Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 636. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 1321  —  636. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 99/1993, um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, með síðari breytingum.

Frá landbúnaðarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Ólaf Friðriksson frá landbúnaðarráðuneyti. Umsögn um málið barst frá Samtökum iðnaðarins.
    Með frumvarpinu er landbúnaðarráðherra heimilað að greiða verðjöfnun við útflutning fullunninna vara er innihalda innlend landbúnaðarhráefni. Skal verðjöfnunin vera jöfn mismun á innlendu viðmiðunarverði og erlendu viðmiðunarverði hverrar tegundar hráefnis sem notað er við framleiðslu vörunnar.
    Nefndin telur málið mjög þarft og leggur til að það verði samþykkt óbreytt.
    Sigríður Jóhannesdóttir, Guðjón Guðmundsson, Jónína Bjartmarz og Einar Oddur Kristjánsson voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 8. mars 2003.



Drífa Hjartardóttir,


form., frsm.


Kristinn H. Gunnarsson.


Karl V. Matthíasson.



Þuríður Backman,


með fyrirvara.


Sigríður Ingvarsdóttir.