Boðun til ríkisráðsfundar

Þriðjudaginn 03. febrúar 2004, kl. 13:34:13 (3750)

2004-02-03 13:34:13# 130. lþ. 55.91 fundur 285#B boðun til ríkisráðsfundar# (aths. um störf þingsins), GAK
[prenta uppsett í dálka] 55. fundur, 130. lþ.

[13:34]

Guðjón A. Kristjánsson:

Virðulegi forseti. Í tilefni þeirra ummæla og frétta sem voru í fjölmiðlum í gærdag og í blöðum í morgun um hinn umdeilda ríkisráðsfund vil ég beina þeirri spurningu til hæstv. forsrh. hvort hann telji að eðlilegt sé samkvæmt stjórnarskrá að boða til fundar í ríkisráði án þess að forseti lýðveldisins sé látinn vita fyrir fram um þann fund. Mér finnst, virðulegi forseti, þessi umræða sem verið hefur um þennan umrædda ríkisráðsfund bera nokkurn keim af deilum milli hæstv. forsrh. og forseta lýðveldisins, kannski frá fyrri tíð, um það get ég ekki sagt. En ég hefði viljað heyra svör hæstv. ráðherra við þessari spurningu.