Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 478. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 813  —  478. mál.




Svar



fjármálaráðherra við fyrirspurn Kristjáns L. Möllers um flutning fjarvinnsluverkefna og starfa út á land.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hvaða fjarvinnsluverkefni og hversu mörg störf á vegum ráðuneytisins og stofnana og fyrirtækja sem heyra undir ráðuneytið voru flutt út á land árið 2002, sundurliðað eftir stöðum sem verkefnin og störfin voru flutt til? Enn fremur er óskað eftir skilgreiningu á umræddum störfum.

    Engin fjarvinnsluverkefni voru flutt út á land árið 2002 á vegum ráðuneytisins eða stofnana og fyrirtækja þess. Á fyrstu vikum ársins hóf ANZA hf. að reka á Akureyri gagnagrunnsþjón fyrir Landskrá fasteigna í kjölfar útboðs sem fram fór 2001. Sú starfsemi skapar 2–3 ný störf hjá fyrirtækinu á Akureyri. Skráning upplýsinga í Landskrá fasteigna fer fram hjá sýslumannsembættum um land allt auk þess sem byggingafulltrúar sveitarfélaga annast skráningu. Ráðið var í nýtt starf á skrifstofu Fasteignamats ríkisins á Akureyri til þess að annast upplýsingaþjónustu og landsupplýsingakerfi.