Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 471. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 815  —  471. mál.




Svar



umhverfisráðherra við fyrirspurn Kristjáns L. Möllers um flutning fjarvinnsluverkefna og starfa út á land.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hvaða fjarvinnsluverkefni og hversu mörg störf á vegum ráðuneytisins og stofnana og fyrirtækja sem heyra undir ráðuneytið voru flutt út á land árið 2002, sundurliðað eftir stöðum sem verkefnin og störfin voru flutt til? Enn fremur er óskað eftir skilgreiningu á umræddum störfum.

    Því er til að svara að engin fjarvinnsluverkefni eða störf voru flutt út á land á vegum ráðuneytisins og stofnana þess árið 2002.