eru. Í frumvarpinu er gerð undantekning frá þessu hvað varðar tölvunarfræðinga sem lokið hafa BS-prófi eða meistaranámi í tölvunarfræði frá viðurkenndum íslenskum háskóla. Leyfisveitingar ráðherra í tilvikum sem þessum eru hreint formsatriði. Gera má ráð fyrir að hið breytta fyrirkomulag spari tíma og fyrirhöfn bæði hjá stjórnvöldum og leyfisbeiðendum. Meiri hlutinn telur ástæðu til, og beinir því til iðnaðarráðherra, að kannað verði hvort ekki væri rétt að reglan gilti einnig um önnur starfsheiti sem vernduð eru samkvæmt lögunum.
    Meiri hlutinn leggur til smávægilega orðalagsbreytingu á 2. gr. frumvarpsins. Breytingin hefur ekki efnislega breytingu í för með sér.
    Meiri hlutinn leggur til að frumvarpið verði samþykkt með svofelldri

B    REYTINGU:

    Orðin „eða meistaranámi úr slíkum skólum“ í 2. gr. falli brott.

Alþingi, 2. des. 2002.Hjálmar Árnason,


form., frsm.


Guðjón Guðmundsson.


Árni R. Árnason.Kjartan Ólafsson.


Bryndís Hlöðversdóttir.


Svanfríður Jónasdóttir.