Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 383. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 577  —  383. mál.




Svar



landbúnaðarráðherra við fyrirspurn Helgu Halldórsdóttur um búfjáreftirlit.

     1.      Er fyrirhuguð frekari breyting á lögum um búfjárhald á þann hátt að búfjáreftirlit heyri alfarið undir landbúnaðarráðuneytið?
    Hinn 2. maí 2002 samþykkti Alþingi ný lög um búfjárhald, nr. 103/2002. Með lögunum er sveitarfélögunum falin ábyrgð á búfjáreftirliti. Ekki eru ráðgerðar breytingar á þeim lögum.

     2.      Hver hefur kostnaður landbúnaðarráðuneytisins verið vegna búfjáreftirlits árin 1995– 2001, sundurliðað eftir árum?
    Landbúnaðarráðuneytið ber engan beinan kostnað af búfjáreftirliti. Hins vegar annast Bændasamtök Íslands úrvinnslu gagna um búfjáreftirlit og er sá kostnaður greiddur af ríkisframlögum samkvæmt búnaðarlögum, nr. 70/1998. Árin 1999–2002 hefur kostnaður bændasamtakanna verið eftirfrandi:

1999 2000 2001 2002*
3.902.000 kr. 3.993.000 kr. 4.280.000 kr. 4.477.000 kr.
* Áætlun

     3.      Hver hefur kostnaður sveitarfélaga verið vegna búfjáreftirlits árin 1995–2001, sundurliðað eftir árum?
    Samkvæmt upplýsingum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga er kostnaður við búfjáreftirlit ekki sundurliðaður í ársreikningum sveitarfélaga.

     4.      Telur ráðherra ekki óeðlilegt að ein atvinnugrein, í þessu tilviki landbúnaður, skuli lúta sérstöku eftirliti sveitarfélaga?
    Um er að ræða verkefni sem sveitarfélögunum er falið með lögum líkt og ýmis önnur staðbundin verkefni, svo sem heilbrigðiseftirlit, skipulags- og byggingarmál o.fl.