Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 356. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 590  —  356. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um auknar ábyrgðir vegna lánaflokks í Norræna fjárfestingarbankanum til umhverfismála í grannhéruðum Norðurlandanna.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Bolla Þór Bollason, Fjólu Agnarsdóttur, Benedikt Valsson, Ragnheiði Snorradóttur, Maríönnu Jónasdóttur og Jón Guðmundsson frá fjármálaráðuneyti.
    Umsagnir um málið bárust frá Seðlabanka Íslands, Verslunarráði og Samtökum banka og verðbréfafyrirtækja.
    Með frumvarpinu er veitt heimild fyrir ríkisábyrgð, að fjárhæð allt að 3,3 millj. evra eða sem svarar til um 280 millj. kr., gagnvart Norræna fjárfestingarbankanum vegna lána til umhverfismála í grannhéruðum Norðurlandanna.
    Leggur nefndin til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.
    Hjálmar Árnason var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 5. des. 2002.



Vilhjálmur Egilsson,


form., frsm.


Kristinn H. Gunnarsson.


Einar K. Guðfinnsson.



Árni R. Árnason.


Gunnar Birgisson.


Jóhanna Sigurðardóttir.



Össur Skarphéðinsson.


Ögmundur Jónasson.