Siglingavernd

Miðvikudaginn 11. febrúar 2004, kl. 16:35:21 (4103)

2004-02-11 16:35:21# 130. lþ. 62.6 fundur 569. mál: #A siglingavernd# frv., samgrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 62. fundur, 130. lþ.

[16:35]

Samgönguráðherra (Sturla Böðvarsson) (andsvar):

Herra forseti. Mér heyrist andsvar hv. þingmanns fela í sér meiri nákvæmni í umfjöllun um þessar tölur og ég geri engar athugasemdir við þær skýringar, að 195 millj. séu þá með afskriftum stofnkostnaðar inni. Það kann vel að vera að það sé ekki fjarri lagi. Ég hef ekki neinar athugasemdir við það.

Hins vegar eru þetta áætlanir, og vonandi verður kostnaðurinn lægri. Rík áhersla er lögð á að finna leiðir til þess að svo megi verða.