Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 520. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 861  —  520. mál.




Frumvarp til laga



um breytingu á lögum nr. 33/1999, um sjálfseignarstofnanir sem stunda atvinnurekstur.

(Lagt fyrir Alþingi á 128. löggjafarþingi 2002–2003.)



1. gr.

    Í stað orðanna „skal ráðherra breyta“ í 2. málsl. 1. mgr. 10. gr. laganna kemur: getur ráðherra breytt.

2. gr.

    Í stað orðanna „skal senda stjórnvaldi því er tekur við ársreikningum félaga ársreikning eða samstæðureikning sjálfseignarstofnunar“ í 31. gr. laganna kemur: skal stjórn sjálfseignarstofnunar senda ársreikningaskrá ársreikning sinn, svo og samstæðureikning ef um er að ræða samstæðu skv. b-lið 1. mgr. 3. gr.

3. gr.

    Í stað orðanna „Stjórnvald það er tekur við ársreikningi félaga“ í 3. mgr. 34. gr. laganna kemur: Ársreikningaskrá.

4. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.


    Í frumvarpi þessu um sjálfseignarstofnanir sem stunda atvinnurekstur er m.a. gert ráð fyrir vissum breytingum, sem snerta ákvæði um ársreikninga, vegna þróunar í löggjöf um ársreikninga. Eru breytingarnar svipaðar ráðgerðum breytingum á löggjöf um nokkrar aðrar tegundir félaga.
    Með breytingu skv. 1. gr. er stefnt að því að samræmi sé á milli löggjafarinnar um hlutafélög og einkahlutafélög annars vegar og laganna um sjálfseignarstofnanir sem stunda atvinnurekstur hins vegar að því er varðar breytingu lágmarksfjár þannig að ráðherra hafi heimild en sé ekki skyldaður til að breyta lágmarksfjárhæð í samræmi við breytingar á vísitölu neysluverðs.
    Í 2. gr. eru orðalagsbreytingar, ekki efnisbreytingar.


Fylgiskjal.

Fjármálaráðuneyti,
fjárlagaskrifstofa:


Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 33/1999,


um sjálfseignarstofnanir sem stunda atvinnurekstur.


    Tilgangur frumvarpsins er að samræma reglur um skil ársreikninga sjálfseignarstofnana reglum sem gilda um hlutafélög og einkahlutafélög.
    Verði frumvarpið óbreytt að lögum er ekki gert ráð fyrir að þau hafi áhrif á útgjöld ríkissjóðs.