Fjármálafyrirtæki

Fimmtudaginn 05. febrúar 2004, kl. 21:44:53 (3913)

2004-02-05 21:44:53# 130. lþ. 58.1 fundur 550. mál: #A fjármálafyrirtæki# (stofnfjárhlutur í sparisjóði, stjórn sjálfseignarstofnunar o.fl.) frv. 4/2004, Frsm. minni hluta PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 58. fundur, 130. lþ.

[21:44]

Frsm. minni hluta efh.- og viðskn. (Pétur H. Blöndal) (andsvar):

Herra forseti. Nú skil ég ekki. Hæstv. ráðherra segir að þessu lagafrv. sé ekki stefnt gegn samningum SPRON og Kaupþings -- banka. En samt muni stjórn SPRON þurfa að taka veigamiklar ákvarðanir á grundvelli þessara breyttu laga. Bíðum nú við. Af hverju þarf hún að taka einhverjar ákvarðanir? Hún er búin að gera samning. Hún ætlar bara að framkvæma samninginn. Hún ætlar bara að ganga eftir þeim samningi í samræmi við gildandi lög sem enn eru í gildi einmitt núna klukkan tíu. (Viðskrh.: Þeim verður breytt.) Verður breytt, einmitt. Og þá þarf stjórn SPRON að gera eitthvað nýtt. Ég fullyrði að þessum lögum er stefnt gegn þessum samningum og það mun hafa í för með sér að það verður að rifta þeim.