Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 451. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 654  —  451. mál.
Fyrirspurntil dómsmálaráðherra um kynferðisbrot.

Frá Sigríði Ingvarsdóttur.     1.      Hversu margar kærur hafa borist undanfarin 10 ár fyrir brot gegn ákvæðum 194.–202. gr. almennra hegningarlaga?
     2.      Hversu margir dómar féllu á sömu árum fyrir brot gegn þessum ákvæðum?
     3.      Telur ráðherra ástæðu til þess að þyngja lágmarksrefsingu fyrir kynferðisbrot með hliðsjón af vægum dómum fyrir slík brot þrátt fyrir rúman refsiramma?
     4.      Telur ráðherra ástæðu til þess að lengja enn frekar fyrningarfrest vegna brota gegn ákvæðum 194.–202. gr. almennra hegningarlaga?


Skriflegt svar óskast.