Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 257. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 648  —  257. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 19/2002, um póstþjónustu.

Frá minni hluta samgöngunefndar.



    Minni hlutinn gagnrýnir þá stefnu ríkisstjórnarinnar, sem fram kemur í frumvarpinu, að fella niður í þrepum einkarétt og þar með ábyrgð ríkisins á póstþjónustu í landinu. Póstþjónusta er samfélagsþjónusta sem ríkinu ber að sjá um og tryggja. Ljóst er að gangi áætlanir ríkisstjórnarinnar um einka- og samkeppnisvæðingu póstþjónustunnar eftir mun þjónustan í dreifðum byggðum landsins dragast enn meira saman en orðið er.
    Þótt frumvarpið láti lítið yfir sér er þar tekið enn eitt skref í einkavæðingu póstþjónustunnar og jafnframt dregið úr þeirri samábyrgð sem þjónustan grundvallast á.

Alþingi, 3. des. 2002.



Jón Bjarnason.