Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 570. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 921  —  570. mál.
Fyrirspurntil félagsmálaráðherra um Tryggingasjóð sjálfstætt starfandi einstaklinga.

Frá Drífu Hjartardóttur.     1.      Hvað hafa bændur, smábátaeigendur og vörubifreiðastjórar greitt til sérdeilda Tryggingasjóðs sjálfstætt starfandi einstaklinga árlega frá 1997, sundurgreint eftir árum og deildum?
     2.      Hvað hafa sömu aðilar fengið í atvinnuleysisbætur frá 1997, sundurgreint eftir árum og deildum?
     3.      Hvaða önnur útgjöld hafa þessar deildir, sbr. 15. gr. reglugerðar nr. 525/1998?
     4.      Hversu mikil er uppsöfnuð innstæða þessara deilda?
     5.      Sér ráðherra ástæðu til að breyta reglum um atvinnuleysistryggingar þessara hópa að fenginni reynslu?


Skriflegt svar óskast.